Ef þið þurfið að segja upphátt að þið séuð ekki rasistar... Nichole Leigh Mosty skrifar 1. júní 2025 15:02 .. það gæti verið vísbending um að þið þurfið að taka skref til baka og rýna í viðhorfið ykkar um að búa í fjölbreyttu samfélagi. Breytingar geta verið erfiðar fyrir fólk og það að samfélagið eins og þið þekkið það sé að taka á sig nýja mynd getur verið erfitt að sætta sig við. En mikilvægt er að skilja að breytingar skapi rými til að vinna með viðhorf okkar á fólki, á okkar sjálfum og hlutverk okkar í samfélaginu. Ég vil ekki vera manneskja sem segir upphátt það sem mörg ykkar vilji ekki heyra, en samfélagið er ekki að fara aftur í það sama horf og það var áður en Ísland „opnaði landamæri“. Annar sannleikur er að jafnvel þótt þið viljið aðskilja og setja stimpil á „góða innflytjendur“ og „slæma innflytjendur“ þá væri best að gera slíkt hið sama þegar kemur að Íslendingum. Mikilvægt er að fara yfir staðreyndir varðandi glæpatíðni og tölfræði tengda því, læra um hver nýtir mesta félagslega þjónustu, hver stendur hvað mest fyrir raunverulegri spillingu, skiptingu auðs og hvaða þjónustu við innflytjendur og flóttafólk felur í sér. Það gæti komið fólki á óvart þegar staðreyndir standa frammi fyrir yður. Ísland hefur upplifað gríðarlegan vöxt og aukna efnahagsþróun samhliða innstreymi innflytjenda á tiltölulega stuttum tíma. Staðreyndin er sú að án okkar hefði þessi efnahagsvöxtur ekki verið mögulegur. Til dæmis hefði ekki orðið mikil uppbygging og útþensla í ferðaþjónustu. Byggingarsvæði samanstanda af meirihluta erlendra starfsmanna. Samkvæmt Hagstofu Íslands er nú meirihluti þeirra sem starfa á leikskólum einnig af erlendum uppruna. Heilbrigðiskerfið býr einnig við aukinn fjölda erlendra starfsmanna og sérfræðinga og það skilst mér að þessi þróun eigi eftir að halda áfram. Svo eru það náttúrlega láglaunuð störf þar sem innflytjendur halda ýmissi þjónustu gangandi, jafnvel þótt þeir séu með hærri menntun en krafist er í slíku starfi. En kannski vill fólk ekki hrópa hátt um þessa staðreynd. Að vísu hafa sumir innflytjendur ekki aðlagast. Sumir þurfa meiri stuðning vegna þess að þeir hafa ekki fundið sinn sess eða leið til að lifa farsælu lífi, þar sem þeir upplifa ekki viðurkenningu og tækifæri. Svo er líka það að hér býr fólk, bæði íslenskt og erlent, sem deilir ekki þeim gildum sem tengjast öryggi og vellíðan okkar. Og hér þurfum við að treysta kerfunum sem eru uppbyggð til að veita öryggi og réttlæti. Ef þessi kerfi virka ekki er það ekki vegna bakgrunns eða stöðu fólks; það er vegna þess að þessum kerfum var ekki útvegað það fjármagn sem þarf til að þróast og laga sig að breytingum, með sömu hraða og hagvöxtur og samfélagsleg þróun. Er þörf á að mótmæla núverandi ríkisstjórn vegna innflytjenda eða réttara sagt skorts á almennilegri stefnu og aðgerðum um inngildingu? Á það virkilega við hér að stela blaðsíðu frá Trump og halda því fram að baráttan ykkar sé háð við landamærin vegna hælisumsókna? Samkvæmt tölfræði frá Útlendingastofnun hafa umsóknir fækkað gríðarlega og brottfarir aukist. Ég veit ekki með ykkur en ég hélt að Ísland væri stolt af því að vera land sem væri almennt virt fyrir mannréttindum, friðsamlegum gildum og jafnrétti. Allir eiga rétt á að segja sína skoðun og það er réttmætt að vita hvernig ykkur líður svo að við sem samfélag getum unnið saman að breytingum. Þegar þið beitið röddinni þá er yfirvaldi kleift að styðja ykkur samhliða því að upplýsa ykkur um þær staðreyndir um innflytjendur. Því að þið þurfið líka að ná skilningi á því hvernig fólk með ólíka menningu býr saman í sátt og samlyndi; það mun einnig veita ykkur stuðning við að laga ykkur sjálf að samfélagslegum breytingum. Einu sinni var unnið að því að koma á stefnu um inngildingu til að ná sátt um samábyrgð allra um að ná einingu í samfélaginu. Ég var svo heppin að hafa starfið á því sviði sem vann að málefnum innflytjenda og inngildingar. Við birtum og sendum hverju sveitarfélagi í landinu leiðbeiningar um móttökuáætlun sem ákveðinn stuðning við aðlögun og inngildingu innflytjenda. Leitt er að segja að stofnunin hafi verið lögð niður. Ef enn væri verið að vinna markvisst að þessu veit ég að þið mynduð líka upplifa stuðning við að aðlagast breyttu samfélagi svo að við gætum tekið framförum saman. Saman gætum við mótmælt hlutum sem varðar hag allra. Kannski getum við einhvern daginn bara sagt upphátt að við séum öll umboðsmenn breytinga, frekar en að stimpla okkur sem rasista eða ekki rasista. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona, leikskólastjóri og doktorsnemi á deild menntunar og margbreytileika HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Nichole Leigh Mosty Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
.. það gæti verið vísbending um að þið þurfið að taka skref til baka og rýna í viðhorfið ykkar um að búa í fjölbreyttu samfélagi. Breytingar geta verið erfiðar fyrir fólk og það að samfélagið eins og þið þekkið það sé að taka á sig nýja mynd getur verið erfitt að sætta sig við. En mikilvægt er að skilja að breytingar skapi rými til að vinna með viðhorf okkar á fólki, á okkar sjálfum og hlutverk okkar í samfélaginu. Ég vil ekki vera manneskja sem segir upphátt það sem mörg ykkar vilji ekki heyra, en samfélagið er ekki að fara aftur í það sama horf og það var áður en Ísland „opnaði landamæri“. Annar sannleikur er að jafnvel þótt þið viljið aðskilja og setja stimpil á „góða innflytjendur“ og „slæma innflytjendur“ þá væri best að gera slíkt hið sama þegar kemur að Íslendingum. Mikilvægt er að fara yfir staðreyndir varðandi glæpatíðni og tölfræði tengda því, læra um hver nýtir mesta félagslega þjónustu, hver stendur hvað mest fyrir raunverulegri spillingu, skiptingu auðs og hvaða þjónustu við innflytjendur og flóttafólk felur í sér. Það gæti komið fólki á óvart þegar staðreyndir standa frammi fyrir yður. Ísland hefur upplifað gríðarlegan vöxt og aukna efnahagsþróun samhliða innstreymi innflytjenda á tiltölulega stuttum tíma. Staðreyndin er sú að án okkar hefði þessi efnahagsvöxtur ekki verið mögulegur. Til dæmis hefði ekki orðið mikil uppbygging og útþensla í ferðaþjónustu. Byggingarsvæði samanstanda af meirihluta erlendra starfsmanna. Samkvæmt Hagstofu Íslands er nú meirihluti þeirra sem starfa á leikskólum einnig af erlendum uppruna. Heilbrigðiskerfið býr einnig við aukinn fjölda erlendra starfsmanna og sérfræðinga og það skilst mér að þessi þróun eigi eftir að halda áfram. Svo eru það náttúrlega láglaunuð störf þar sem innflytjendur halda ýmissi þjónustu gangandi, jafnvel þótt þeir séu með hærri menntun en krafist er í slíku starfi. En kannski vill fólk ekki hrópa hátt um þessa staðreynd. Að vísu hafa sumir innflytjendur ekki aðlagast. Sumir þurfa meiri stuðning vegna þess að þeir hafa ekki fundið sinn sess eða leið til að lifa farsælu lífi, þar sem þeir upplifa ekki viðurkenningu og tækifæri. Svo er líka það að hér býr fólk, bæði íslenskt og erlent, sem deilir ekki þeim gildum sem tengjast öryggi og vellíðan okkar. Og hér þurfum við að treysta kerfunum sem eru uppbyggð til að veita öryggi og réttlæti. Ef þessi kerfi virka ekki er það ekki vegna bakgrunns eða stöðu fólks; það er vegna þess að þessum kerfum var ekki útvegað það fjármagn sem þarf til að þróast og laga sig að breytingum, með sömu hraða og hagvöxtur og samfélagsleg þróun. Er þörf á að mótmæla núverandi ríkisstjórn vegna innflytjenda eða réttara sagt skorts á almennilegri stefnu og aðgerðum um inngildingu? Á það virkilega við hér að stela blaðsíðu frá Trump og halda því fram að baráttan ykkar sé háð við landamærin vegna hælisumsókna? Samkvæmt tölfræði frá Útlendingastofnun hafa umsóknir fækkað gríðarlega og brottfarir aukist. Ég veit ekki með ykkur en ég hélt að Ísland væri stolt af því að vera land sem væri almennt virt fyrir mannréttindum, friðsamlegum gildum og jafnrétti. Allir eiga rétt á að segja sína skoðun og það er réttmætt að vita hvernig ykkur líður svo að við sem samfélag getum unnið saman að breytingum. Þegar þið beitið röddinni þá er yfirvaldi kleift að styðja ykkur samhliða því að upplýsa ykkur um þær staðreyndir um innflytjendur. Því að þið þurfið líka að ná skilningi á því hvernig fólk með ólíka menningu býr saman í sátt og samlyndi; það mun einnig veita ykkur stuðning við að laga ykkur sjálf að samfélagslegum breytingum. Einu sinni var unnið að því að koma á stefnu um inngildingu til að ná sátt um samábyrgð allra um að ná einingu í samfélaginu. Ég var svo heppin að hafa starfið á því sviði sem vann að málefnum innflytjenda og inngildingar. Við birtum og sendum hverju sveitarfélagi í landinu leiðbeiningar um móttökuáætlun sem ákveðinn stuðning við aðlögun og inngildingu innflytjenda. Leitt er að segja að stofnunin hafi verið lögð niður. Ef enn væri verið að vinna markvisst að þessu veit ég að þið mynduð líka upplifa stuðning við að aðlagast breyttu samfélagi svo að við gætum tekið framförum saman. Saman gætum við mótmælt hlutum sem varðar hag allra. Kannski getum við einhvern daginn bara sagt upphátt að við séum öll umboðsmenn breytinga, frekar en að stimpla okkur sem rasista eða ekki rasista. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona, leikskólastjóri og doktorsnemi á deild menntunar og margbreytileika HÍ
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun