Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 12:30 Þjarmað var að Andries Jonker, landsliðsþjálfara Hollands, á blaðamannafundi í gær Vísir/Getty Það má með sanni segja að vegferð hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss fari ekki rólega af stað. Hollenskur blaðamaður sakaði í gær þjálfara liðsins um að trufla þátttöku Hollands á mótinu eftir ummæli í hlaðvarpsþætti ytra. Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM. EM 2025 í Sviss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira