Dómsdagur nálgast! Hólmgeir Baldursson skrifar 10. júní 2025 14:31 Ef satt reynist að HBO Max sé að nema hér land í Júlí n.k. markar það ákveðin straumhvörf í streymisheiminum hér á landi, þar sem helstu eigendur og framleiðendur efnisréttar í heiminum hafa þá séð sér fært að nema hér land á þessum örmarkaði sem Ísland er. Ég hef unnið aðeins fyrir WB sem á og rekur þessa streymisveitu og lagt þeim til ráð um hvað beri að gera hér, ef svo færi að tekin yrði ákvörðun um að koma og hvað ekki. Þetta var reyndar fyrir um 2 árum, sem segir manni hvaða tíma það tekur fyrir þessi risa efnisréttarfyrirtæki að ákvarða hvort þeir eigi að fara eða sleppa ákveðnum markaðssvæðum. Kosturinn við HBO Max er reyndar sá að þeir eiga töluvert af íslenskum þýðingum sem auðvitað koma þeim til góðs hér, en hvar setur þetta svo strik í reikning innlendra aðila sem enn rembast við að halda uppi e.k. viðnámi gagnvart erlendum streymisáhrifum? Jú, þau verða öll á sömu bókina lögð, kannski ekki í dag eða morgun, en þau munu öll sem eitt hverfa og ég reikna með að um næstu eða allavega þar næstu jól munu fjarskiptafyrirtækin hreinlega böndla erlendu streymisveiturnar í e.k. „síma,sjónvarps,skemmti&netpakka“ fyrir heimilin í landinu fyrir 2990 kall og hreinlega hætta að fjárfesta í erlendum innkaupum á afþreyingarefni þar sem slíkt hreinlega borgar sig ekki lengur. Margir eiga 4K sjónvörp og þessar streymisveitur bjóða 4K upplausn sem er auðvitað mun skýrari en þessi hefðbundna fhd lína sem allir bjóða nú og þar eru streymisveiturnar að gera miklu miklu betur en innlendir aðilar sem hafa bara „fiktað“ aðeins við 4K sem tilraunamennsku fram að þessu en eðli málsins kannski ekki uppfært innviði, en gott og vel, eitt núll fyrir þeim. Ég er búinn að rita margt og mikið um sjónvarp og ég er ekki að sjá að neitt sem ég hef krotað á blað ekki raungerast og þá situr þessi einfalda spurning alltaf eftir? Hvenær ætla ráðamenn þjóðarinnar að fatta það að það þarf að gefa í með talsetningar og textun á íslensku, ekki bara tala sí og æ um fjölmiðlastyrki því það er ekki sanngjarnt að segja sífellt við almenning um að það sé verið að veita fjölmiðlum styrki, hið rétta er að verið er að veita fréttamiðlum styrki til að halda úti innlendum fréttum en ekki afþreyingu. Á þessu er stór munur. Ég held svei mér þá að eftir ekki svo mörg ár verði ekkert innlent sjónvarpsfyrirtæki starfandi hér lengur, heldur verði staðan einfaldlega sú að stóru erlendu streymisfyrirtækin verða búin að þjappa sér saman í sífelldri endurnýjun á að skapa verðmæti og lækka kostnað og búin að kaupa upp þá afþreyingarmiðla og vörumerki sem enn voru uppi og þá verði kannski bara niðri í bæ í einni kytru e.k. skrifstofa sem annast samskipti við Ríkið um hin ýmsu „leyfi“ til að geta rekið hér afþreyingarmiðla með sína servera á meginlandi Evrópu því miður, því þetta er að raungerast í löndunum í kringum okkur. Það gæti alveg farið svo einn góðan veðurdag að Skjár 1 verði ekki lengur annað en undirrás hjá Pluto TV eða Plex, en allavega, það er enn hægt að snúa þessu við, en það verður þá einhver að vakna þarna niðri á Austurvelli og fara að kalla þetta það sem það raunverulega er, útrýming á íslensku sjónvarpi því þó enn sé verið að gefa RÚV 5 milljarða árlega þá dettur inn fólk á þing sem hættir slíkri vitleysu og áttar sig á því að RÚV er ekki sjónvarp allra landsmanna því fjölmargir hafa sagt upp áskriftinni að Efstaleiti fyrir margt löngu síðan, enda get ég sagt frá einu dæmi, Skjár 1 árið 1999 var með kvikmynda samning við Paramount á borðinu, en viti menn RÚV komst á snoðir um hann yfirbauð fyrir peninga skattborgaranna. Þetta var á síðustu öld og RÚV er enn að yfirbjóða einkarekna miðla, er þetta ekki bara komið gott? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ef satt reynist að HBO Max sé að nema hér land í Júlí n.k. markar það ákveðin straumhvörf í streymisheiminum hér á landi, þar sem helstu eigendur og framleiðendur efnisréttar í heiminum hafa þá séð sér fært að nema hér land á þessum örmarkaði sem Ísland er. Ég hef unnið aðeins fyrir WB sem á og rekur þessa streymisveitu og lagt þeim til ráð um hvað beri að gera hér, ef svo færi að tekin yrði ákvörðun um að koma og hvað ekki. Þetta var reyndar fyrir um 2 árum, sem segir manni hvaða tíma það tekur fyrir þessi risa efnisréttarfyrirtæki að ákvarða hvort þeir eigi að fara eða sleppa ákveðnum markaðssvæðum. Kosturinn við HBO Max er reyndar sá að þeir eiga töluvert af íslenskum þýðingum sem auðvitað koma þeim til góðs hér, en hvar setur þetta svo strik í reikning innlendra aðila sem enn rembast við að halda uppi e.k. viðnámi gagnvart erlendum streymisáhrifum? Jú, þau verða öll á sömu bókina lögð, kannski ekki í dag eða morgun, en þau munu öll sem eitt hverfa og ég reikna með að um næstu eða allavega þar næstu jól munu fjarskiptafyrirtækin hreinlega böndla erlendu streymisveiturnar í e.k. „síma,sjónvarps,skemmti&netpakka“ fyrir heimilin í landinu fyrir 2990 kall og hreinlega hætta að fjárfesta í erlendum innkaupum á afþreyingarefni þar sem slíkt hreinlega borgar sig ekki lengur. Margir eiga 4K sjónvörp og þessar streymisveitur bjóða 4K upplausn sem er auðvitað mun skýrari en þessi hefðbundna fhd lína sem allir bjóða nú og þar eru streymisveiturnar að gera miklu miklu betur en innlendir aðilar sem hafa bara „fiktað“ aðeins við 4K sem tilraunamennsku fram að þessu en eðli málsins kannski ekki uppfært innviði, en gott og vel, eitt núll fyrir þeim. Ég er búinn að rita margt og mikið um sjónvarp og ég er ekki að sjá að neitt sem ég hef krotað á blað ekki raungerast og þá situr þessi einfalda spurning alltaf eftir? Hvenær ætla ráðamenn þjóðarinnar að fatta það að það þarf að gefa í með talsetningar og textun á íslensku, ekki bara tala sí og æ um fjölmiðlastyrki því það er ekki sanngjarnt að segja sífellt við almenning um að það sé verið að veita fjölmiðlum styrki, hið rétta er að verið er að veita fréttamiðlum styrki til að halda úti innlendum fréttum en ekki afþreyingu. Á þessu er stór munur. Ég held svei mér þá að eftir ekki svo mörg ár verði ekkert innlent sjónvarpsfyrirtæki starfandi hér lengur, heldur verði staðan einfaldlega sú að stóru erlendu streymisfyrirtækin verða búin að þjappa sér saman í sífelldri endurnýjun á að skapa verðmæti og lækka kostnað og búin að kaupa upp þá afþreyingarmiðla og vörumerki sem enn voru uppi og þá verði kannski bara niðri í bæ í einni kytru e.k. skrifstofa sem annast samskipti við Ríkið um hin ýmsu „leyfi“ til að geta rekið hér afþreyingarmiðla með sína servera á meginlandi Evrópu því miður, því þetta er að raungerast í löndunum í kringum okkur. Það gæti alveg farið svo einn góðan veðurdag að Skjár 1 verði ekki lengur annað en undirrás hjá Pluto TV eða Plex, en allavega, það er enn hægt að snúa þessu við, en það verður þá einhver að vakna þarna niðri á Austurvelli og fara að kalla þetta það sem það raunverulega er, útrýming á íslensku sjónvarpi því þó enn sé verið að gefa RÚV 5 milljarða árlega þá dettur inn fólk á þing sem hættir slíkri vitleysu og áttar sig á því að RÚV er ekki sjónvarp allra landsmanna því fjölmargir hafa sagt upp áskriftinni að Efstaleiti fyrir margt löngu síðan, enda get ég sagt frá einu dæmi, Skjár 1 árið 1999 var með kvikmynda samning við Paramount á borðinu, en viti menn RÚV komst á snoðir um hann yfirbauð fyrir peninga skattborgaranna. Þetta var á síðustu öld og RÚV er enn að yfirbjóða einkarekna miðla, er þetta ekki bara komið gott? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun