Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar 26. júní 2025 14:32 Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Verslun Atvinnurekendur Búvörusamningar Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar