Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 07:02 Nú hefur bæjarstjórn Kópavogs afgreitt fjárhagsáætlun næsta árs og liggur fyrir að um það bil helmingur barna á grunnskólaaldri mun geta sótt skóla í Kópavogi á árinu. Tæpur helmingur fer hins vegar á biðlista, enda ekki til fjármagn til að veita öllum börnum á aldrinum 6-15 ára menntun. Auðvitað myndum við vilja gera betur en við verðum að forgangsraða og við teljum okkur vera að dreifa fjármagninu með skynsamlegum hætti. Horft verður til þess að þau sem eru hvað verst sett fái skólavist, en önnur börn á skólaskyldualdri fara á biðlista. Sérstaklega verður horft til þess hvort til dæmis foreldrar hafi tök á að kenna þeim eitthvað heima, hvort þau eigi ömmu og afa sem geta hjálpað og hvort þau eigi systkini sem þau geti leikið sér við. Staða þeirra sem eru metin í lægri forgangsflokka verður hugsanlega endurskoðuð síðar, ef ástand þeirra versnar, stuðningur fjölskyldumeðlima fellur niður eða ef þau hafa beðið í nokkur ár. Biðlistinn er því bæði „barnvænn“ og „sveigjanlegur“. Ekkert barn er útilokað frá skólagöngu, en sum þurfa fyrst að dragast nægilega aftur úr, og foreldrar þeirra að þreytast nægilega mikið, til að þau geti hafið skólagöngu. Þetta er staðan í velferðarþjónustu Þetta hljómar fáránlega. Sem betur fer er þetta ekki staðan í grunnskólakerfinu. En svona er röksemdafærsla bæjarstjóra Kópavogs varðandi fötluð börn sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Á biðlista eftir stuðnings- og stoðþjónustu eru 105 börn. Samkvæmt áætlun vantar fjármagn fyrir 2.000 vinnustundum á mánuði til að mæta öllum sem eru á biðlista eftir lögbundinni stuðnings- og stoðþjónustu í Kópavogi. Þrátt fyrir það gerir bæjarstjóri aðeins ráð fyrir viðbótarfjármagni fyrir 500 tíma á mánuði í fjárhagsáætlun næsta árs. Það þýðir einfaldlega að stór hluti barna mun þurfa að bíða um ófyrirséðan tíma. Pólitísk forgangsröðun Þetta er pólitísk ákvörðun. Á sama tíma áformar meirihlutinn að byggja stúku númer tvö fyrir knattspyrnu í Kópavogi, fyrir 2,2 milljarða ásamt því að stæra sig af því að hafa lækkað fasteignaskatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili og að fasteignagjöld í Kópavogi séu nú lægst allra í stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar bæjarstjóri bætir svo við að meira fjármagn verði að koma frá ríkinu svo af þjónustunni geti orðið, jafngildir það í reynd því að halda fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra í gíslingu í pólitískri störukeppni við ríkið. Kostnaður eða fjárfesting til framtíðar? Auk þess er þessi nálgun gríðarlega þröngsýn. Fyrir utan það sem skiptir mestu máli, að fatlað fólk fái þá þjónustu og þau réttindi sem þeim ber, þá er hér líka um að ræða fjárfestingu sem skilar sér jafnvel margfalt til baka. Erlendar rannsóknir benda til þess að samfélagslegur ábati sé um 2-4 krónur til baka fyrir hverja krónu sem er veitt í velferðar- og stuðningsúrræði. Meðal annars dregur úr þjónustuþörf til lengri tíma, heilsufar batnar og atvinnuþátttaka eykst og þar með skattgreiðslur. Lögbundin þjónusta, sem ekki er veitt, þýðir ekki að kostnaðurinn hverfi, heldur færist hann einfaldlega yfir á aðstandendur, heilbrigðiskerfið og framtíðaríbúa Kópavogs. Tími til að breyta viðhorfinu Við þurfum viðhorfsbreytingu. Lögbundin velferðarþjónusta á ekki að vera afgangsstærð í fjárhagsáætlun. Bæði skólavist og velferðarþjónusta eru grunnréttindi barna í Kópavogi sem annars staðar. Við myndum aldrei sætta okkur við að aðeins hluti barna fengi aðgang að grunnskóla. Við eigum heldur ekki að sætta okkur við að fötluð börn þurfi að bíða eftir því að ástand þeirra versni nóg til að þau færist upp um forgangsflokk svo þau fái loks lögbundna þjónustu. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Theódóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur bæjarstjórn Kópavogs afgreitt fjárhagsáætlun næsta árs og liggur fyrir að um það bil helmingur barna á grunnskólaaldri mun geta sótt skóla í Kópavogi á árinu. Tæpur helmingur fer hins vegar á biðlista, enda ekki til fjármagn til að veita öllum börnum á aldrinum 6-15 ára menntun. Auðvitað myndum við vilja gera betur en við verðum að forgangsraða og við teljum okkur vera að dreifa fjármagninu með skynsamlegum hætti. Horft verður til þess að þau sem eru hvað verst sett fái skólavist, en önnur börn á skólaskyldualdri fara á biðlista. Sérstaklega verður horft til þess hvort til dæmis foreldrar hafi tök á að kenna þeim eitthvað heima, hvort þau eigi ömmu og afa sem geta hjálpað og hvort þau eigi systkini sem þau geti leikið sér við. Staða þeirra sem eru metin í lægri forgangsflokka verður hugsanlega endurskoðuð síðar, ef ástand þeirra versnar, stuðningur fjölskyldumeðlima fellur niður eða ef þau hafa beðið í nokkur ár. Biðlistinn er því bæði „barnvænn“ og „sveigjanlegur“. Ekkert barn er útilokað frá skólagöngu, en sum þurfa fyrst að dragast nægilega aftur úr, og foreldrar þeirra að þreytast nægilega mikið, til að þau geti hafið skólagöngu. Þetta er staðan í velferðarþjónustu Þetta hljómar fáránlega. Sem betur fer er þetta ekki staðan í grunnskólakerfinu. En svona er röksemdafærsla bæjarstjóra Kópavogs varðandi fötluð börn sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Á biðlista eftir stuðnings- og stoðþjónustu eru 105 börn. Samkvæmt áætlun vantar fjármagn fyrir 2.000 vinnustundum á mánuði til að mæta öllum sem eru á biðlista eftir lögbundinni stuðnings- og stoðþjónustu í Kópavogi. Þrátt fyrir það gerir bæjarstjóri aðeins ráð fyrir viðbótarfjármagni fyrir 500 tíma á mánuði í fjárhagsáætlun næsta árs. Það þýðir einfaldlega að stór hluti barna mun þurfa að bíða um ófyrirséðan tíma. Pólitísk forgangsröðun Þetta er pólitísk ákvörðun. Á sama tíma áformar meirihlutinn að byggja stúku númer tvö fyrir knattspyrnu í Kópavogi, fyrir 2,2 milljarða ásamt því að stæra sig af því að hafa lækkað fasteignaskatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili og að fasteignagjöld í Kópavogi séu nú lægst allra í stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar bæjarstjóri bætir svo við að meira fjármagn verði að koma frá ríkinu svo af þjónustunni geti orðið, jafngildir það í reynd því að halda fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra í gíslingu í pólitískri störukeppni við ríkið. Kostnaður eða fjárfesting til framtíðar? Auk þess er þessi nálgun gríðarlega þröngsýn. Fyrir utan það sem skiptir mestu máli, að fatlað fólk fái þá þjónustu og þau réttindi sem þeim ber, þá er hér líka um að ræða fjárfestingu sem skilar sér jafnvel margfalt til baka. Erlendar rannsóknir benda til þess að samfélagslegur ábati sé um 2-4 krónur til baka fyrir hverja krónu sem er veitt í velferðar- og stuðningsúrræði. Meðal annars dregur úr þjónustuþörf til lengri tíma, heilsufar batnar og atvinnuþátttaka eykst og þar með skattgreiðslur. Lögbundin þjónusta, sem ekki er veitt, þýðir ekki að kostnaðurinn hverfi, heldur færist hann einfaldlega yfir á aðstandendur, heilbrigðiskerfið og framtíðaríbúa Kópavogs. Tími til að breyta viðhorfinu Við þurfum viðhorfsbreytingu. Lögbundin velferðarþjónusta á ekki að vera afgangsstærð í fjárhagsáætlun. Bæði skólavist og velferðarþjónusta eru grunnréttindi barna í Kópavogi sem annars staðar. Við myndum aldrei sætta okkur við að aðeins hluti barna fengi aðgang að grunnskóla. Við eigum heldur ekki að sætta okkur við að fötluð börn þurfi að bíða eftir því að ástand þeirra versni nóg til að þau færist upp um forgangsflokk svo þau fái loks lögbundna þjónustu. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun