Þingmaður til sölu – bátur fylgir með Sigríður Svanborgardóttir skrifar 8. júní 2025 07:00 Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun