Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2025 06:02 Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Þórdís Jóna Sigurðardóttir Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun