Óvissan tekur við hjá Hákoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2025 08:01 Hákon Rafn Valdimarsson hefur notið frísins vel á Íslandi. Ákveðin óvissa tekur við þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford í næstu viku. Vísir/Lýður Eftir gott sumarfrí á Íslandi tekur óvissa við hjá landsliðsmarkverðinum Hákoni Rafni Valdimarssyni þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford á Englandi þar sem hann hittir nýjan þjálfara og nýjan aðalmarkvörð. Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira