Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 12:30 Þjarmað var að Andries Jonker, landsliðsþjálfara Hollands, á blaðamannafundi í gær Vísir/Getty Það má með sanni segja að vegferð hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss fari ekki rólega af stað. Hollenskur blaðamaður sakaði í gær þjálfara liðsins um að trufla þátttöku Hollands á mótinu eftir ummæli í hlaðvarpsþætti ytra. Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM. EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn