Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2025 13:16 Afturelding - ÍA Besta deild karla sumar 2025 ÍA tókst ekki að ná sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni þrátt fyrir komu nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar, en liðið tapaði á móti Fram á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Gestirnir frá Reykjavík sigruðu 1-0 á Elkem vellinum Framarar hófu leikinn af krafti og voru strax komnir yfir á 7. mínútu leiksins. Þá skallaði Kennie Chopart boltann fyrir markið eftir hornspyrnu Haraldar Einars Ásgrímssonar og kom Vuk Oskar Dimitrijevic boltanum í netið. Fram hélt áfram að sækja og setti góða pressu á vörn ÍA með mikið af fyrirgjöfum sem skiluðu þó ekki fleiri mörkum. Á 39. mínútu fór Rúnar Már Sigurjónsson í tveggja fóta tæklingu á Simon Tibbling sem vakti mikla óánægju meðal stuðningsmanna Fram, dómari leiksins sá ekki tilefni í að spjalda fyrir brotið. Skömmu síðar, á 43. mínútu, áttu gestirnir gott færi til þess að tvöfalda forystuna en Árni Marinó Einarsson í marki ÍA varði frábærlega. Rétt fyrir hálfleik slapp Haukur Andri Haraldsson hæglega við gult spjald eftir að hafa dregið Má Ægisson niður. Árni Marinó átti svo aðra glæsilega vörslu á 45. mínútu og hélt ÍA inni í leiknum þegar flautað var til hálfleiks. Staðan 0-1 fyrir Fram í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af krafti og komust gestirnir í gott færi á 47. mínútu eftir laglega fyrirgjöf Freys Sigurðssonar. Boltinn fór í átt að Vuk Oskari sem taldi sig togaðan niður af Hlyni Sævari Jónssyni í liði ÍA en fékk ekki vítaspyrnu. Skömmu seinna þurfti dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson að stöðva leikinn vegna meiðsla og yfirgaf völlinn. Guðni Páll Kristjánsson varadómari kom inn á í staðinn. ÍA sýndi betri takta í seinni hálfleik en þeim fyrri og sóttu meira en áttu þó í erfiðleikum með að koma boltanum á markið. Þrátt fyrir aukinn kraft og baráttu tókst þeim ekki að jafna metin. Niðurstaðan því 0-1 sigur fyrir gestina sem fara með þrjú stig heim og ná að lyfta sér upp í 4. sæti. Atvik leiksins Dómaraskiptin á 50. mínútu leiksins en það var strax eftir að gestirnir heimtuðu víti. Vilhjálmur Alvar sást svo með ísingu á kálfanum og hefur því farið meiddur út af. Stjörnur og skúrkar Haraldur Einar Ásgrímsson var virkilega öflugur allt þangað til hann var tekinn af velli á 78. mínútu leiksins. Hann átti þátt í fyrsta markinu með hornspyrnu sinni sem endaði á kollinum á Kennie Chopart og lak svo til Vuk Oskars sem skoraði fyrsta markið. Freyr Sigurðsson, það er ekki hægt að taka af honum boltann og hann hleypur endalaust, þvílíkur demantur fyrir Fram. Stemning og umgjörð Umgjörðin hérna á Akranesi er til fyrirmyndar. Rúmlega 1000 manns gerðu sér ferð á leikinn og var virkilega góð stemning hérna á Elkem vellinum. Dómarar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Eðvarðsson dæmdu leikinn saman þangað til á 50. mínútu þegar Vilhjálmur Alvar neyddist af vellinum vegna meiðsla. Guðni Páll Kristjánsson kom inn á í staðinn og stóð vaktina vel. Viðtöl Lárus Orri Sigurðsson: „Náðum ekki í rassgatið á þeim of oft“ Við bíðum enn eftir mynd af Lárusi á hliðarlínunni.vísir / sigurjón „Við byrjuðum heldur hægt, við vorum í erfiðleikum í upphafi leiks, þeir voru of mikið lausir. Þegar við náum að finna hvað var að hjá okkur og ná að laga það þá var leikurinn fínn. Það er hreinlega með ólíkindum að við höfum ekki náð að skora í þessum leik.“- Sagði Lárus Orri Sigursson, þjálfari Skagamanna í leikslok. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og lagfærum vissa hluti. Við ræddum saman og vorum sammála um að við þyrftum að vinna fleiri einn á einn, þeir voru að komast framhjá okkur of oft og við vorum ekki ná í rassgatið á þeim of oft.“ Heimamenn kom svo mun kröftugri út í seinni hálfleik en þrátt fyrir aukinn kraft og baráttu skilaði það ekki marki. „Í seinni hálfleik var í raun bara eitt lið á vellinum fannst mér, mér fannst stefna í að við myndum vinna þennan leik, þetta er fúlt. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en að tapa hérna heima og á svona marki úr föstu leikatriði það er mjög svekkjandi. Heilt yfir þá að við löbbum hér í burtu með ekkert stig, það er frekar súrt.“ Sérðu fyrir þér einhverjar hreyfingar á liðinu í félagsskiptaglugganum? „Vonandi, við erum að líta í kringum okkur eins og margir aðrir. Þetta er erfiður markaður og við erum að reyna að vanda okkur. Vonandi og mjög líklega koma leikmenn inn.“ Rúnar Kristinsson: Augljós vítaspyrna Rúnar Kristinsson gat leyft sér að brosa í dag (þó svo að þessi mynd sé tekin í allt öðrum leik)Vísir / Hulda Margrét Á 39. mínútu fór Rúnar Már Sigurjónsson í tveggja fóta tæklingu á Simon Tibbling sem vakti mikla óánægju meðal stuðningsmanna Fram, dómari leiksins sá ekki tilefni í að spjalda fyrir brotið. Rétt fyrir hálfleik slapp Haukur Andri Haraldsson hæglega við gult spjald eftir að hafa dregið Má Ægisson niður. Gestirnir óskuðu svo eftir vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik en dómari leiksins var ekki sammála því. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þó pirraðari út í leikmenn sína en dómarann. „Mér finnst mikilvægt að dómarinn dæmi það sem hann sér en ekki það sem hann heldur. Vilhjálmur Alvar dómari leiksins gerir það en hans upplifun af mörgum af þessum augnablikum eru kannski ekki sama upplifun og hjá mér. Auðvitað var maður pirraður, en kannski var ég meira pirraður út í mína menn að klára færin okkar ekki betur í fyrri hálfleik og koma okkur í betri stöðu, því í síðari hálfleik þurfum við að verjast mikið.“ „Við eigum augljósa vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik sem hefði geta gert þetta auðveldara fyrir okkur. Eftir allt saman þá erum við í nauðvörn í restina því Skagamenn dældu mikið af boltum inn í teig og í kringum Viktor og Vardic sem eru stórir og sterkir menn í loftinu. Ég held þetta séu sanngjörn úrslit.“ Freyr Sigurðsson leikmaður Fram átti frábæran leik í dag. ÍA menn áttu í stökustu vandræðum með að ná af honum boltanum og átti hann auðvelt með að komast fram hjá mönnum. „Þetta eru strákar sem hafa mikil gæði og þau fá að skína hjá okkur í dag, sjálfstraustið þeirra er að eflast mikið og Freyr Sigurðsson er búinn að spila þrjá leiki í röð núna í byrjunarliði. Hann spilar algjörlega frábæran leik hér í dag og hann er að þroskast og þróast, hann er ungur og óreyndur en hann var algjörlega frábær í dag. Haraldur Einar Ásgrímsson er líka búinn að vera frábær í allt sumar.“ „Við erum með góðan hóp og það er mikil samkeppni um stöður og við höfum náð að dreifa álaginu ágætlega og það eru sætti innan liðsins með þessa hluti. Þó einhver sé ósáttur með að fá færri mínútur en aðrir, en meðan vel gengur er erfitt að kvarta mikið, við verðum bara að halda áfram á sömu braut því það er nóg eftir.“ Fótbolti.net greindi frá því í dag að Alex Freyr Elísson væri á förum frá Fram. „Það er ekkert komið í ljós með það hvort einhver komi eða fari, það eru auðvitað alltaf einhverjar þreifingar og eitthver lið sem eru að hafa samband við okkur og sjá hvort við eigum leikmenn til að lána. Við erum svo að skoða okkar mál hvort við þurfum að bæta einhverjum við hjá okkur en það er ekkert sem hægt er að opinbera núna hvort sem það sé Alex Freyr eða einhver annar, það eru engin nöfn nefnd en vissulega eru nokkrir leikmenn hjá mér sem hafa spilað lítið í sumar og þeir eðlilega vilja kannski fá að hreyfa sig eitthvað. Við sjáum til með hvort að það sé eitthver áhugi annars staðar frá og hvort það sé áhugi hjá þeim að hreyfa sig.“ Freyr Sigurðsson: „Það var mikill ferskleiki í liði Fram í dag, góðar hreyfingar á liðinu með og án bolta.“ „Við erum að taka mörg hlaup með bolta og svo erum við með geðveikan styrktarþjálfara sem kann alveg á þetta og lætur okkur hlaupa, tökum max spretti og við erum í geggjuðu formi þökk sé hans og Rúnari og öllu þjálfarateyminu.“ „Mér finnst ég fitta vel inn hjá liðinu, það er frábært að vera með Fred og Simon á miðjunni. Það gefur manni mikið frelsi og með treystir á þá 100%, það er frábært að spila með liðinu.“ Rúnar Kristinsson sagði eftir síðasta leik að Már Ægisson væri vanmetin leikmann sem hlypi manna mest í liði Fram. Freyr Sigurðsson var frábær á vellinum í dag, spilaði 90 mínútur og hljóp út um allan völl. Er eitthver hlaupakeppni í gangi hjá ykkur? „Maður vill alltaf hlaupa mest á æfingum og maður fær tölurnar eftir æfingar en Már Ægisson segist alltaf hlaupa mest og lengst, hann er bara vélmenni, það er erfitt að sigra hann í þessu.“ Besta deild karla ÍA Fram
ÍA tókst ekki að ná sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni þrátt fyrir komu nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar, en liðið tapaði á móti Fram á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Gestirnir frá Reykjavík sigruðu 1-0 á Elkem vellinum Framarar hófu leikinn af krafti og voru strax komnir yfir á 7. mínútu leiksins. Þá skallaði Kennie Chopart boltann fyrir markið eftir hornspyrnu Haraldar Einars Ásgrímssonar og kom Vuk Oskar Dimitrijevic boltanum í netið. Fram hélt áfram að sækja og setti góða pressu á vörn ÍA með mikið af fyrirgjöfum sem skiluðu þó ekki fleiri mörkum. Á 39. mínútu fór Rúnar Már Sigurjónsson í tveggja fóta tæklingu á Simon Tibbling sem vakti mikla óánægju meðal stuðningsmanna Fram, dómari leiksins sá ekki tilefni í að spjalda fyrir brotið. Skömmu síðar, á 43. mínútu, áttu gestirnir gott færi til þess að tvöfalda forystuna en Árni Marinó Einarsson í marki ÍA varði frábærlega. Rétt fyrir hálfleik slapp Haukur Andri Haraldsson hæglega við gult spjald eftir að hafa dregið Má Ægisson niður. Árni Marinó átti svo aðra glæsilega vörslu á 45. mínútu og hélt ÍA inni í leiknum þegar flautað var til hálfleiks. Staðan 0-1 fyrir Fram í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af krafti og komust gestirnir í gott færi á 47. mínútu eftir laglega fyrirgjöf Freys Sigurðssonar. Boltinn fór í átt að Vuk Oskari sem taldi sig togaðan niður af Hlyni Sævari Jónssyni í liði ÍA en fékk ekki vítaspyrnu. Skömmu seinna þurfti dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson að stöðva leikinn vegna meiðsla og yfirgaf völlinn. Guðni Páll Kristjánsson varadómari kom inn á í staðinn. ÍA sýndi betri takta í seinni hálfleik en þeim fyrri og sóttu meira en áttu þó í erfiðleikum með að koma boltanum á markið. Þrátt fyrir aukinn kraft og baráttu tókst þeim ekki að jafna metin. Niðurstaðan því 0-1 sigur fyrir gestina sem fara með þrjú stig heim og ná að lyfta sér upp í 4. sæti. Atvik leiksins Dómaraskiptin á 50. mínútu leiksins en það var strax eftir að gestirnir heimtuðu víti. Vilhjálmur Alvar sást svo með ísingu á kálfanum og hefur því farið meiddur út af. Stjörnur og skúrkar Haraldur Einar Ásgrímsson var virkilega öflugur allt þangað til hann var tekinn af velli á 78. mínútu leiksins. Hann átti þátt í fyrsta markinu með hornspyrnu sinni sem endaði á kollinum á Kennie Chopart og lak svo til Vuk Oskars sem skoraði fyrsta markið. Freyr Sigurðsson, það er ekki hægt að taka af honum boltann og hann hleypur endalaust, þvílíkur demantur fyrir Fram. Stemning og umgjörð Umgjörðin hérna á Akranesi er til fyrirmyndar. Rúmlega 1000 manns gerðu sér ferð á leikinn og var virkilega góð stemning hérna á Elkem vellinum. Dómarar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Eðvarðsson dæmdu leikinn saman þangað til á 50. mínútu þegar Vilhjálmur Alvar neyddist af vellinum vegna meiðsla. Guðni Páll Kristjánsson kom inn á í staðinn og stóð vaktina vel. Viðtöl Lárus Orri Sigurðsson: „Náðum ekki í rassgatið á þeim of oft“ Við bíðum enn eftir mynd af Lárusi á hliðarlínunni.vísir / sigurjón „Við byrjuðum heldur hægt, við vorum í erfiðleikum í upphafi leiks, þeir voru of mikið lausir. Þegar við náum að finna hvað var að hjá okkur og ná að laga það þá var leikurinn fínn. Það er hreinlega með ólíkindum að við höfum ekki náð að skora í þessum leik.“- Sagði Lárus Orri Sigursson, þjálfari Skagamanna í leikslok. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik og lagfærum vissa hluti. Við ræddum saman og vorum sammála um að við þyrftum að vinna fleiri einn á einn, þeir voru að komast framhjá okkur of oft og við vorum ekki ná í rassgatið á þeim of oft.“ Heimamenn kom svo mun kröftugri út í seinni hálfleik en þrátt fyrir aukinn kraft og baráttu skilaði það ekki marki. „Í seinni hálfleik var í raun bara eitt lið á vellinum fannst mér, mér fannst stefna í að við myndum vinna þennan leik, þetta er fúlt. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en að tapa hérna heima og á svona marki úr föstu leikatriði það er mjög svekkjandi. Heilt yfir þá að við löbbum hér í burtu með ekkert stig, það er frekar súrt.“ Sérðu fyrir þér einhverjar hreyfingar á liðinu í félagsskiptaglugganum? „Vonandi, við erum að líta í kringum okkur eins og margir aðrir. Þetta er erfiður markaður og við erum að reyna að vanda okkur. Vonandi og mjög líklega koma leikmenn inn.“ Rúnar Kristinsson: Augljós vítaspyrna Rúnar Kristinsson gat leyft sér að brosa í dag (þó svo að þessi mynd sé tekin í allt öðrum leik)Vísir / Hulda Margrét Á 39. mínútu fór Rúnar Már Sigurjónsson í tveggja fóta tæklingu á Simon Tibbling sem vakti mikla óánægju meðal stuðningsmanna Fram, dómari leiksins sá ekki tilefni í að spjalda fyrir brotið. Rétt fyrir hálfleik slapp Haukur Andri Haraldsson hæglega við gult spjald eftir að hafa dregið Má Ægisson niður. Gestirnir óskuðu svo eftir vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik en dómari leiksins var ekki sammála því. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þó pirraðari út í leikmenn sína en dómarann. „Mér finnst mikilvægt að dómarinn dæmi það sem hann sér en ekki það sem hann heldur. Vilhjálmur Alvar dómari leiksins gerir það en hans upplifun af mörgum af þessum augnablikum eru kannski ekki sama upplifun og hjá mér. Auðvitað var maður pirraður, en kannski var ég meira pirraður út í mína menn að klára færin okkar ekki betur í fyrri hálfleik og koma okkur í betri stöðu, því í síðari hálfleik þurfum við að verjast mikið.“ „Við eigum augljósa vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik sem hefði geta gert þetta auðveldara fyrir okkur. Eftir allt saman þá erum við í nauðvörn í restina því Skagamenn dældu mikið af boltum inn í teig og í kringum Viktor og Vardic sem eru stórir og sterkir menn í loftinu. Ég held þetta séu sanngjörn úrslit.“ Freyr Sigurðsson leikmaður Fram átti frábæran leik í dag. ÍA menn áttu í stökustu vandræðum með að ná af honum boltanum og átti hann auðvelt með að komast fram hjá mönnum. „Þetta eru strákar sem hafa mikil gæði og þau fá að skína hjá okkur í dag, sjálfstraustið þeirra er að eflast mikið og Freyr Sigurðsson er búinn að spila þrjá leiki í röð núna í byrjunarliði. Hann spilar algjörlega frábæran leik hér í dag og hann er að þroskast og þróast, hann er ungur og óreyndur en hann var algjörlega frábær í dag. Haraldur Einar Ásgrímsson er líka búinn að vera frábær í allt sumar.“ „Við erum með góðan hóp og það er mikil samkeppni um stöður og við höfum náð að dreifa álaginu ágætlega og það eru sætti innan liðsins með þessa hluti. Þó einhver sé ósáttur með að fá færri mínútur en aðrir, en meðan vel gengur er erfitt að kvarta mikið, við verðum bara að halda áfram á sömu braut því það er nóg eftir.“ Fótbolti.net greindi frá því í dag að Alex Freyr Elísson væri á förum frá Fram. „Það er ekkert komið í ljós með það hvort einhver komi eða fari, það eru auðvitað alltaf einhverjar þreifingar og eitthver lið sem eru að hafa samband við okkur og sjá hvort við eigum leikmenn til að lána. Við erum svo að skoða okkar mál hvort við þurfum að bæta einhverjum við hjá okkur en það er ekkert sem hægt er að opinbera núna hvort sem það sé Alex Freyr eða einhver annar, það eru engin nöfn nefnd en vissulega eru nokkrir leikmenn hjá mér sem hafa spilað lítið í sumar og þeir eðlilega vilja kannski fá að hreyfa sig eitthvað. Við sjáum til með hvort að það sé eitthver áhugi annars staðar frá og hvort það sé áhugi hjá þeim að hreyfa sig.“ Freyr Sigurðsson: „Það var mikill ferskleiki í liði Fram í dag, góðar hreyfingar á liðinu með og án bolta.“ „Við erum að taka mörg hlaup með bolta og svo erum við með geðveikan styrktarþjálfara sem kann alveg á þetta og lætur okkur hlaupa, tökum max spretti og við erum í geggjuðu formi þökk sé hans og Rúnari og öllu þjálfarateyminu.“ „Mér finnst ég fitta vel inn hjá liðinu, það er frábært að vera með Fred og Simon á miðjunni. Það gefur manni mikið frelsi og með treystir á þá 100%, það er frábært að spila með liðinu.“ Rúnar Kristinsson sagði eftir síðasta leik að Már Ægisson væri vanmetin leikmann sem hlypi manna mest í liði Fram. Freyr Sigurðsson var frábær á vellinum í dag, spilaði 90 mínútur og hljóp út um allan völl. Er eitthver hlaupakeppni í gangi hjá ykkur? „Maður vill alltaf hlaupa mest á æfingum og maður fær tölurnar eftir æfingar en Már Ægisson segist alltaf hlaupa mest og lengst, hann er bara vélmenni, það er erfitt að sigra hann í þessu.“