Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 17. júní 2025 08:30 Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun