Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. júlí 2025 09:32 Sósíalistaflokkurinn stendur á tímamótum. Nú loksins er hægt að horfa fram á við eftir fund Vorstjörnunnar, þar sem borgarfulltrúi Sósíalista rak flokkinn úr eigin húsnæði. Það var fyrsta verk hinnar nýju stjórnar sem hún tók sæti í. Sá gjörningur dæmir sig sjálfur en hann hefur skilið eftir sig mikið óbragð í munni flokksmanna. Þar á meðal eru þau sem byggðu flokkinn upp með berum höndum, og sáu til þess að hann gæti starfað í Bolholti. Fyrsta „góðverk” Vorstjörnunnar var að henda þeim út. Þó að þessi staða sé hálf hlægileg, þá hefur hún þjappað flokksmönnum saman sem aldrei fyrr. Einhugur ríkir um að horfa framávið og byggja hreyfinguna upp. Ný forysta ætlar að ferðast um landið í sumar og ræða við félaga. Nú þegar hafa nokkur bæjarfélög verið heimsótt og mun fleiri eru á döfinni. Þetta, ásamt því að byggja upp svæðisfélög, þar sem félagar verða valdefldir í sínu nærsamfélagi, eru fyrstu skref flokksins til þess að styrkja sig á landsbyggðinni. Að hafa ræktað upp gott tengslanet og komið upp svæðisfélögum sem umvefja allt landið, gerir okkur kleift að koma sterk inn í næstu sveitarstjórnarkosningar. Við erum óhrædd og full af bjartsýni. Flokkurinn er fullur af hópi fólks sem brennur fyrir samfélagi allra óháð efnahag. Þar sem vinnandi fólk hefur völd yfir sínu eigin lífi og umhverfi. Ég hvet alla áhugasama til þess að skrá sig í flokkinn. Jafnframt bendi ég þeim sem eru skráðir í hann, að huga að stofnun svæðisfélaga. Sósíalistaflokkur Íslands getur veitt þér alla þá aðstoð sem þú þarft. Endilega hafðu samband og þér verður svarað. Valdið er þitt og ný forysta styður þig alla leið! Skráning í flokkinn hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn stendur á tímamótum. Nú loksins er hægt að horfa fram á við eftir fund Vorstjörnunnar, þar sem borgarfulltrúi Sósíalista rak flokkinn úr eigin húsnæði. Það var fyrsta verk hinnar nýju stjórnar sem hún tók sæti í. Sá gjörningur dæmir sig sjálfur en hann hefur skilið eftir sig mikið óbragð í munni flokksmanna. Þar á meðal eru þau sem byggðu flokkinn upp með berum höndum, og sáu til þess að hann gæti starfað í Bolholti. Fyrsta „góðverk” Vorstjörnunnar var að henda þeim út. Þó að þessi staða sé hálf hlægileg, þá hefur hún þjappað flokksmönnum saman sem aldrei fyrr. Einhugur ríkir um að horfa framávið og byggja hreyfinguna upp. Ný forysta ætlar að ferðast um landið í sumar og ræða við félaga. Nú þegar hafa nokkur bæjarfélög verið heimsótt og mun fleiri eru á döfinni. Þetta, ásamt því að byggja upp svæðisfélög, þar sem félagar verða valdefldir í sínu nærsamfélagi, eru fyrstu skref flokksins til þess að styrkja sig á landsbyggðinni. Að hafa ræktað upp gott tengslanet og komið upp svæðisfélögum sem umvefja allt landið, gerir okkur kleift að koma sterk inn í næstu sveitarstjórnarkosningar. Við erum óhrædd og full af bjartsýni. Flokkurinn er fullur af hópi fólks sem brennur fyrir samfélagi allra óháð efnahag. Þar sem vinnandi fólk hefur völd yfir sínu eigin lífi og umhverfi. Ég hvet alla áhugasama til þess að skrá sig í flokkinn. Jafnframt bendi ég þeim sem eru skráðir í hann, að huga að stofnun svæðisfélaga. Sósíalistaflokkur Íslands getur veitt þér alla þá aðstoð sem þú þarft. Endilega hafðu samband og þér verður svarað. Valdið er þitt og ný forysta styður þig alla leið! Skráning í flokkinn hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar