Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Harpa Barkardóttir skrifar 24. júní 2025 09:30 Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, biðla til stjórnvalda um að gera Eyjafjörð að friðunarsvæði fyrir sjókvíaeldi. Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Fyrir 5 árum var í burðarliðnum ámóta verkefni, 20.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum í Eyjafirði. Á þeim tíma samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að leggja til við þáverandi ráðherra atvinnuvega og nýsköpunar, Kristján Þór Júlíusson, að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir fiskeldi í sjókvíum. Fleiri sveitarfélög við fjörðinn tóku í sama streng, afstaðan var nokkuð afdráttarlaus. Í kjölfarið óskaði ráðherra eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um hvort stofnunin teldi að takmarka skyldi eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Skemst er frá því að segja að í svari stofnunarinnar við erindi ráðuneytis stendur m.a.; “Hafrannsóknarstofnun telur tifefni til þess að banna fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Ástæður þess eru staða villtra stofna laxfiska, þá sérstaklega bleikju og hugsanleg neikvæð áhrif á lífríki fjarðarins.” Við hljótum að geta gengið út frá því að þessi afdráttarlausa niðurstaða Hafrannsóknarstofnunar standi nú fimm árum síðar. Í nýlegu lögfræðiáliti um stöðu sveitarfélaga m.t.t. burðarþolsmats vegna fiskeldis segir að löggjafinn hafi ekki tryggt sveitarfélögum næga aðkomu að framkvæmd laga um fiskeldi. Frumskylda sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa sinna og starfræksla sjókvíaeldis af þeirri stærðargráðu sem um ræðir hefur mikil áhrif á hagsmuni íbúa alls staðar í Eyjafirði, í dag og um ókomna tíð. Lífríki fjarðarins er í húfi. Ásýnd hans og orðstír einnig. Virkasta úrræði sveitarfélaga er að hafa áhrif á umræðuna áður en ráðherra tekur ákvörðun um burðarþolsmat. Tíminn er núna. Þótt ráðherra sé ekki skylt að leita álits sveitarfélaga lögum samkvæmt skulum við treysta því að hann gangi málefnalega til borðs og leiti eftir og taki tillit til þess sem hlutaðeigandi sveitarfélög og íbúar þeirra hafa um málið að segja. Til þess að fiskeldi eigi sér blómlega framtíð þarf að vanda það hvernig áframhaldandi uppbygging skuli eiga sér stað. Það er hægt að skapa sátt milli öflugrar matvælaframleiðslu og verndunar á dýrmætum vistkerfum. Sú sátt næst með nútímalegum lausnum, en ekki með tugþúsunda tonna framleiðslu í opnum sjókvíum í Eyjafirði. Lærdómurinn af átökunum á Seyðisfirði þarf að vera okkur víti til varnaðar. Þar hafa íbúar mátt horfa upp á að áform um sjókvíaeldi eru keyrð áfram þvert á yfirlýstan vilja mikils meirihluta íbúa. Kerfið virðist hafa tekið völdin; hver stofnunin bendir á aðra og ábyrgðin týnist á milli stjórnsýslustiga á meðan vilji heimamanna er virtur að vettugi. Slíka atburðarás verðum við að stöðva í fæðingu hér í Eyjafirði. Tökum höndum saman, stöndum vörð um fjörðinn okkar. Höfundur situr í stjórn SUNN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Akureyri Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Fjallabyggð Hörgársveit Grýtubakkahreppur Eyjafjarðarsveit Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, biðla til stjórnvalda um að gera Eyjafjörð að friðunarsvæði fyrir sjókvíaeldi. Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Fyrir 5 árum var í burðarliðnum ámóta verkefni, 20.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum í Eyjafirði. Á þeim tíma samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að leggja til við þáverandi ráðherra atvinnuvega og nýsköpunar, Kristján Þór Júlíusson, að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir fiskeldi í sjókvíum. Fleiri sveitarfélög við fjörðinn tóku í sama streng, afstaðan var nokkuð afdráttarlaus. Í kjölfarið óskaði ráðherra eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um hvort stofnunin teldi að takmarka skyldi eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Skemst er frá því að segja að í svari stofnunarinnar við erindi ráðuneytis stendur m.a.; “Hafrannsóknarstofnun telur tifefni til þess að banna fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Ástæður þess eru staða villtra stofna laxfiska, þá sérstaklega bleikju og hugsanleg neikvæð áhrif á lífríki fjarðarins.” Við hljótum að geta gengið út frá því að þessi afdráttarlausa niðurstaða Hafrannsóknarstofnunar standi nú fimm árum síðar. Í nýlegu lögfræðiáliti um stöðu sveitarfélaga m.t.t. burðarþolsmats vegna fiskeldis segir að löggjafinn hafi ekki tryggt sveitarfélögum næga aðkomu að framkvæmd laga um fiskeldi. Frumskylda sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa sinna og starfræksla sjókvíaeldis af þeirri stærðargráðu sem um ræðir hefur mikil áhrif á hagsmuni íbúa alls staðar í Eyjafirði, í dag og um ókomna tíð. Lífríki fjarðarins er í húfi. Ásýnd hans og orðstír einnig. Virkasta úrræði sveitarfélaga er að hafa áhrif á umræðuna áður en ráðherra tekur ákvörðun um burðarþolsmat. Tíminn er núna. Þótt ráðherra sé ekki skylt að leita álits sveitarfélaga lögum samkvæmt skulum við treysta því að hann gangi málefnalega til borðs og leiti eftir og taki tillit til þess sem hlutaðeigandi sveitarfélög og íbúar þeirra hafa um málið að segja. Til þess að fiskeldi eigi sér blómlega framtíð þarf að vanda það hvernig áframhaldandi uppbygging skuli eiga sér stað. Það er hægt að skapa sátt milli öflugrar matvælaframleiðslu og verndunar á dýrmætum vistkerfum. Sú sátt næst með nútímalegum lausnum, en ekki með tugþúsunda tonna framleiðslu í opnum sjókvíum í Eyjafirði. Lærdómurinn af átökunum á Seyðisfirði þarf að vera okkur víti til varnaðar. Þar hafa íbúar mátt horfa upp á að áform um sjókvíaeldi eru keyrð áfram þvert á yfirlýstan vilja mikils meirihluta íbúa. Kerfið virðist hafa tekið völdin; hver stofnunin bendir á aðra og ábyrgðin týnist á milli stjórnsýslustiga á meðan vilji heimamanna er virtur að vettugi. Slíka atburðarás verðum við að stöðva í fæðingu hér í Eyjafirði. Tökum höndum saman, stöndum vörð um fjörðinn okkar. Höfundur situr í stjórn SUNN.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun