Tökum samtalið Gunnþór Ingvason skrifar 23. júní 2025 09:01 Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Gunnþór Ingvason Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun