Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar 3. júlí 2025 13:32 Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun