Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar 30. júní 2025 07:33 Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun