Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:18 Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar