„Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 22:10 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira