Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar 1. júlí 2025 15:15 „Börn fremja fleiri ofbeldisbrot en nokkru sinni,“ er fyrirsögn greinar sem birtist á mbl.is í dag. Er þarna vitnað í nýútkomna skýrslu Stjórnarráðs Íslands: „Áætlun fyrir aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum“. Í þessari skýrslu er að finna gögn frá lögreglu og Barnaverndarstofu þar sem farið er yfir áhættuhegðan barna o.fl. Þessar tölur mátti einnig finna í svörtum skýrslum um börn sem komu út á síðasta ári. Þar kom m.a. fram að meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum ungmenna hafði fjölgað um 188% frá árinu 2019. Þar kom líka fram að börn væru vistuð í einkareknum búsetuúrræðum þar sem fagmennsku skorti og eftirliti væri ábótavant. Síðastliðið ár voru börn í vanda vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Svar stjórnvalda við þessari stöðu og þessum vanda má sjá í fjármálaætlun til ársins 2030. Þar kemur fram að framlög til forvarna, lýðheilsu og umhverfis barna í grunnskólum verða skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Eftir fjölmarga neyðarfundi í NATO var síðan tekin ákvörðun um að stefna á að útgjöld til öryggis- og varnarmála verði 70 ma.kr. innan 10 ára. Forgangsmál á Íslandi hafa víst aldrei snúist um börn. Viðvörunarbjöllur sl. fimm ár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi Covid faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Var sérstaklega bent á að horfa þyrfti til geðheilsu barna og þeirra sem væru í viðkvæmri stöðu. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gerðu þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi væri helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Geðhjálp benti stjórnvöldum ítrekað á þessa yfirlýsingu og þær viðvörunabjöllur sem sjá mátti í geðheilsuvísum ár hvert í kjölfarið. WHO sendi síðan frá sér aðra yfirlýsingu þann 8. október 2021, þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Samantekt, sem birt er í nýjum gagnagrunni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigðismál, sýnir svart á hvítu að þjóðum heimsins hefur mistekist að bjóða þegnunum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Þetta gerist á þeim tíma sem mikilvægi þess að setja geðheilbrigðismál á oddinn hefur aldrei verið jafn brýnt. Rannsóknir um skammtímaáhrif Covid á geðheilsu sérstaklega barna og ungmenna eru ekki margar og langtímaáhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrsluna Mental Health and COVID 19: Early evidence of the pandemic‘s impact í mars 2022 þar sem fyrstu gögn voru tekin saman. Þar komu fram sterkar vísbendingar um neikvæð áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilsu. Sérstaklega er tekið fram að sjálfsvígstíðni barna og ungmenna hafi aukist og geðheilsu hrakað þar sem aðgerðir gegn veirunni voru umfangsmiklar. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórnvalda voru afar takmarkaðar og áherslan eins og nær alltaf á efnahagslega þætti og þarfir atvinnulífsins. Hvar er farsældin? Verðmætamat okkar þarf að breytast. Efnishyggjan hefur því miður fengið að ráða allt of lengi. Síaukin neysla okkar festir okkur í eltingaleik sem skilur lítið eftir sig og er svo sannarlega ekki vinasamlegur geðheilsu okkar. Þegar veiran herjaði á okkur var engu til sparað þegar kom að mannafla eða fjármagni. Þegar fjalla á um kvótakerfið þá mæta allir á dekk í umræðuna og linna ekki látunum fyrr en þeirra sjónarmið verður ofan á. Við þurfum að horfa þannig á geðheilbrigðismál og þá sérstaklega barna- og ungmenna. Að átta okkur á afleiðingum þeirrar stefnu sem nú er í gangi og leiðrétta hana. Hvar er þríeykið? Hvar eru greiningardeildir bankanna? Hvar er stuðningsnet fyrir verðandi foreldra og stuðningur fyrstu tvö árin í lífi barna? Hvar eru meðferðarúrræði barna? Hvar er farsældin? Hvers vegna er þykir það eðlilegt að auka framlög til öryggis- og varnarmála um 11 ma.kr. en draga á sama tíma úr framlögum til geð- og lýðheilsu barna um 5,7 ma.kr.? Hvar er 100 klst. umræða um málefni barna á Alþingi? Hvers vegna þykir eðlilegt að allir sem starfa í banka hafi viðskiptapróf úr háskóla á sama tíma og það þykir eðlilegt að 80% þeirra, sem starfa á geðdeildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænan vanda dvelur, séu ófagmenntaðir? Þessi listi er ekki tæmandi. Því miður eru engar líkur á því að þingið fresti sumarfríum vegna alvarlegrar stöðu barna á Íslandi. Svörtu skýrslurnar sem birtar voru sumarið 2024 og svörtu skýrslurnar núna hafa mér vitandi ekki fengið svo mikið sem mínútu umfjöllun á Alþingi. Það virðist ekki vera heilög skylda þingmanna að ræða þessa stöðu. Það eru vonbrigði. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Börn fremja fleiri ofbeldisbrot en nokkru sinni,“ er fyrirsögn greinar sem birtist á mbl.is í dag. Er þarna vitnað í nýútkomna skýrslu Stjórnarráðs Íslands: „Áætlun fyrir aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum“. Í þessari skýrslu er að finna gögn frá lögreglu og Barnaverndarstofu þar sem farið er yfir áhættuhegðan barna o.fl. Þessar tölur mátti einnig finna í svörtum skýrslum um börn sem komu út á síðasta ári. Þar kom m.a. fram að meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum ungmenna hafði fjölgað um 188% frá árinu 2019. Þar kom líka fram að börn væru vistuð í einkareknum búsetuúrræðum þar sem fagmennsku skorti og eftirliti væri ábótavant. Síðastliðið ár voru börn í vanda vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Svar stjórnvalda við þessari stöðu og þessum vanda má sjá í fjármálaætlun til ársins 2030. Þar kemur fram að framlög til forvarna, lýðheilsu og umhverfis barna í grunnskólum verða skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Eftir fjölmarga neyðarfundi í NATO var síðan tekin ákvörðun um að stefna á að útgjöld til öryggis- og varnarmála verði 70 ma.kr. innan 10 ára. Forgangsmál á Íslandi hafa víst aldrei snúist um börn. Viðvörunarbjöllur sl. fimm ár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi Covid faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Var sérstaklega bent á að horfa þyrfti til geðheilsu barna og þeirra sem væru í viðkvæmri stöðu. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gerðu þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi væri helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Geðhjálp benti stjórnvöldum ítrekað á þessa yfirlýsingu og þær viðvörunabjöllur sem sjá mátti í geðheilsuvísum ár hvert í kjölfarið. WHO sendi síðan frá sér aðra yfirlýsingu þann 8. október 2021, þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Samantekt, sem birt er í nýjum gagnagrunni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigðismál, sýnir svart á hvítu að þjóðum heimsins hefur mistekist að bjóða þegnunum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Þetta gerist á þeim tíma sem mikilvægi þess að setja geðheilbrigðismál á oddinn hefur aldrei verið jafn brýnt. Rannsóknir um skammtímaáhrif Covid á geðheilsu sérstaklega barna og ungmenna eru ekki margar og langtímaáhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrsluna Mental Health and COVID 19: Early evidence of the pandemic‘s impact í mars 2022 þar sem fyrstu gögn voru tekin saman. Þar komu fram sterkar vísbendingar um neikvæð áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilsu. Sérstaklega er tekið fram að sjálfsvígstíðni barna og ungmenna hafi aukist og geðheilsu hrakað þar sem aðgerðir gegn veirunni voru umfangsmiklar. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórnvalda voru afar takmarkaðar og áherslan eins og nær alltaf á efnahagslega þætti og þarfir atvinnulífsins. Hvar er farsældin? Verðmætamat okkar þarf að breytast. Efnishyggjan hefur því miður fengið að ráða allt of lengi. Síaukin neysla okkar festir okkur í eltingaleik sem skilur lítið eftir sig og er svo sannarlega ekki vinasamlegur geðheilsu okkar. Þegar veiran herjaði á okkur var engu til sparað þegar kom að mannafla eða fjármagni. Þegar fjalla á um kvótakerfið þá mæta allir á dekk í umræðuna og linna ekki látunum fyrr en þeirra sjónarmið verður ofan á. Við þurfum að horfa þannig á geðheilbrigðismál og þá sérstaklega barna- og ungmenna. Að átta okkur á afleiðingum þeirrar stefnu sem nú er í gangi og leiðrétta hana. Hvar er þríeykið? Hvar eru greiningardeildir bankanna? Hvar er stuðningsnet fyrir verðandi foreldra og stuðningur fyrstu tvö árin í lífi barna? Hvar eru meðferðarúrræði barna? Hvar er farsældin? Hvers vegna er þykir það eðlilegt að auka framlög til öryggis- og varnarmála um 11 ma.kr. en draga á sama tíma úr framlögum til geð- og lýðheilsu barna um 5,7 ma.kr.? Hvar er 100 klst. umræða um málefni barna á Alþingi? Hvers vegna þykir eðlilegt að allir sem starfa í banka hafi viðskiptapróf úr háskóla á sama tíma og það þykir eðlilegt að 80% þeirra, sem starfa á geðdeildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænan vanda dvelur, séu ófagmenntaðir? Þessi listi er ekki tæmandi. Því miður eru engar líkur á því að þingið fresti sumarfríum vegna alvarlegrar stöðu barna á Íslandi. Svörtu skýrslurnar sem birtar voru sumarið 2024 og svörtu skýrslurnar núna hafa mér vitandi ekki fengið svo mikið sem mínútu umfjöllun á Alþingi. Það virðist ekki vera heilög skylda þingmanna að ræða þessa stöðu. Það eru vonbrigði. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun