Á flandri í klandri Jens Garðar Helgason skrifar 23. júní 2025 13:03 Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun