Þið dirfist að kalla mig fasista og rasista? Davíð Bergmann skrifar 13. júní 2025 06:00 Þegar ég sé fréttamyndir á netinu af ungum rússneskum hermönnum sem eiga að vera í blóma lífsins, liggjandi í drullunni í skotgröfum í austurhluta Úkraníu, sundurskotnir, rennur kalt vatn á milli herðablaðanna hjá mér. Þegar það er möguleiki að skattpeningar mínir hafi fjármagnað skotfærin sem hæfðu þessa ungu menn. Til hverra skyldu þessir ungu menn hafa verið að hugsa þarna liggjandi í forunni með vini sína sundursprengda og skotna allt í kringum sig, kannski líka að taka síðustu andardrættina sárkvaldir og hrópandi á almættið? Kannski voru þeir „heppnir“ og komust heim til mömmu og pabba gömlu í sveitinni eða kærustunnar sem var heima ólétt og beið? Að vísu örkrumlaðir því kúlurnar sem við fjármögnuðum sundurslitu mænur þeirra og þeirra bíður að vera bundnir við hjólastól það sem eftir er. Hvað veit maður? Eru þetta ekki sviðsmyndir sem gætu hafa átt sér stað? Eða fóru kúlurnar sem við útveguðum bara í það að skjóta niður óvinadróna? En vorum við spurð einhvern tímann hvort við værum sammála því að vera þátttakandi í þessum hildarleik, ekki svo ég muni, ekki frekar en að borga undir fólk sem hefur komið hingað til að leita hælis af ýmsum ástæðum og það fólk á að fá fría menntun, heilbrigðisþjónustu og húsaskjól á minn og þinn kostnað. Svo það sé sagt þá tek ég ekki afstöðu með hvorugum aðilunum í stríðinu í Úkraníu en við erum að setja fé í annan aðilann og þess vegna tók ég þetta dæmi. Hins vegar tek ég afstöðu til þess að kaupa skotfæri og vopn; ef við eigum að gera eitthvað þá eigum við að dæla meiri peningum í alþjóðastarf eins og Rauða krossinn til að vinna að mannúð en ekki fóðra stríðsrekstur, við erum einu sinni herlaust land og þannig vil ég hafa það áfram og við eigum ekki að vera að stilla okkur upp á skotskífuna í valdabaráttu heimveldanna. Hroka-elítan En á sama tíma liggur gamla fólkið okkar á göngum spítalanna og fær ekki þá þjónustu sem það þarf! Stjórnmálaelítan og hirðin í kringum hana er á sama tíma með þá tilætlunarsemi að ég verði að skilja það að hælisleitendur og innflytjendur eigi að ganga fyrir en ekki gamla fólkið okkar sem hefur skilað sínu margfalt til samfélagsins og sem verðskuldar áhyggjulaust ævikvöld. En þannig er það ekki því forgangurinn er að dæla fé annaðhvort í tilgangslaust stríð eða bjarga öllum öðrum í heiminum af því að við erum svo „góð“. Er von að maður sé farinn að spyrja sig þessara spurninga hver sé að skapa fasismann, þegar pabbi heitinn komst ekki að á hjúkrunarheimili fyrr en á nítugasta og fyrsta aldursárinu og hann dó tveimur vikum síðar? Þá fætinum styttri með illkynja æxli djúpt ofan í lunga, höfuðkúpubrotinn og rifbeinsbrotinn á þremur rifjum og kominn með sprungu í mjöðm eftir að hafa dottið heima hjá sér ítrekað og öldruð kona hans að hjúkra honum og sjálf veik. Ekki fékk hann inni á hjúkrunarheimili, í sínum heimabæ sem var Kópavogur í 60 ár, heldur var honum komið fyrir á Akranesi. Hann var rúmliggjandi allan tímann og komst eiginlega aldrei til meðvitundar þar. Núna situr mamma ein eftir, áttatíu og fjögurra ára, eftir í húsinu þeirra sem er á þremur pöllum þó svo að endurhæfingateymi á Landakoti hafi mælt með því, eftir að hún mjaðmagrindarbrotnaði heima hjá sér við að falla í stiga, að hún færi á hjúkrunarheimili en svarið frá Landlæknisembættinu var „computer say´s NO.“ Samt með hættulega lágan blóðþrýsting sem veldur hjá henni jafnvægisleysi sem var orsökin fyrir mjaðmagrindarbrotinu. Hann lá oft, og mörgum sinnum og í mörg ár, á göngum spítalanna og var lagður inn á spítala þegar hjúkrunarheimili hefði dugað honum til að fá þá þjónustu sem hann þurfti. Það sama er uppi á teningnum hjá mömmu gömlu; hún leggst inn á spítala reglulega einfaldlega vegna þess að hún kemst ekki að á hjúkrunarheimili sem er sú þjónusta sem ætti að vera í boði fyrir hana. Og ég er kallaður fasisti og rasisti! Computer says NO Haldið þið að ég sé þá mikið að velta fyrir mér þörfum hælisleitenda hér á landi og innflytjenda þegar að computer say´s NO við fólkið mitt sem hefur tvímælalaust unnið fyrir því á lífsleiðinni að fá áhyggjulaust ævikvöld en fær það ekki? Svo þegar eitthvað hrokamennta- og stjórnmálaelítulið sem ég efast um að hafi fengið blöðrur á fingur við að vinna almenna vinnu með tveimur jafnsterkum en í staðinn nagað blýanta meira og minna allt sitt líf, drukkið cafe latte á kaffhúsum og segir á innsoginu þið þarna eruð rasistar og fasistar og hvernig drifist ykkur að vefa þjóðfána okkar. Kannski ætti þetta elítulið sem horfir á almenning með fyrirlitningu og hroka og er tilbúið að fóðra stríðsmaskínuna í öðrum heimshluta en fordæmir stríð annars staðar í heiminum að fara að hugsa sinn gang. Hvað verðum við langt að bíða þess að hatursdeild lögreglunnar verði sigað á okkur vegna okkar fasísku skoðanna? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég sé fréttamyndir á netinu af ungum rússneskum hermönnum sem eiga að vera í blóma lífsins, liggjandi í drullunni í skotgröfum í austurhluta Úkraníu, sundurskotnir, rennur kalt vatn á milli herðablaðanna hjá mér. Þegar það er möguleiki að skattpeningar mínir hafi fjármagnað skotfærin sem hæfðu þessa ungu menn. Til hverra skyldu þessir ungu menn hafa verið að hugsa þarna liggjandi í forunni með vini sína sundursprengda og skotna allt í kringum sig, kannski líka að taka síðustu andardrættina sárkvaldir og hrópandi á almættið? Kannski voru þeir „heppnir“ og komust heim til mömmu og pabba gömlu í sveitinni eða kærustunnar sem var heima ólétt og beið? Að vísu örkrumlaðir því kúlurnar sem við fjármögnuðum sundurslitu mænur þeirra og þeirra bíður að vera bundnir við hjólastól það sem eftir er. Hvað veit maður? Eru þetta ekki sviðsmyndir sem gætu hafa átt sér stað? Eða fóru kúlurnar sem við útveguðum bara í það að skjóta niður óvinadróna? En vorum við spurð einhvern tímann hvort við værum sammála því að vera þátttakandi í þessum hildarleik, ekki svo ég muni, ekki frekar en að borga undir fólk sem hefur komið hingað til að leita hælis af ýmsum ástæðum og það fólk á að fá fría menntun, heilbrigðisþjónustu og húsaskjól á minn og þinn kostnað. Svo það sé sagt þá tek ég ekki afstöðu með hvorugum aðilunum í stríðinu í Úkraníu en við erum að setja fé í annan aðilann og þess vegna tók ég þetta dæmi. Hins vegar tek ég afstöðu til þess að kaupa skotfæri og vopn; ef við eigum að gera eitthvað þá eigum við að dæla meiri peningum í alþjóðastarf eins og Rauða krossinn til að vinna að mannúð en ekki fóðra stríðsrekstur, við erum einu sinni herlaust land og þannig vil ég hafa það áfram og við eigum ekki að vera að stilla okkur upp á skotskífuna í valdabaráttu heimveldanna. Hroka-elítan En á sama tíma liggur gamla fólkið okkar á göngum spítalanna og fær ekki þá þjónustu sem það þarf! Stjórnmálaelítan og hirðin í kringum hana er á sama tíma með þá tilætlunarsemi að ég verði að skilja það að hælisleitendur og innflytjendur eigi að ganga fyrir en ekki gamla fólkið okkar sem hefur skilað sínu margfalt til samfélagsins og sem verðskuldar áhyggjulaust ævikvöld. En þannig er það ekki því forgangurinn er að dæla fé annaðhvort í tilgangslaust stríð eða bjarga öllum öðrum í heiminum af því að við erum svo „góð“. Er von að maður sé farinn að spyrja sig þessara spurninga hver sé að skapa fasismann, þegar pabbi heitinn komst ekki að á hjúkrunarheimili fyrr en á nítugasta og fyrsta aldursárinu og hann dó tveimur vikum síðar? Þá fætinum styttri með illkynja æxli djúpt ofan í lunga, höfuðkúpubrotinn og rifbeinsbrotinn á þremur rifjum og kominn með sprungu í mjöðm eftir að hafa dottið heima hjá sér ítrekað og öldruð kona hans að hjúkra honum og sjálf veik. Ekki fékk hann inni á hjúkrunarheimili, í sínum heimabæ sem var Kópavogur í 60 ár, heldur var honum komið fyrir á Akranesi. Hann var rúmliggjandi allan tímann og komst eiginlega aldrei til meðvitundar þar. Núna situr mamma ein eftir, áttatíu og fjögurra ára, eftir í húsinu þeirra sem er á þremur pöllum þó svo að endurhæfingateymi á Landakoti hafi mælt með því, eftir að hún mjaðmagrindarbrotnaði heima hjá sér við að falla í stiga, að hún færi á hjúkrunarheimili en svarið frá Landlæknisembættinu var „computer say´s NO.“ Samt með hættulega lágan blóðþrýsting sem veldur hjá henni jafnvægisleysi sem var orsökin fyrir mjaðmagrindarbrotinu. Hann lá oft, og mörgum sinnum og í mörg ár, á göngum spítalanna og var lagður inn á spítala þegar hjúkrunarheimili hefði dugað honum til að fá þá þjónustu sem hann þurfti. Það sama er uppi á teningnum hjá mömmu gömlu; hún leggst inn á spítala reglulega einfaldlega vegna þess að hún kemst ekki að á hjúkrunarheimili sem er sú þjónusta sem ætti að vera í boði fyrir hana. Og ég er kallaður fasisti og rasisti! Computer says NO Haldið þið að ég sé þá mikið að velta fyrir mér þörfum hælisleitenda hér á landi og innflytjenda þegar að computer say´s NO við fólkið mitt sem hefur tvímælalaust unnið fyrir því á lífsleiðinni að fá áhyggjulaust ævikvöld en fær það ekki? Svo þegar eitthvað hrokamennta- og stjórnmálaelítulið sem ég efast um að hafi fengið blöðrur á fingur við að vinna almenna vinnu með tveimur jafnsterkum en í staðinn nagað blýanta meira og minna allt sitt líf, drukkið cafe latte á kaffhúsum og segir á innsoginu þið þarna eruð rasistar og fasistar og hvernig drifist ykkur að vefa þjóðfána okkar. Kannski ætti þetta elítulið sem horfir á almenning með fyrirlitningu og hroka og er tilbúið að fóðra stríðsmaskínuna í öðrum heimshluta en fordæmir stríð annars staðar í heiminum að fara að hugsa sinn gang. Hvað verðum við langt að bíða þess að hatursdeild lögreglunnar verði sigað á okkur vegna okkar fasísku skoðanna? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun