Engu slaufað Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 08:32 Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun