Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 08:49 Tekjur af ferðaþjónustu eru aðeins minni en í fyrra. Vísir/Anton Brink Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær. Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2025 námu 108,5 milljörðum króna samanborið við 103,8 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2024. Á tólf mánaða tímabili, frá apríl 2024 til mars 2025, voru tekjur af erlendum ferðamönnum 623,8 milljarðar króna samanborið við 612,9 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður. Þar kemur einnig fram að fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 29.741 í apríl 2025 sem sé eins prósenta samdráttur samanborið við apríl 2024. Á tólf mánaða tímabili frá maí 2024 til apríl 2025 störfuðu að jafnaði um 31.407 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.721 fyrir sama tímabil frá árinu áður. Samkvæmt gögnum frá ISAVIA, - flugvéla- og farþegahreyfingar: Talningar á brottförum, komum og skiptifarþegum sem eru tvítaldir og sundurliðun á farþegum eftir ríkisfangi frá Ferðamálastofu. Samtala farþega eftir ríkisfangi stemmir ekki við heildarfjölda brottfara þar sem ekki er notuð sama gagnalindin. Brottfarir eru fengnar frá ISAVIA og innihalda allar flugtegundir en Ferðamálastofa (gögn eftir ríkisfangi) notar tölur um áætlunar- og leiguflug.Hagstofa Íslands Í gögnum Hagstofunnar kemur einnig fram að gistinóttum fækkaði. Gistinætur á hótelum í apríl 2025 voru 369.411 samanborið við 331.880 í apríl 2024. Brottfarir fleiri Þá voru í maí 226.257 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 210.872 í maí 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 159.384 samanborið við 157.366 í maí 2024. Brottfarir farþega með íslenskt ríkisfang voru 53.232 í apríl 2024 en 66.772 í maí á þessu ári. Þar er um að ræða 25 prósenta aukningu. Gögn fengin úr staðgreiðsluskrá hjá Skattinum. Hagstofa Íslands Í hagvísinum er einnig að finna gögn um umferð á hringveginum en töluverð aukning er á umferð í öllum landshlutum. Mesta umferðaraukningin er á Vesturlandi en mesta umferðin á Suðurlandi og minnsta á Austurlandi. Í útgáfunni er einnig að finna tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA. Ferðaþjónusta Efnahagsmál Hótel á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2025 námu 108,5 milljörðum króna samanborið við 103,8 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2024. Á tólf mánaða tímabili, frá apríl 2024 til mars 2025, voru tekjur af erlendum ferðamönnum 623,8 milljarðar króna samanborið við 612,9 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður. Þar kemur einnig fram að fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 29.741 í apríl 2025 sem sé eins prósenta samdráttur samanborið við apríl 2024. Á tólf mánaða tímabili frá maí 2024 til apríl 2025 störfuðu að jafnaði um 31.407 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.721 fyrir sama tímabil frá árinu áður. Samkvæmt gögnum frá ISAVIA, - flugvéla- og farþegahreyfingar: Talningar á brottförum, komum og skiptifarþegum sem eru tvítaldir og sundurliðun á farþegum eftir ríkisfangi frá Ferðamálastofu. Samtala farþega eftir ríkisfangi stemmir ekki við heildarfjölda brottfara þar sem ekki er notuð sama gagnalindin. Brottfarir eru fengnar frá ISAVIA og innihalda allar flugtegundir en Ferðamálastofa (gögn eftir ríkisfangi) notar tölur um áætlunar- og leiguflug.Hagstofa Íslands Í gögnum Hagstofunnar kemur einnig fram að gistinóttum fækkaði. Gistinætur á hótelum í apríl 2025 voru 369.411 samanborið við 331.880 í apríl 2024. Brottfarir fleiri Þá voru í maí 226.257 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 210.872 í maí 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 159.384 samanborið við 157.366 í maí 2024. Brottfarir farþega með íslenskt ríkisfang voru 53.232 í apríl 2024 en 66.772 í maí á þessu ári. Þar er um að ræða 25 prósenta aukningu. Gögn fengin úr staðgreiðsluskrá hjá Skattinum. Hagstofa Íslands Í hagvísinum er einnig að finna gögn um umferð á hringveginum en töluverð aukning er á umferð í öllum landshlutum. Mesta umferðaraukningin er á Vesturlandi en mesta umferðin á Suðurlandi og minnsta á Austurlandi. Í útgáfunni er einnig að finna tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.
Ferðaþjónusta Efnahagsmál Hótel á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira