Hverjir borga leikskólann í Kópavogi? Örn Arnarson skrifar 23. júní 2025 12:02 Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun