Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 19. júní 2025 09:02 Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn. Fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað. Umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi. Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans. Höfundur er bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Umhverfismál Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn. Fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað. Umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi. Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans. Höfundur er bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun