Samræmt námsmat er ekki hindrun heldur hjálpartæki Eiríkur Ólafsson skrifar 16. júní 2025 07:30 Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun