Hervirki í höfuðborg - Svefngenglar við stjórnvölinn Örn Sigurðsson skrifar 24. júní 2025 12:01 Reykvíkingar fengu Vatnsmýrarlandið úr jörðunum Þóroddsstöðum, Nauthóli og Skildinganesi (Seltjarnarneshreppur hin forni) 1. janúar 1932 fyrir hratt vaxandi byggð bæjarins í ört vaxandi byggð ungrar höfuðborgar. Á árunum 1940-41 byggði Breskt hernámslið flugvöll í Vatnsmýri. Árið 1942 klauf lenging AV-flugbrautar Skildinganeshverfið í tvennt og þurftu allt að 600 íbúar að flytja í Laugarnes. Stjórnlaus útþensla byggðar (Urban Sprawl) var þar með hafin í Reykjavík. Ríkisstjórn Íslands (ráðun. Ólafs Thors 1944-1947) gerði herflugvöll Breta í Vatnsmýri að borgaralegum flugvelli 6. júlí 1946 og afhenti Flugfélagi Akureyrar til 1940 til leigufrírra afnota án nokkurrar stoðar í lögum og rétti og gegn eindregnum vilja og hagsmunum Reykvíkinga. Ári síðar var stjórnarformaður Flugfélags Akureyrar gerður Flugmálafulltrúi ríkisins og síðar Flugmálastjóri. Fram að seinna stríði óx byggð og þéttist í Reykjavík en frá 1946 til 2025 hefur þéttleiki byggðar í höfuðborginni hrunið úr 170 íbúum á hektara í tæplega 14 íb/ha á höfuðborgarsvæðinu HBS. Á 80 árum hefur byggð á HBS þanist út meira en fimmtugfalt og þekur nú 16.000 ha., á við tvöfaldan flöt Parísarborgar innan hringvegarins Périphérique (jafngildi: um 4 milljónir íbúa). Herflugvöllur í Vatnsmýri hefur orsakað hamfaraþróun byggðar í Reykjavík og á HBS, sem á sér hvergi hliðstæðu. Jöfn og stöðug tilhneiging til þéttingar byggðar fram til 1946 kúventi og breyttist á örfáum árum í þveröfuga tilhneigingu til stöðugrar og hraðrar útþynningar byggðar. Furstadæmið Mónakkó, eitt glæsilegasta byggða umhverfi heims með þremur samvöxnum smáborgum, kæmist tvisvar sinnum fyrir á því svæði, sem er nú ónýtanlegt eða illa nýtanlegt vegna flugs í Vatnsmýri (jafngildi amk. 50 þúsund íbúa og tugþúsunda starfa). Engin önnur leið er fær frá óheillabraut skelfilegrar og stjórnlausrar byggðarþróunar á HBS en þétt og blönduð miðborgarbyggð í Vatnsmýri, ma. til að greiða fyrir vaxandi nýbyggingarþörf, sporna gegn lóðarskorti, háu fasteignaverði, miklum kostnaði allra, mun lakari lífsgæðum og verri lýðheilsu en ella. Stjórnlaus útþensla byggðar (Urban Sprawl) er vel þekkt samfélagslegt mein í Norður Ameríku, í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Hún hefur ma. neikvæð áhrif efnahag, lífsgæði og innviði borganna. Um 1985 brast grunnur Strætó og nærþjónustu á höfuðborgarsvæðinu HBS. Frá þeim tíma fjölgaði einkabílum hraðar en áður. Árið 2025 eru meira en 850 bílar á hverja 1.000 íbúa á HBS (210.000), um tvöfalt fleiri en í evrópskum borgum að meðaltali. Á árinu 2024 er talið að einkabílaakstur á höfuðborgarsvæðinu geti kostað borgarsamfélagið allt að 500 milljarða kr. á ári v. rekstus ökutækja, viðhalds og reksturs innviða o.s.fr.v. (líklega vantalið!). Samfélagslegur sparnaður af minnkuðum einkabílaakstri vegna breyttrar skipulagsstefnu og róttækrar þéttingar byggðar í Vatnsmýri gæti numið allt að 2% á ári, þ.e.s. 8-10 milljörðum á fyrsta ári, 16-20 á öðru ári, 80-100 á tíunda ári o.s.fr.v. Þegar Vatnsmýrin er fullbyggð á td. 20 árum sparar samfélagið allt að 40% í minni akstri eða allt að 200 milljarða árlega (miðað við bílafjölda2024). Minnkuð tímasóun borgarbúa vegna minni akstursþarfar gæti þá numið um 20.000-mannárum á ári eftir 20 ár. Þessum tíma, sem er að mestu tekin af gæðatíma fjölskyldna að morgni og síðdegis, á milli vinnu og svefns, væri t.d. betur varið til umönnunar barna, til sköpunar, samveru, hvíldar, félagsstarfa og tómstunda. Samfélagsvermæti þessa sóaða tíma gæti verið um 50 milljarðar kr. á ári miðað við 2,5 milljónir kr./mannár. Útblástur CO² gæti minnkað um 115.000 tonn á ári vegna róttækrar þéttingar byggðar eða um 6% á landsvísu. Þessi minnkun kostar ekki neitt, hún leiðir beint af mannvænu borgarskipulagi í Reykjavík. Í 80ár hefur ríkið hvorki greitt Reykvíkingum leigugjald né skaðabætur vegna herflugvallar í Vatnsmýri. Sé miðað við að borgarland undir flugbrautum sé 150 milljarða kr. virði gæfi 1% leigugjald af sér 1.500 milljónir kr á ári. Líklegt er að verðmæti ónýtanlegs lands undir flugbrautum og illnýtanlegs lands undir (blindaðflugs) skerðingarflötum næst flugbrautunum sé 300 – 500 milljarðar kr. Meta má uppsafnað samfélagslegt tjón í 80 ár með því að bera saman núverandi HBS við þá byggð, sem hefði ella þróast án flugs í Vatnsmýri. Núverandi byggð er amk. fjórfalt víðáttumeiri en ella og nemur tjónið þúsundum milljarða kr. Fjórföld (óþörf) útþensla hefur spillt náttúru umhverfis Reykjavík og HBS, samtals 10.000 – 12.000 ha. lands Meirihluti aðfluttra eftir 1946 settist að í glænýrri byggð utan Reykjavíkur (í Mosfellssveit, í Kópavogi og í Garðahreppi), sem myndaðist vegna reksturs herflugvallar í Vatnsmýri, sem þannig stuðlaði að því að landsbyggðarflótti varð augljóslega mun meiri en ella hefði orðið. Reykjavík sjálf varð ekki sú þétta „evrópska“ borg, sem allt stefndi í fram til ársins 1946. Eftir stríðið splundraði flugið í Vatnsmýri borgarbyggðinni. Á undraskömmum tíma breyttist hún í víðfeðma og óskilvirka flatnaskju, sem jók á fólksflutninga. Reykjavík sem þéttbyggð „evrópsk“ borg án herflugvallar hefði spornað betur gegn óheftum landsbyggðarflótta og viðvarandi atgervisflótta frá landinu (> 600 brottfluttir að meðaltali umfram aðflutta áratugum saman). „Lakari“ flugsamgöngur við Reykjavík og því meiri íbúafjöldi á landsbyggðinni hefðu vafalaust stuðlað að skilvirkari innviðum, betri meðferð vegafjár, aukinni sjálfbærni, öflugri viðspyrnu gegn kvótagreifum og þar með að meira jafnvægi í strjálbýli á Íslandi. 2001 ákváðu Reykvíkingar í almennri atkvæðagreiðslu að flugi skyldi hætt í Vatnsmýri 2016; í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var beitt opinberum fjármunum gegn hagsmunum borgarbúa. 2001 rauf samgönguráðherra einhliða samkomulag við borgarstjóra Reykjavíkur frá 1999 um samdrátt í einkaflugi og um lokun NA-SV-flugbrautar í refsingarskini vegna atkvæðagreiðslu um flugvöllinn 2001. Á árunum 1999-2002 stóð samgönguráðherra fyrir óþarfri endurbyggingu herflugvallarins í Vatnsmýri fyrir 7 milljarða kr. á núvirði til þess eins að festa flugið þar í sessi. 2005 sömdu samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur um athugun á valkostum fyrir nýjan flugvöll á HBS (ParX 2007), ma. á Hólmsheiði. 2007 kom fram í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins ParX að árlegur fórnarkostnaður þess að hafa herflugvöllinn í Vatnsmýri sé amk. 10,0 milljarðar kr. á núvirði; ParX lagði hvorki mat á jákvæð samlegðaráhrif í nærliggjandi byggð né ábata af nærliggjandi útivistarsvæðum. Í sambærilegri úttekt Samtaka um betri byggð, sem tekur með heildstæðum hætti á öllum viðkomandi þáttum, er fórnarkostnaðurinn talinn amk. fjórfaldur (40,0 milljarðar kr. á núvirði). Árið 2007 kom fram í skýrslu ParX að Hólmsheiði væri þjóðhagslega hagkvæmasti flugvallarkosturinn á höfuðborgarsvæðinu fyrir nýja miðstöð innanlandsflugsins. Árið 2015 taldi „Rögnunefndin“ að Hvassahraun væri ákjósanlegur staður fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Árið 2000 höfðu alþjóðlegir flugvallarsérfræðingar komist að sömu niðurstöðu. – Samgönguráðherra hefur dregið lappirnar í 60 ár „í leit að nýju flugvallarstæði“. Rekstrarkostnaður flestra heimila er allt of hár vegna samgöngukostnaðar. Rekstrarkostnaður margra fyritækja og stofnana er of hár vegna langra þjónustu-, dreifingar- og aðfangaleiða; vörur og þjónusta eru of dýr af sömu ástæðum; nýting mannafla er lakari en þyrfti að vera. Rekstrarkostnaður sveitarfélaga er mun meiri en ella vegna víðáttumikils samgöngukerfis, langra holræsa- og veitukerfa og langra þjónustuleiða; möguleg samnýting á aðstöðu, búnaði og mannafla skóla, dagvistarstofnana og annarra borgarstofnana er mjög takmörkuð vegna mikilla fjarlægða; skólaakstur er td. dýr og íþyngjandi. Heilsufar borgarbúa er lakara en vera þyrfti m.a. vegna streitu, offitu, ofnæmis, krabbameins, öndunarfæra-, æða- og hjartasjúkdóma o.s.fr.v. af völdum hreyfingarleysis og óheilnæms lífsstíls bílasamfélagsins, mikilla fjarlægða, tímaskorts og mengunar. Aukið álag er vegna dagvistunar barna og aldraðra; þeir sem minna mega sín eiga á hættu að einangrast; samfélagsleg samskipti og sjálft lýðræðið líða fyrir splundrun byggðarinnar. Almennt eru samlegðaráhrif og félagsauður mun minni en ella væri í þéttari byggð. Flugbrautir mynda td. óyfirstíganlegan aðskilnað mikilvægra þekkingarstofnana: Háskóla Íslands, Landspítala og Háskólans í Reykjavík. Án flugbrautanna yrði til áður óþekktur, skapandi og fjósamur samlegðarakur nýrra hugmynda og tækifæra í menningarlegri miðborg. Samheldni borgarbúa og tryggð við heimkynnin eru harla lítil í svo dreifðri byggð. Og vitund þeirra um meginhagsmuni borgarsamfélagsins er verulega skert. Borgaryfirvöld vanrækja að upplýsa íbúanna um almannahagsmuni. Það vafasama orð fer af höfuðborginni að lífsmátinn þar sé of hraður og lýjandi. Borgarbúum og gestum, bæði erlendum og utan af landi, ber saman um að höfuðborgin sé „stressuð“, allir á þönum og enginn tími til neins; líklega eru of margir úti að aka, allt of seinir eða á síðustu stundu vegna mikilla fjarlægða og öngþveitis í þungri umferð. 2007 komu fram 136 glæsilegar tillögur skipulagshöfunda víða að úr heiminum að þéttri og blandaðri miðborgarbyggð í Vatnsmýri. Árið 2000 kynntu Samtök um betri byggð drög samtakanna að skipulagi HBS og skipulag miðborgarbyggðar í Vatnsmýri fyrir 50.000 íbúa og störf. Árið 2005 kynnti Þórður Ben Sveinsson myndlistamaður hugmynd sína af BORG NÁTTÚRUNNAR fyrir 100.000 íbúa í Vatnsmýri. Kjörnir fulltrúar Reykvíkinga af landsbyggðarstýrðum landsmálaflokkum á Alþingi og í borgarstjórn hafa aldrei sinnt því að kynna borgarbúum og öðrum landsmönnum helstu hagsmuni borgarsamfélagsins og landsmanna allra; þvert á móti hafa þeir fremur veitt sjónarmiðum andstæðum borgarhagsmunum brautargengi og m.a. haldið mikilsverðum upplýsingum leyndum. Með eðlilegri uppbyggingu þéttrar og blandaðrar miðborgarbyggðar fyrir amk. 60.000 íbúa og störf og byggingu þriggja milljóna m² gólfflatar er verðmæti byggingarlands í Vatnsmýri á verðlagi 2025 um 300-500 milljarðar kr. Mikilvægi og samfélagslegt verðmæti 2.200ha lands á Nesisu vestan Elliðaáa mun stóraukast þegar Reykvíkingar endurheimta lofthelgina. Í um 80 ár hefur ráðherra samgöngumála misbeitt illa fengnu valdi misvægis atkvæða og yfirburðar ítökum í fjárlaga- og samgöngunefndum Alþingis. Í 9 manna samgöngunefnd áttu höfuðborgarbúar og Reyknesingar saman 1,42 nefndarmenn að meðaltali allan lýðveldistímann og um 2,4 að meðaltali í 11 manna fjárlaganefnd þingsins á sama tímabili. Þessar nefndir ráðstafa saman mestöllu framkvæmdafé ríkisins. Samgöngunefndin beitir sér m.a. fyrir flugvelli í Vatnsmýri. Ráðherra samgöngumála er fagráðherra allra samgangna á Íslandi, einnig samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur illu heilli einbeitt sér að því sl. 80 ár að festa flugið í sessi í Vatnsmýri en um leið vanrækt að finna góða og faglega framtíðarlausn fyrir flug á SV-horninu í sátt við íbúana til mikils tjóns fyrir höfuðborgarsamfélagið og hagsmuni flugs á Íslandi. Á sama tíma hefur ráðherrann látið undir höfuð leggjast að greina og bregðast við samhenginu á milli herflugvallar í Vatnsmýri annars vegar og hins vegar stjórnlausri útþenslu byggðar á HBS, hruni almenningssamgangna og nærþjónustu, ofvexti einkabílaflotans, umferðarslysum, mengun, losun CO2, síaukinni þörf fyrir stofnbrautir, tímatöfum vegfarenda, vaxandi umferðaröngþveiti, neikvæðum áhrifum á samfélag og neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og heilbrigði íbúa. Í ályktun af niðurstöðum athugunar, sem unnin var af Dr. Eyjólfi Inga Ásgeirssyni, Dr. Hlyni Stefánssyni, Dr. Brynhildi Davíðsdóttur og Dr. Ehsan Shafiei fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Þorstein R. Hermannsson samgöngustjóra og birt var 5. apríl 2019 segir að rafbílavæðing og aukin sparneytni bifreiða sé langt frá því að vera nægjanleg árið 2030 til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 12.12.2015. Til þurfi að koma róttæk grundvallarbreyting á borgarskipulagi Reykjavíkur (lesist: þétt miðborgarbyggð í Vatnsmýri) https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-34-1 Samgönguyfirvöld misbeita úreltri blindaðflugs heimild (ca. 2018-2025) til þess að torvelda uppbyggingu íbúðahúsnæðis við Skildinganes og Hlíðarenda. Hnattræn veðurlíköni spá fyrir um veður hvarvetna á Jörðinni í 48 klst. og því hefur ekki lengi verið þörf fyrir staðlað blindaðflug (ILS CAT I) í innlendu flugi að herflugvellinum í Vatnsmýri. Sömu yfirvöld sniðganga meðalhóf með því að krefjast fellingar allt að 3.000 trjáa í Öskjuhlíð á grundvelli sömu úreltu blindaðflugs heimildarinnar í stað þess að láta með einfaldri tilskipun hækka flugtakshorn AV-brautar um amk. eina gráðu, úr 4,5° í 5,5°. Þann 25.03.2025 höfðu um 1.600 tré verið felld. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykvíkingar fengu Vatnsmýrarlandið úr jörðunum Þóroddsstöðum, Nauthóli og Skildinganesi (Seltjarnarneshreppur hin forni) 1. janúar 1932 fyrir hratt vaxandi byggð bæjarins í ört vaxandi byggð ungrar höfuðborgar. Á árunum 1940-41 byggði Breskt hernámslið flugvöll í Vatnsmýri. Árið 1942 klauf lenging AV-flugbrautar Skildinganeshverfið í tvennt og þurftu allt að 600 íbúar að flytja í Laugarnes. Stjórnlaus útþensla byggðar (Urban Sprawl) var þar með hafin í Reykjavík. Ríkisstjórn Íslands (ráðun. Ólafs Thors 1944-1947) gerði herflugvöll Breta í Vatnsmýri að borgaralegum flugvelli 6. júlí 1946 og afhenti Flugfélagi Akureyrar til 1940 til leigufrírra afnota án nokkurrar stoðar í lögum og rétti og gegn eindregnum vilja og hagsmunum Reykvíkinga. Ári síðar var stjórnarformaður Flugfélags Akureyrar gerður Flugmálafulltrúi ríkisins og síðar Flugmálastjóri. Fram að seinna stríði óx byggð og þéttist í Reykjavík en frá 1946 til 2025 hefur þéttleiki byggðar í höfuðborginni hrunið úr 170 íbúum á hektara í tæplega 14 íb/ha á höfuðborgarsvæðinu HBS. Á 80 árum hefur byggð á HBS þanist út meira en fimmtugfalt og þekur nú 16.000 ha., á við tvöfaldan flöt Parísarborgar innan hringvegarins Périphérique (jafngildi: um 4 milljónir íbúa). Herflugvöllur í Vatnsmýri hefur orsakað hamfaraþróun byggðar í Reykjavík og á HBS, sem á sér hvergi hliðstæðu. Jöfn og stöðug tilhneiging til þéttingar byggðar fram til 1946 kúventi og breyttist á örfáum árum í þveröfuga tilhneigingu til stöðugrar og hraðrar útþynningar byggðar. Furstadæmið Mónakkó, eitt glæsilegasta byggða umhverfi heims með þremur samvöxnum smáborgum, kæmist tvisvar sinnum fyrir á því svæði, sem er nú ónýtanlegt eða illa nýtanlegt vegna flugs í Vatnsmýri (jafngildi amk. 50 þúsund íbúa og tugþúsunda starfa). Engin önnur leið er fær frá óheillabraut skelfilegrar og stjórnlausrar byggðarþróunar á HBS en þétt og blönduð miðborgarbyggð í Vatnsmýri, ma. til að greiða fyrir vaxandi nýbyggingarþörf, sporna gegn lóðarskorti, háu fasteignaverði, miklum kostnaði allra, mun lakari lífsgæðum og verri lýðheilsu en ella. Stjórnlaus útþensla byggðar (Urban Sprawl) er vel þekkt samfélagslegt mein í Norður Ameríku, í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Hún hefur ma. neikvæð áhrif efnahag, lífsgæði og innviði borganna. Um 1985 brast grunnur Strætó og nærþjónustu á höfuðborgarsvæðinu HBS. Frá þeim tíma fjölgaði einkabílum hraðar en áður. Árið 2025 eru meira en 850 bílar á hverja 1.000 íbúa á HBS (210.000), um tvöfalt fleiri en í evrópskum borgum að meðaltali. Á árinu 2024 er talið að einkabílaakstur á höfuðborgarsvæðinu geti kostað borgarsamfélagið allt að 500 milljarða kr. á ári v. rekstus ökutækja, viðhalds og reksturs innviða o.s.fr.v. (líklega vantalið!). Samfélagslegur sparnaður af minnkuðum einkabílaakstri vegna breyttrar skipulagsstefnu og róttækrar þéttingar byggðar í Vatnsmýri gæti numið allt að 2% á ári, þ.e.s. 8-10 milljörðum á fyrsta ári, 16-20 á öðru ári, 80-100 á tíunda ári o.s.fr.v. Þegar Vatnsmýrin er fullbyggð á td. 20 árum sparar samfélagið allt að 40% í minni akstri eða allt að 200 milljarða árlega (miðað við bílafjölda2024). Minnkuð tímasóun borgarbúa vegna minni akstursþarfar gæti þá numið um 20.000-mannárum á ári eftir 20 ár. Þessum tíma, sem er að mestu tekin af gæðatíma fjölskyldna að morgni og síðdegis, á milli vinnu og svefns, væri t.d. betur varið til umönnunar barna, til sköpunar, samveru, hvíldar, félagsstarfa og tómstunda. Samfélagsvermæti þessa sóaða tíma gæti verið um 50 milljarðar kr. á ári miðað við 2,5 milljónir kr./mannár. Útblástur CO² gæti minnkað um 115.000 tonn á ári vegna róttækrar þéttingar byggðar eða um 6% á landsvísu. Þessi minnkun kostar ekki neitt, hún leiðir beint af mannvænu borgarskipulagi í Reykjavík. Í 80ár hefur ríkið hvorki greitt Reykvíkingum leigugjald né skaðabætur vegna herflugvallar í Vatnsmýri. Sé miðað við að borgarland undir flugbrautum sé 150 milljarða kr. virði gæfi 1% leigugjald af sér 1.500 milljónir kr á ári. Líklegt er að verðmæti ónýtanlegs lands undir flugbrautum og illnýtanlegs lands undir (blindaðflugs) skerðingarflötum næst flugbrautunum sé 300 – 500 milljarðar kr. Meta má uppsafnað samfélagslegt tjón í 80 ár með því að bera saman núverandi HBS við þá byggð, sem hefði ella þróast án flugs í Vatnsmýri. Núverandi byggð er amk. fjórfalt víðáttumeiri en ella og nemur tjónið þúsundum milljarða kr. Fjórföld (óþörf) útþensla hefur spillt náttúru umhverfis Reykjavík og HBS, samtals 10.000 – 12.000 ha. lands Meirihluti aðfluttra eftir 1946 settist að í glænýrri byggð utan Reykjavíkur (í Mosfellssveit, í Kópavogi og í Garðahreppi), sem myndaðist vegna reksturs herflugvallar í Vatnsmýri, sem þannig stuðlaði að því að landsbyggðarflótti varð augljóslega mun meiri en ella hefði orðið. Reykjavík sjálf varð ekki sú þétta „evrópska“ borg, sem allt stefndi í fram til ársins 1946. Eftir stríðið splundraði flugið í Vatnsmýri borgarbyggðinni. Á undraskömmum tíma breyttist hún í víðfeðma og óskilvirka flatnaskju, sem jók á fólksflutninga. Reykjavík sem þéttbyggð „evrópsk“ borg án herflugvallar hefði spornað betur gegn óheftum landsbyggðarflótta og viðvarandi atgervisflótta frá landinu (> 600 brottfluttir að meðaltali umfram aðflutta áratugum saman). „Lakari“ flugsamgöngur við Reykjavík og því meiri íbúafjöldi á landsbyggðinni hefðu vafalaust stuðlað að skilvirkari innviðum, betri meðferð vegafjár, aukinni sjálfbærni, öflugri viðspyrnu gegn kvótagreifum og þar með að meira jafnvægi í strjálbýli á Íslandi. 2001 ákváðu Reykvíkingar í almennri atkvæðagreiðslu að flugi skyldi hætt í Vatnsmýri 2016; í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var beitt opinberum fjármunum gegn hagsmunum borgarbúa. 2001 rauf samgönguráðherra einhliða samkomulag við borgarstjóra Reykjavíkur frá 1999 um samdrátt í einkaflugi og um lokun NA-SV-flugbrautar í refsingarskini vegna atkvæðagreiðslu um flugvöllinn 2001. Á árunum 1999-2002 stóð samgönguráðherra fyrir óþarfri endurbyggingu herflugvallarins í Vatnsmýri fyrir 7 milljarða kr. á núvirði til þess eins að festa flugið þar í sessi. 2005 sömdu samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur um athugun á valkostum fyrir nýjan flugvöll á HBS (ParX 2007), ma. á Hólmsheiði. 2007 kom fram í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins ParX að árlegur fórnarkostnaður þess að hafa herflugvöllinn í Vatnsmýri sé amk. 10,0 milljarðar kr. á núvirði; ParX lagði hvorki mat á jákvæð samlegðaráhrif í nærliggjandi byggð né ábata af nærliggjandi útivistarsvæðum. Í sambærilegri úttekt Samtaka um betri byggð, sem tekur með heildstæðum hætti á öllum viðkomandi þáttum, er fórnarkostnaðurinn talinn amk. fjórfaldur (40,0 milljarðar kr. á núvirði). Árið 2007 kom fram í skýrslu ParX að Hólmsheiði væri þjóðhagslega hagkvæmasti flugvallarkosturinn á höfuðborgarsvæðinu fyrir nýja miðstöð innanlandsflugsins. Árið 2015 taldi „Rögnunefndin“ að Hvassahraun væri ákjósanlegur staður fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Árið 2000 höfðu alþjóðlegir flugvallarsérfræðingar komist að sömu niðurstöðu. – Samgönguráðherra hefur dregið lappirnar í 60 ár „í leit að nýju flugvallarstæði“. Rekstrarkostnaður flestra heimila er allt of hár vegna samgöngukostnaðar. Rekstrarkostnaður margra fyritækja og stofnana er of hár vegna langra þjónustu-, dreifingar- og aðfangaleiða; vörur og þjónusta eru of dýr af sömu ástæðum; nýting mannafla er lakari en þyrfti að vera. Rekstrarkostnaður sveitarfélaga er mun meiri en ella vegna víðáttumikils samgöngukerfis, langra holræsa- og veitukerfa og langra þjónustuleiða; möguleg samnýting á aðstöðu, búnaði og mannafla skóla, dagvistarstofnana og annarra borgarstofnana er mjög takmörkuð vegna mikilla fjarlægða; skólaakstur er td. dýr og íþyngjandi. Heilsufar borgarbúa er lakara en vera þyrfti m.a. vegna streitu, offitu, ofnæmis, krabbameins, öndunarfæra-, æða- og hjartasjúkdóma o.s.fr.v. af völdum hreyfingarleysis og óheilnæms lífsstíls bílasamfélagsins, mikilla fjarlægða, tímaskorts og mengunar. Aukið álag er vegna dagvistunar barna og aldraðra; þeir sem minna mega sín eiga á hættu að einangrast; samfélagsleg samskipti og sjálft lýðræðið líða fyrir splundrun byggðarinnar. Almennt eru samlegðaráhrif og félagsauður mun minni en ella væri í þéttari byggð. Flugbrautir mynda td. óyfirstíganlegan aðskilnað mikilvægra þekkingarstofnana: Háskóla Íslands, Landspítala og Háskólans í Reykjavík. Án flugbrautanna yrði til áður óþekktur, skapandi og fjósamur samlegðarakur nýrra hugmynda og tækifæra í menningarlegri miðborg. Samheldni borgarbúa og tryggð við heimkynnin eru harla lítil í svo dreifðri byggð. Og vitund þeirra um meginhagsmuni borgarsamfélagsins er verulega skert. Borgaryfirvöld vanrækja að upplýsa íbúanna um almannahagsmuni. Það vafasama orð fer af höfuðborginni að lífsmátinn þar sé of hraður og lýjandi. Borgarbúum og gestum, bæði erlendum og utan af landi, ber saman um að höfuðborgin sé „stressuð“, allir á þönum og enginn tími til neins; líklega eru of margir úti að aka, allt of seinir eða á síðustu stundu vegna mikilla fjarlægða og öngþveitis í þungri umferð. 2007 komu fram 136 glæsilegar tillögur skipulagshöfunda víða að úr heiminum að þéttri og blandaðri miðborgarbyggð í Vatnsmýri. Árið 2000 kynntu Samtök um betri byggð drög samtakanna að skipulagi HBS og skipulag miðborgarbyggðar í Vatnsmýri fyrir 50.000 íbúa og störf. Árið 2005 kynnti Þórður Ben Sveinsson myndlistamaður hugmynd sína af BORG NÁTTÚRUNNAR fyrir 100.000 íbúa í Vatnsmýri. Kjörnir fulltrúar Reykvíkinga af landsbyggðarstýrðum landsmálaflokkum á Alþingi og í borgarstjórn hafa aldrei sinnt því að kynna borgarbúum og öðrum landsmönnum helstu hagsmuni borgarsamfélagsins og landsmanna allra; þvert á móti hafa þeir fremur veitt sjónarmiðum andstæðum borgarhagsmunum brautargengi og m.a. haldið mikilsverðum upplýsingum leyndum. Með eðlilegri uppbyggingu þéttrar og blandaðrar miðborgarbyggðar fyrir amk. 60.000 íbúa og störf og byggingu þriggja milljóna m² gólfflatar er verðmæti byggingarlands í Vatnsmýri á verðlagi 2025 um 300-500 milljarðar kr. Mikilvægi og samfélagslegt verðmæti 2.200ha lands á Nesisu vestan Elliðaáa mun stóraukast þegar Reykvíkingar endurheimta lofthelgina. Í um 80 ár hefur ráðherra samgöngumála misbeitt illa fengnu valdi misvægis atkvæða og yfirburðar ítökum í fjárlaga- og samgöngunefndum Alþingis. Í 9 manna samgöngunefnd áttu höfuðborgarbúar og Reyknesingar saman 1,42 nefndarmenn að meðaltali allan lýðveldistímann og um 2,4 að meðaltali í 11 manna fjárlaganefnd þingsins á sama tímabili. Þessar nefndir ráðstafa saman mestöllu framkvæmdafé ríkisins. Samgöngunefndin beitir sér m.a. fyrir flugvelli í Vatnsmýri. Ráðherra samgöngumála er fagráðherra allra samgangna á Íslandi, einnig samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur illu heilli einbeitt sér að því sl. 80 ár að festa flugið í sessi í Vatnsmýri en um leið vanrækt að finna góða og faglega framtíðarlausn fyrir flug á SV-horninu í sátt við íbúana til mikils tjóns fyrir höfuðborgarsamfélagið og hagsmuni flugs á Íslandi. Á sama tíma hefur ráðherrann látið undir höfuð leggjast að greina og bregðast við samhenginu á milli herflugvallar í Vatnsmýri annars vegar og hins vegar stjórnlausri útþenslu byggðar á HBS, hruni almenningssamgangna og nærþjónustu, ofvexti einkabílaflotans, umferðarslysum, mengun, losun CO2, síaukinni þörf fyrir stofnbrautir, tímatöfum vegfarenda, vaxandi umferðaröngþveiti, neikvæðum áhrifum á samfélag og neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og heilbrigði íbúa. Í ályktun af niðurstöðum athugunar, sem unnin var af Dr. Eyjólfi Inga Ásgeirssyni, Dr. Hlyni Stefánssyni, Dr. Brynhildi Davíðsdóttur og Dr. Ehsan Shafiei fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Þorstein R. Hermannsson samgöngustjóra og birt var 5. apríl 2019 segir að rafbílavæðing og aukin sparneytni bifreiða sé langt frá því að vera nægjanleg árið 2030 til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 12.12.2015. Til þurfi að koma róttæk grundvallarbreyting á borgarskipulagi Reykjavíkur (lesist: þétt miðborgarbyggð í Vatnsmýri) https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-34-1 Samgönguyfirvöld misbeita úreltri blindaðflugs heimild (ca. 2018-2025) til þess að torvelda uppbyggingu íbúðahúsnæðis við Skildinganes og Hlíðarenda. Hnattræn veðurlíköni spá fyrir um veður hvarvetna á Jörðinni í 48 klst. og því hefur ekki lengi verið þörf fyrir staðlað blindaðflug (ILS CAT I) í innlendu flugi að herflugvellinum í Vatnsmýri. Sömu yfirvöld sniðganga meðalhóf með því að krefjast fellingar allt að 3.000 trjáa í Öskjuhlíð á grundvelli sömu úreltu blindaðflugs heimildarinnar í stað þess að láta með einfaldri tilskipun hækka flugtakshorn AV-brautar um amk. eina gráðu, úr 4,5° í 5,5°. Þann 25.03.2025 höfðu um 1.600 tré verið felld. Höfundur er arkitekt.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun