Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:18 Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun