Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 17. júní 2025 08:30 Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar