„Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 22:10 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira