Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 19. júní 2025 08:03 Á kvennaárinu 2025 minnumst við ótal viðburða sem snerta baráttusögu kvenna hér á landi. Heil 50 ár eru liðin frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og þar með frá fyrsta kvennaverkfallinu 24. okt. eða kvennafrídeginum eins og hann var kallaður. Á kvenréttindadaginn 19. júní verða 110 ár liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Á þessum tíma fengu karlar kosningarétt 25 ára. Kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim vegna þess vantrausts sem konum var sýnt. Aldursmarkið átti síðan að lækka um eitt ár á ári þannig að jafnrétti yrði náð 1930. Á þessu varð þó breyting því árið 1920 tók ný stjórnarskrá gildi og þá fengu konur og karlar jafnan rétt. Rök íslenska feðraveldisins fyrir 40 ára markinu voru þau að konur væru ekki nógu þroskaðar og þyrftu aðlögun en ástæðan var auðvitað sú að karlveldið óttaðist að mikill fjöldi nýrra kjósenda myndi raska valdakerfinu. Frá 1908 höfðu konur boðið fram kvennalista til bæjarstjórna á nokkrum stöðum á landinu með góðum árangri. Voru þær ekki til alls vísar? Kvennahreyfingin fagnaði kosningaréttinum með glæsilegri útisamkomu á Austurvelli 7. júlí þar sem 200 ljósklæddar meyjar gengu fylktu liði frá Miðbæjarbarnaskólanum að Austurvelli. Jafnframt ákváðu konurnar að halda upp á kosningaréttinn með því að hefja söfnun fjár fyrir Landspítala. Næstu ár var haldið upp á 19. júní með alls konar skemmtunum og söfnun fyrir Landspítalasjóðinn. Mörg hafa velt fyrir sér hvers vegna konurnar ákváðu að ýta á byggingu spítala í stað þess að auka pólitísk völd kvenna. Á þessum tíma geisaði fyrri heimsstyrjöldin, vöruverð hækkaði jafnt og þétt, heilbrigðisástand var slæmt, fátækt mikil og atvinnuleysi landlægt. Berklar hjuggu sífellt skörð í raðir Íslendinga og gerðu ekki greinarmun á háum og lágum, ríkum eða fátækum. Konur fæddu heima og hver hugsaði um veikt og gamalt fólk sem lá í heimahúsum? Auðvitað konurnar. Það var því mikið hagsmunamál kvenna að bæta aðstöðu sjúklinga og fæðandi kvenna. Þessi aðgerð var líka í samræmi við þá ríkjandi hugmynd að erindi kvenna út á opinbera sviðið væri að bæta það sem karlarnir sáu ekki eða vildu ekki sinna. Bríet skrifaði 1915: „Konurnar eiga að vera nýr kraftur í þjóðfélagsstarfseminni. Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilfinningu, meiri mannúð og næmari skilning á þjóðfélagsmeinunum en karlmennirnir sem orðnir eru þeim svo vanir að þeir sjá þau ekki.“ Mikið vatn er til sjávar runnið frá tímum Bríetar og annarra baráttukvenna. Þótt mikill árangur hafi náðst, með róttækum aðgerðum kvenna og samstöðu, blasa „þjóðfélagsmeinin“ enn við okkur, 110 árum síðar. Hagstofan staðfesti nýlega að launamisrétti kynjanna er enn til staðar. Mörg mikilvæg kvennastörf eru illilega vanmetin sem heldur konum í fátækt og valdaleysi. Ofbeldi gegn konum er faraldur sem kveða þarf niður með öllum tiltækum ráðum. Menningin er enn mjög karllæg og ekki stýra konur fjármagninu og stórfyrirtækjunum sem valdið hafa. Því miður fer þeim röddum fjölgandi sem telja kvennabaráttu og femíníska hugmyndafræði af hinu illa og ráðast af hörku gegn réttindum hinsegin fólks. Bakslag blasir við okkur víða um heim sem bregðast þarf við strax. Sameinuð íslensk kvennahreyfing og kvár birtu kröfur sínar í kvennaverkfallinu mikla 2023. Fyrir kosningarnar 2024 fengu fulltrúar stjórnmálaflokkanna þær í hendur með þeim skilaboðum að þau fengju eitt ár til að hrinda þeim í framkvæmd. Síðan var haldinn framboðsfundur til að ítreka kröfurnar. Nú er að ýta á eftir bráðnauðsynlegum umbótum. Mikilvægasta verkefni kvennahreyfingarinnar nú er þó að efla samstöðu kvenna og kvára sem og allra þeirra sem vilja og ætla að standa vörð um kynjajafnrétti og mannréttindi fyrir okkur öll. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar kvennaárs. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á kvennaárinu 2025 minnumst við ótal viðburða sem snerta baráttusögu kvenna hér á landi. Heil 50 ár eru liðin frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og þar með frá fyrsta kvennaverkfallinu 24. okt. eða kvennafrídeginum eins og hann var kallaður. Á kvenréttindadaginn 19. júní verða 110 ár liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Á þessum tíma fengu karlar kosningarétt 25 ára. Kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim vegna þess vantrausts sem konum var sýnt. Aldursmarkið átti síðan að lækka um eitt ár á ári þannig að jafnrétti yrði náð 1930. Á þessu varð þó breyting því árið 1920 tók ný stjórnarskrá gildi og þá fengu konur og karlar jafnan rétt. Rök íslenska feðraveldisins fyrir 40 ára markinu voru þau að konur væru ekki nógu þroskaðar og þyrftu aðlögun en ástæðan var auðvitað sú að karlveldið óttaðist að mikill fjöldi nýrra kjósenda myndi raska valdakerfinu. Frá 1908 höfðu konur boðið fram kvennalista til bæjarstjórna á nokkrum stöðum á landinu með góðum árangri. Voru þær ekki til alls vísar? Kvennahreyfingin fagnaði kosningaréttinum með glæsilegri útisamkomu á Austurvelli 7. júlí þar sem 200 ljósklæddar meyjar gengu fylktu liði frá Miðbæjarbarnaskólanum að Austurvelli. Jafnframt ákváðu konurnar að halda upp á kosningaréttinn með því að hefja söfnun fjár fyrir Landspítala. Næstu ár var haldið upp á 19. júní með alls konar skemmtunum og söfnun fyrir Landspítalasjóðinn. Mörg hafa velt fyrir sér hvers vegna konurnar ákváðu að ýta á byggingu spítala í stað þess að auka pólitísk völd kvenna. Á þessum tíma geisaði fyrri heimsstyrjöldin, vöruverð hækkaði jafnt og þétt, heilbrigðisástand var slæmt, fátækt mikil og atvinnuleysi landlægt. Berklar hjuggu sífellt skörð í raðir Íslendinga og gerðu ekki greinarmun á háum og lágum, ríkum eða fátækum. Konur fæddu heima og hver hugsaði um veikt og gamalt fólk sem lá í heimahúsum? Auðvitað konurnar. Það var því mikið hagsmunamál kvenna að bæta aðstöðu sjúklinga og fæðandi kvenna. Þessi aðgerð var líka í samræmi við þá ríkjandi hugmynd að erindi kvenna út á opinbera sviðið væri að bæta það sem karlarnir sáu ekki eða vildu ekki sinna. Bríet skrifaði 1915: „Konurnar eiga að vera nýr kraftur í þjóðfélagsstarfseminni. Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilfinningu, meiri mannúð og næmari skilning á þjóðfélagsmeinunum en karlmennirnir sem orðnir eru þeim svo vanir að þeir sjá þau ekki.“ Mikið vatn er til sjávar runnið frá tímum Bríetar og annarra baráttukvenna. Þótt mikill árangur hafi náðst, með róttækum aðgerðum kvenna og samstöðu, blasa „þjóðfélagsmeinin“ enn við okkur, 110 árum síðar. Hagstofan staðfesti nýlega að launamisrétti kynjanna er enn til staðar. Mörg mikilvæg kvennastörf eru illilega vanmetin sem heldur konum í fátækt og valdaleysi. Ofbeldi gegn konum er faraldur sem kveða þarf niður með öllum tiltækum ráðum. Menningin er enn mjög karllæg og ekki stýra konur fjármagninu og stórfyrirtækjunum sem valdið hafa. Því miður fer þeim röddum fjölgandi sem telja kvennabaráttu og femíníska hugmyndafræði af hinu illa og ráðast af hörku gegn réttindum hinsegin fólks. Bakslag blasir við okkur víða um heim sem bregðast þarf við strax. Sameinuð íslensk kvennahreyfing og kvár birtu kröfur sínar í kvennaverkfallinu mikla 2023. Fyrir kosningarnar 2024 fengu fulltrúar stjórnmálaflokkanna þær í hendur með þeim skilaboðum að þau fengju eitt ár til að hrinda þeim í framkvæmd. Síðan var haldinn framboðsfundur til að ítreka kröfurnar. Nú er að ýta á eftir bráðnauðsynlegum umbótum. Mikilvægasta verkefni kvennahreyfingarinnar nú er þó að efla samstöðu kvenna og kvára sem og allra þeirra sem vilja og ætla að standa vörð um kynjajafnrétti og mannréttindi fyrir okkur öll. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar kvennaárs. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar