Við getum gert betur Einar Bárðarson skrifar 25. júní 2025 14:00 Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun