Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2025 06:02 Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Þórdís Jóna Sigurðardóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun