Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2025 12:18 Arna Lára Jónsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. Ný lög um kílómetragjald ættu samkvæmt frumvarpi að taka gildi næstu mánaðamót. Þá myndi olíugjald falla niður og um leið bensínverð lækka, en gjaldið hefur verið innheimt í gegnum olíufélögin. Þess í stað munu ökutækjaeigendur sjálfir skrá kílómetrastöðu á akstursmæli og greiða í ríkissjóð fyrir hvern ekinn kílómetra. Þrír mánuðir eru síðan frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu og var því næst vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Þar hefur það setið síðan, og á eftir að fara í gegnum tvær umræður á þinginu áður en það verður að lögum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir frumvarpið hafa verið afgreitt úr nefndinni í vikunni. „Þetta er bara núna í yfirlestri hjá nefndarsviði. Fer væntanlega á dagskrá þingsins í dag eða á morgun. Bara um leið og þeim yfirlestri lýkur,“ segir Arna Lára. Gerið þið miklar breytingar á frumvarpinu? „Já, við erum að leggja til þónokkrar breytingar. Þetta er auðvitað ofboðslega stór kerfisbreyting og við erum búin að liggja yfir þessu. Við fengum fjölmargar umsagnir sem okkur þótti rétt að taka tillit til. Þannig við erum að gera töluvert margar breytingar, ekki á meginefni frumvarpsins, en við erum að leggja til allskonar minniháttar breytingar á frumvarpinu,“ segir Arna Lára, en vildi ekki fara nánar út í breytingarnar. Þær muni koma í ljós þegar þær verða birtar á vef þingsins. Hún segir nefndina leggja til að gildistöku frumvarpsins verði frestað. „Þetta var líka lagt fram á síðasta þingi og það er búið að taka gagngerum og góðum breytingum að mínu mati. Ég er að vona að við náum að klára þetta, ég bind miklar vonir við það,“ segir Arna Lára. Hún vonast til þess að breytingarnar verði til að meiri sátt ríki um frumvarpið, en það hefur þótt heldur umdeilt. „Það er aldrei vinsælt að tala um tekjur hins opinbera og ríkisins. Ég vona að fyrir flesta verði þetta breyting til góðs. Það er mikil nauðsyn að taka upp þetta kerfi, það vantar tekjur hjá ríkinu til að standa að viðhaldi vega og það erum við öll sammála um. Það er mikil nauðsyn að samþykkja þetta frumvarp,“ segir Arna Lára. Rangt var haft eftir Örnu Láru í upphaflegri útgáfu fréttarinnar, og sagt að hún væri vongóð um að frumvarpið yrði að lögum 1. júlí næstkomandi. Rétt er að nefndin hefur lagt til að gildistökunni verði frestað. Kílómetragjald Bensín og olía Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bílar Neytendur Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Ný lög um kílómetragjald ættu samkvæmt frumvarpi að taka gildi næstu mánaðamót. Þá myndi olíugjald falla niður og um leið bensínverð lækka, en gjaldið hefur verið innheimt í gegnum olíufélögin. Þess í stað munu ökutækjaeigendur sjálfir skrá kílómetrastöðu á akstursmæli og greiða í ríkissjóð fyrir hvern ekinn kílómetra. Þrír mánuðir eru síðan frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu og var því næst vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Þar hefur það setið síðan, og á eftir að fara í gegnum tvær umræður á þinginu áður en það verður að lögum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir frumvarpið hafa verið afgreitt úr nefndinni í vikunni. „Þetta er bara núna í yfirlestri hjá nefndarsviði. Fer væntanlega á dagskrá þingsins í dag eða á morgun. Bara um leið og þeim yfirlestri lýkur,“ segir Arna Lára. Gerið þið miklar breytingar á frumvarpinu? „Já, við erum að leggja til þónokkrar breytingar. Þetta er auðvitað ofboðslega stór kerfisbreyting og við erum búin að liggja yfir þessu. Við fengum fjölmargar umsagnir sem okkur þótti rétt að taka tillit til. Þannig við erum að gera töluvert margar breytingar, ekki á meginefni frumvarpsins, en við erum að leggja til allskonar minniháttar breytingar á frumvarpinu,“ segir Arna Lára, en vildi ekki fara nánar út í breytingarnar. Þær muni koma í ljós þegar þær verða birtar á vef þingsins. Hún segir nefndina leggja til að gildistöku frumvarpsins verði frestað. „Þetta var líka lagt fram á síðasta þingi og það er búið að taka gagngerum og góðum breytingum að mínu mati. Ég er að vona að við náum að klára þetta, ég bind miklar vonir við það,“ segir Arna Lára. Hún vonast til þess að breytingarnar verði til að meiri sátt ríki um frumvarpið, en það hefur þótt heldur umdeilt. „Það er aldrei vinsælt að tala um tekjur hins opinbera og ríkisins. Ég vona að fyrir flesta verði þetta breyting til góðs. Það er mikil nauðsyn að taka upp þetta kerfi, það vantar tekjur hjá ríkinu til að standa að viðhaldi vega og það erum við öll sammála um. Það er mikil nauðsyn að samþykkja þetta frumvarp,“ segir Arna Lára. Rangt var haft eftir Örnu Láru í upphaflegri útgáfu fréttarinnar, og sagt að hún væri vongóð um að frumvarpið yrði að lögum 1. júlí næstkomandi. Rétt er að nefndin hefur lagt til að gildistökunni verði frestað.
Kílómetragjald Bensín og olía Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bílar Neytendur Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira