Sérfræðingar ESB gagnrýna áform þess um að útvatna loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 13:26 Sjálfboðaliðar planta fenjaviði á Balí í Indónesíu. Framkvæmdastjórn ESB íhugar að leyfa aðildarríkjum sambandsins að styðja slík verkefni með kaupum á kolefniseiningum í stað þess að draga úr eigin losun til þess að ná loftslagsmarkmiði sínu fyrir árið 2040. Vísir/EPA Sérstakt vísindaráð Evrópusambandsins í loftslagsmálum gagnrýnir harðlega áform sambandsins um að leyfa aðildarríkjunum að nota alþjóðlegar kolefniseiningar upp í eigin skuldbindingar. Þær megi ekki koma í staðinn fyrir samdrátt í losun aðildarríkjanna sjálfra. Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira