Þar sem fegurðin ríkir ein Halldór Eiríksson skrifar 17. júní 2025 14:31 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“ Var þessi málsgrein algerlega út úr samhengi við restina af greininni, sem fjallaði um úttekt IER á framkvæmd við Brákaborg, en í þeirri skýrslu er nánast ekkert fjallað um arkitekta framkvæmdarinnar, íburð, minnismerki og sannarlega ekkert um nýjar eða framúrstefnulegar lausnir og engin dæmi eru tekin önnur sem geti skýrt þennan sleggjudóm. Degi áður hélt Sverrir Jóhannesson deildarstjóri fasteignadeildar FSRE fyrirlestur á málþinginu „Byggjum til framtíðar“ í HR. Þar sagði hann orðrétt: „Af því að við erum Ríkið, þá eigum við að gera fansí og flott hús og þá bitnar það oft á gæðum og rekstri“. Samhliða því var hann með skyggnu sem á stóð: „Finna þarf jafnvægi í hönnun (fagurfræði), gæðum og rekstri […] Fagurfræði má ekki vera ráðandi og þarf að byggjast á lausnum sem nýtast vel og krefjast lágmarks rekstrarviðhalds“. Rétt er að gæta sannmælis og hafa með að á skyggnunni kom einnig fram: „Við byggjum vandaðar byggingar þegar arkitektar, verkfræðingar, rekstraraðilar og notendur vinna saman frá upphafi“. Í báðum þessum tilfellum, og þau eru ekki einsdæmi, falla höfundar í þá hugsanavillu að fegurð mannvirkis og notagildi þess séu „zero sum“, þ.e. að sé annað aukið sé það á kostnað hins. Þetta stenst hins vegar ekki – það er einmitt aðalsmerki góðs arkitektúrs að sameina þetta tvennt. Skoðum það nánar: Arkitektar velja ekki lóð verkefnisins, hlutverk byggingar eða það fjármagn sem í verkefnið er lagt. Þeir svara þörfum eiganda og notenda innan ramma skipulags- og byggingareglugerðar. Hönnunarverkefnið felst í því að taka þessar óskyldu kröfur, samhliða menningarlegum, sögulegum og listrænum áhrifaþáttum og gera úr því heildstætt verk – góða hönnun. Starf arkitekta felur þannig í sér uppröðun og samsetningu rýma út frá þörfum eiganda og notenda þess. Samhliða því fer fram formmótun á mannvirkinu út frá innra skipulagi, ytri aðstæðum, menningu og sögu. Þannig eru form, útlit og innra skipulag unnin samhliða þar sem allir þættirnir fléttast saman. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um val á einstökum lausnum í efnisvali og innkaupum; um samspil á milli verðs og gæða en lausnin hverju sinni þarf að byggjast á skilningi á markmiðum og áherslum í hverju verki á hverjum tíma. Það er því svo mikil einföldun að það er beinlínis rangt, að taka allt hönnunarferlið og slíta það í sundur í nytjar og fagurfræði á grunni vals á einstaka byggingahlutum. Andri Snær Magnason benti á það fyrir mörgum árum að rangt staðsettur gluggi væri jafn dýr í framkvæmd og rétt staðsettur. Fegurð bygginga skiptir máli - menningarlega og þjóðhagslega. Opinberir verkkaupar eiga að gera skýlausar kröfur um fagurfræði, en þá líka með þeim skilningi að slík krafa afsakar engan afslátt á ítrustu nytsemi byggingarinnar. Það sem Kjartan vísar í sem löngunina til að reisa sér minnismerki er einmitt það sem gerir arkitektinn að besta bandamanni verkkaupa við mannvirkjagerð. Langtímahagsmunir og orðspor arkitektsins í krafti fagurs og nytsamlegs húss fara algerlega saman við metnað verkkaupa. Ef verkkaupi hefur skýr líftímamarkmið fyrir bygginguna, ígrundaða kostnaðaráætlun og gott samráð við notendur, eiga hann og arkitektinn að geta leitt verkefnið farsællega í höfn. Það er nefnilega merkingaleysa og ekki gagnlegt í umræðu um arkitektúr að aðskilja fagurfræði og notagildi, það eru til orð um vel heppnaða samþættingu þessara þátta - góður arkitektúr – og hann á alltaf við. Höfundur er arkitekt og formaður Samtaka Arkitektastofa; SAMARK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Skipulag Borgarstjórn Byggingariðnaður Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“ Var þessi málsgrein algerlega út úr samhengi við restina af greininni, sem fjallaði um úttekt IER á framkvæmd við Brákaborg, en í þeirri skýrslu er nánast ekkert fjallað um arkitekta framkvæmdarinnar, íburð, minnismerki og sannarlega ekkert um nýjar eða framúrstefnulegar lausnir og engin dæmi eru tekin önnur sem geti skýrt þennan sleggjudóm. Degi áður hélt Sverrir Jóhannesson deildarstjóri fasteignadeildar FSRE fyrirlestur á málþinginu „Byggjum til framtíðar“ í HR. Þar sagði hann orðrétt: „Af því að við erum Ríkið, þá eigum við að gera fansí og flott hús og þá bitnar það oft á gæðum og rekstri“. Samhliða því var hann með skyggnu sem á stóð: „Finna þarf jafnvægi í hönnun (fagurfræði), gæðum og rekstri […] Fagurfræði má ekki vera ráðandi og þarf að byggjast á lausnum sem nýtast vel og krefjast lágmarks rekstrarviðhalds“. Rétt er að gæta sannmælis og hafa með að á skyggnunni kom einnig fram: „Við byggjum vandaðar byggingar þegar arkitektar, verkfræðingar, rekstraraðilar og notendur vinna saman frá upphafi“. Í báðum þessum tilfellum, og þau eru ekki einsdæmi, falla höfundar í þá hugsanavillu að fegurð mannvirkis og notagildi þess séu „zero sum“, þ.e. að sé annað aukið sé það á kostnað hins. Þetta stenst hins vegar ekki – það er einmitt aðalsmerki góðs arkitektúrs að sameina þetta tvennt. Skoðum það nánar: Arkitektar velja ekki lóð verkefnisins, hlutverk byggingar eða það fjármagn sem í verkefnið er lagt. Þeir svara þörfum eiganda og notenda innan ramma skipulags- og byggingareglugerðar. Hönnunarverkefnið felst í því að taka þessar óskyldu kröfur, samhliða menningarlegum, sögulegum og listrænum áhrifaþáttum og gera úr því heildstætt verk – góða hönnun. Starf arkitekta felur þannig í sér uppröðun og samsetningu rýma út frá þörfum eiganda og notenda þess. Samhliða því fer fram formmótun á mannvirkinu út frá innra skipulagi, ytri aðstæðum, menningu og sögu. Þannig eru form, útlit og innra skipulag unnin samhliða þar sem allir þættirnir fléttast saman. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um val á einstökum lausnum í efnisvali og innkaupum; um samspil á milli verðs og gæða en lausnin hverju sinni þarf að byggjast á skilningi á markmiðum og áherslum í hverju verki á hverjum tíma. Það er því svo mikil einföldun að það er beinlínis rangt, að taka allt hönnunarferlið og slíta það í sundur í nytjar og fagurfræði á grunni vals á einstaka byggingahlutum. Andri Snær Magnason benti á það fyrir mörgum árum að rangt staðsettur gluggi væri jafn dýr í framkvæmd og rétt staðsettur. Fegurð bygginga skiptir máli - menningarlega og þjóðhagslega. Opinberir verkkaupar eiga að gera skýlausar kröfur um fagurfræði, en þá líka með þeim skilningi að slík krafa afsakar engan afslátt á ítrustu nytsemi byggingarinnar. Það sem Kjartan vísar í sem löngunina til að reisa sér minnismerki er einmitt það sem gerir arkitektinn að besta bandamanni verkkaupa við mannvirkjagerð. Langtímahagsmunir og orðspor arkitektsins í krafti fagurs og nytsamlegs húss fara algerlega saman við metnað verkkaupa. Ef verkkaupi hefur skýr líftímamarkmið fyrir bygginguna, ígrundaða kostnaðaráætlun og gott samráð við notendur, eiga hann og arkitektinn að geta leitt verkefnið farsællega í höfn. Það er nefnilega merkingaleysa og ekki gagnlegt í umræðu um arkitektúr að aðskilja fagurfræði og notagildi, það eru til orð um vel heppnaða samþættingu þessara þátta - góður arkitektúr – og hann á alltaf við. Höfundur er arkitekt og formaður Samtaka Arkitektastofa; SAMARK.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar