118 ára sögu Hans Petersen að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2025 10:18 Síðasta verslun Hans Petersen hefur verið starfrækt við Grensásveg 12 síðustu ár. Hans Petersen Ljósmyndaverslun Hans Petersen við Grensásveg 12 í Reykjavík verður skellt í lás næstkomandi föstudag. Um er að ræða einu verslun Hans Petersen og er þar með ljóst að 118 ára sögu fyrirtækisins er lokið. Frá þessu segir á Facebook-síðu Hans Petersen. „Nú eru að renna upp stór tímamót í sögu Hans Petersen. Eftir langa og dýrmæta vegferð höfum við tekið þá ákvörðun að hætta verslunarrekstri á næstu dögum og snúa okkur að nýjum og óskyldum rekstri. Það er bæði erfitt og tilfinningaþrungið að kveðja þennan kafla, sem hefur verið okkur svo mikilvægur. Við lítum til baka með stolti og djúpu þakklæti fyrir þann ómetanlega stuðning og traust sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin,“ segir í færslunni. Opnaði í Bankastræti árið 1907 Fyrsta verslun Hans Petersen opnaði við Bankastræti árið 1907, en í gegnum árin hefur fyrirtækið rekið verslanir víða, meðal annars í Kringlunni, Smáralind, Faxafeni, Ármúla og víðar. Framsetningarmáti mynda hefur hins vegar breyst mikið með árunum og óskir og kröfur viðskiptavina sömuleiðis. Segir á á heimasíðu Hans Petersen að því hafi þurft að breyta vöruframboði talsvert mikið til þess að koma á móts við nýja tíma. Nú sé hins vegar komið að lokum. „Viðskiptavinirnir – þið – hafið verið hjartað í rekstrinum okkar. Þið komuð, hlóguð, deilduð sögum ykkar, fenguð hugmyndir og fóruð út með minningar – og skilduð sannarlega eftir ykkar spor í sögu verslana okkar. Án ykkar hefði þessi saga aldrei orðið jafn falleg og hún varð. Við kveðjum verslunarreksturinn með hlýju og virðingu, og horfum fram á veginn með von og spennu. Við þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, viðskiptin og minningarnar og óskum ykkur alls hins besta. Takk fyrir allt,“ segir í færslunni. Sæki ósóttar pantanir Ennfremur segir að samkomulag hafi náðst við Fotomax um að taka yfir ljósmyndaþjónustuna , en sú verslun er staðsett við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík. Viðskiptavinir sem eiga enn pantanir hjá Hans Petersen við Grensásveg eru minntir á að sækja þær fyrir lokun verslunarinnar á Grensásvegi 12, klukkan 17 næstkomandi föstudag. Verslun Reykjavík Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Frá þessu segir á Facebook-síðu Hans Petersen. „Nú eru að renna upp stór tímamót í sögu Hans Petersen. Eftir langa og dýrmæta vegferð höfum við tekið þá ákvörðun að hætta verslunarrekstri á næstu dögum og snúa okkur að nýjum og óskyldum rekstri. Það er bæði erfitt og tilfinningaþrungið að kveðja þennan kafla, sem hefur verið okkur svo mikilvægur. Við lítum til baka með stolti og djúpu þakklæti fyrir þann ómetanlega stuðning og traust sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin,“ segir í færslunni. Opnaði í Bankastræti árið 1907 Fyrsta verslun Hans Petersen opnaði við Bankastræti árið 1907, en í gegnum árin hefur fyrirtækið rekið verslanir víða, meðal annars í Kringlunni, Smáralind, Faxafeni, Ármúla og víðar. Framsetningarmáti mynda hefur hins vegar breyst mikið með árunum og óskir og kröfur viðskiptavina sömuleiðis. Segir á á heimasíðu Hans Petersen að því hafi þurft að breyta vöruframboði talsvert mikið til þess að koma á móts við nýja tíma. Nú sé hins vegar komið að lokum. „Viðskiptavinirnir – þið – hafið verið hjartað í rekstrinum okkar. Þið komuð, hlóguð, deilduð sögum ykkar, fenguð hugmyndir og fóruð út með minningar – og skilduð sannarlega eftir ykkar spor í sögu verslana okkar. Án ykkar hefði þessi saga aldrei orðið jafn falleg og hún varð. Við kveðjum verslunarreksturinn með hlýju og virðingu, og horfum fram á veginn með von og spennu. Við þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, viðskiptin og minningarnar og óskum ykkur alls hins besta. Takk fyrir allt,“ segir í færslunni. Sæki ósóttar pantanir Ennfremur segir að samkomulag hafi náðst við Fotomax um að taka yfir ljósmyndaþjónustuna , en sú verslun er staðsett við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík. Viðskiptavinir sem eiga enn pantanir hjá Hans Petersen við Grensásveg eru minntir á að sækja þær fyrir lokun verslunarinnar á Grensásvegi 12, klukkan 17 næstkomandi föstudag.
Verslun Reykjavík Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira