Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júlí 2025 07:00 Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun