Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar 7. júlí 2025 11:32 Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun