Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 17:01 Stórstraumsfjara og netlög Fyrsta stórstraumsfjara við landið hefur verið mæld. Náttúrufræðistofnun mældi á dögunum stórstraumsfjöruborð í Selstaða- og Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Enginn fréttaflutningur hefur verið af niðurstöðum þessara mælinga. E.t.v. er það af því að niðurstaða þeirra kemur sér illa fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið Kaldvík. Fyrirtækið hefur hingað til verið duglegt að koma sér í fréttir um að nú sé niðurstaða komin í málið, og engin fyrirstaða sé fyrir því að MAST geti gefið út rekstrarleyfi í Seyðisfirði. Niðurstaða Náttúrufræðistofu er sú að eldissvæði og eldisstöðvar bæði í Selstaða- og Sörlastaðavík eru inni í netlögum og brjóta þar með á lögvörðum eignarétti landeigenda. Raunar þurfa eldisstöðvarnar að færast 150 m frá netlögum til að uppfylla skilyrði um veiðibann skv. 35. grein fiskeldisreglugerðar nr. 540/2020. Byggingarleyfi á að fylgja umsókn fyrirtækisins um rekstrar- og starfsleyfi en gerði það ekki. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á staðsetningu netlaga og gögn Eflu um hnit eldisstöðva í Seyðisfirði sýna að ekki er hægt að fá byggingarleyfi fyrir stöðvarnar. HMS vildi ekki og gat ekki haldið áfram með byggingarleyfisumsókn Kaldvíkur fyrr en mælingar á stórstraumsfjöruborði lægju fyrir. Nú þegar mælingar liggja fyrir svarar HMS fyrirspurn VÁ um afgreiðslu málsins á þennan veg: „Málið verður ekki afgreitt frekar þar til fyrir liggur hvort umsækjendur ætli að halda áfram með umsóknina.“ HMS er ráðþrota. Hvernig í ósköpunum á Kaldvík að geta haldið áfram með umsóknina þegar stórstraumsfjara hefur verið mæld og augljóst að sjókvíaeldisstöðvar eru inni á netlögum landeigenda. Á heimasíðu HMS er þessi frétt frá 13. febrúar 2024, Hún er birt hér í heild sinni: Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna byggingarleyfisskyldra sjókvía utan netlaga „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar sem teljast mannvirki í skilningu laga um mannvirki nr. 160/2010, og eru utan netlaga. Frá og með 15. febrúar 2024 verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera vegna sjókvíaeldis hefur verið háttað með tilliti til þess. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sjókvíar sem teljast hafa fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Þrátt fyrir það hefur framkvæmdin verið sú að rekstrar- og starfsleyfi hafa verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó svo að byggingarleyfis hafi ekki verið aflað fyrir sjókvíar líkt og áskilið er í 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.3.1. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2010, sbr. einnig 6. tölulið 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp tvo úrskurði í lok árs 2022 þar sem m.a. var fjallað um hvort sjókvíar gætu talist til mannvirkja. Í niðurstöðu nefndarinnar kom eftirfarandi fram: Telja verður að botnföst mannvirki í sjó, svo sem fastar fiskeldiskvíar og tengd mannvirki, fóðurprammar og/eða aðstöðuhús á flotkví teljist til mannvirkja skv. 4. gr. laga nr. 132/1999, en mannvirki á eða í hafi, vötnum og ám sem hafa fasta staðsetningu teljast til mannvirkja skv. 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Með úrskurðunum var eytt þeirri réttaróvissu sem mögulega hafði ríkt um það hvort sjókvíar teldust byggingarleyfisskyld mannvirki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga. Stofnunin hefur að undanförnu unnið að því að útfæra ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíum. Fyrir liggur að sjókvíar eru óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Hefðbundnir ferlar eiga illa við og var því nauðsynlegt að móta nýtt verklag við meðferð umsókna. Auk þeirra breytinga sem hér eru tilkynntar á stjórnsýsluframkvæmd við veitingu byggingarleyfa vegna sjókvía vill Húsnæðis- og mannvirkjastofnun upplýsa um að nú sé unnið að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem settar hafa verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað í upphafi. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um málsmeðferðina og verður niðurstaða þar um kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.” Samantekt úr frétt Frétt HMS er um breytta stjórnsýsluframkvæmd og maður spyr sig. Af hverju í ósköpunum er HMS ráðþrota og bíður eftir því hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með umsóknina, í stað þess að taka ákvörðun, og hafna byggingarleyfi þar sem sjókvíaeldið fer inn á netlög og þarf auk þess að vera 150 m frá netlögum skv. reglugerð um fiskeldi? Í fréttinni kemur skýrt fram: „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga.“ HMS verður að taka afstöðu til umsóknar um byggingarleyfi vegna sjókvíaeldis. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga að taka við og afgreiða slíkar umsóknir . Það er ljóst skv. mælingum á stórstraumsfjöru og hnitum Eflu fyrir sjókvíaeldisstöðvar Kaldvíkur, að stöðvarnar eru innan netlaga og á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Byggingarleyfi er ekki gefið út á lóðum annarra og umsókn Kaldvíkur er augljóslega ekki hæf til byggingarleyfis og engin ástæða til að bíða eftir viðbrögðum fyrirtækisins. Álit Umboðsmanns Alþingis Álit umboðsmanns um brot á meginreglu stjórnsýsluréttar vegna vanhæfis starfsmanns við samþykkt strandsvæðaskipulags liggur fyrir, og beindi umboðsmaður því til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins að meta áhrif vanhæfisins á strandsvæðaskipulagið. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fær stórt verkefni til meðferðar og ákvörðunartöku frá fyrri ríkisstjórn. Skipulagsmál eru í molum á Aust- og Vestfjörðum, því sami starfsmaður vann að gerð strandsvæðaskipulagsins hjá Skipulagsstofnun og kynningu þess í innviðaráðuneytinu fyrir bæði landsvæðin. Þ.e.a.s. á tveimur stjórnsýslustigum málsins. Hjá HMS eru byggingarleyfi utan netlaga í algjöru ólagi, því ekkert liggur fyrir hvernig á að fara með gömul rekstrar- og starfsleyfi án byggingarleyfa. Eina nýja sjókvíaeldisstöðin, sem hefur fengið byggingarleyfi, er við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Eldisstöðin er í hvítum ljósgeira Óshólavita og engar mælingar á stórstraumsfjöruborði hafa verið gerðar þar og netlög því óskilgreind. Landeigandi er með dómsmál í undirbúningi. Inga Sæland er lögfræðingur og svaraði vel á Alþingi á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum um álit Umboðsmanns alþingis: „Ef við höfum ekki gert hlutina nákvæmlega samkvæmt orðanna hljóðan og eftir öllum lagarömmum þá einfaldlega leiðréttum við hlutina í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin og Inga eru að gera margt vel og eru með nýja sýn á ýmis mál. Opið sjókvíaeldi er eitt af þeim málum, sem þarf nýja sýn og breytta stefnu. Það þarf að vernda náttúruna og vistkerfið allt. Rúm 65% þjóðarinnar eru á móti opnu sjókvíaeldi og kalla eftir breytingum. Sjókvíaeldi í núverandi mynd er tímaskekkja og ólögmætt. Stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Sjókvíaeldi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Stórstraumsfjara og netlög Fyrsta stórstraumsfjara við landið hefur verið mæld. Náttúrufræðistofnun mældi á dögunum stórstraumsfjöruborð í Selstaða- og Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Enginn fréttaflutningur hefur verið af niðurstöðum þessara mælinga. E.t.v. er það af því að niðurstaða þeirra kemur sér illa fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið Kaldvík. Fyrirtækið hefur hingað til verið duglegt að koma sér í fréttir um að nú sé niðurstaða komin í málið, og engin fyrirstaða sé fyrir því að MAST geti gefið út rekstrarleyfi í Seyðisfirði. Niðurstaða Náttúrufræðistofu er sú að eldissvæði og eldisstöðvar bæði í Selstaða- og Sörlastaðavík eru inni í netlögum og brjóta þar með á lögvörðum eignarétti landeigenda. Raunar þurfa eldisstöðvarnar að færast 150 m frá netlögum til að uppfylla skilyrði um veiðibann skv. 35. grein fiskeldisreglugerðar nr. 540/2020. Byggingarleyfi á að fylgja umsókn fyrirtækisins um rekstrar- og starfsleyfi en gerði það ekki. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á staðsetningu netlaga og gögn Eflu um hnit eldisstöðva í Seyðisfirði sýna að ekki er hægt að fá byggingarleyfi fyrir stöðvarnar. HMS vildi ekki og gat ekki haldið áfram með byggingarleyfisumsókn Kaldvíkur fyrr en mælingar á stórstraumsfjöruborði lægju fyrir. Nú þegar mælingar liggja fyrir svarar HMS fyrirspurn VÁ um afgreiðslu málsins á þennan veg: „Málið verður ekki afgreitt frekar þar til fyrir liggur hvort umsækjendur ætli að halda áfram með umsóknina.“ HMS er ráðþrota. Hvernig í ósköpunum á Kaldvík að geta haldið áfram með umsóknina þegar stórstraumsfjara hefur verið mæld og augljóst að sjókvíaeldisstöðvar eru inni á netlögum landeigenda. Á heimasíðu HMS er þessi frétt frá 13. febrúar 2024, Hún er birt hér í heild sinni: Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna byggingarleyfisskyldra sjókvía utan netlaga „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar sem teljast mannvirki í skilningu laga um mannvirki nr. 160/2010, og eru utan netlaga. Frá og með 15. febrúar 2024 verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera vegna sjókvíaeldis hefur verið háttað með tilliti til þess. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sjókvíar sem teljast hafa fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Þrátt fyrir það hefur framkvæmdin verið sú að rekstrar- og starfsleyfi hafa verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó svo að byggingarleyfis hafi ekki verið aflað fyrir sjókvíar líkt og áskilið er í 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.3.1. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2010, sbr. einnig 6. tölulið 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp tvo úrskurði í lok árs 2022 þar sem m.a. var fjallað um hvort sjókvíar gætu talist til mannvirkja. Í niðurstöðu nefndarinnar kom eftirfarandi fram: Telja verður að botnföst mannvirki í sjó, svo sem fastar fiskeldiskvíar og tengd mannvirki, fóðurprammar og/eða aðstöðuhús á flotkví teljist til mannvirkja skv. 4. gr. laga nr. 132/1999, en mannvirki á eða í hafi, vötnum og ám sem hafa fasta staðsetningu teljast til mannvirkja skv. 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Með úrskurðunum var eytt þeirri réttaróvissu sem mögulega hafði ríkt um það hvort sjókvíar teldust byggingarleyfisskyld mannvirki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga. Stofnunin hefur að undanförnu unnið að því að útfæra ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíum. Fyrir liggur að sjókvíar eru óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Hefðbundnir ferlar eiga illa við og var því nauðsynlegt að móta nýtt verklag við meðferð umsókna. Auk þeirra breytinga sem hér eru tilkynntar á stjórnsýsluframkvæmd við veitingu byggingarleyfa vegna sjókvía vill Húsnæðis- og mannvirkjastofnun upplýsa um að nú sé unnið að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem settar hafa verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað í upphafi. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um málsmeðferðina og verður niðurstaða þar um kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.” Samantekt úr frétt Frétt HMS er um breytta stjórnsýsluframkvæmd og maður spyr sig. Af hverju í ósköpunum er HMS ráðþrota og bíður eftir því hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með umsóknina, í stað þess að taka ákvörðun, og hafna byggingarleyfi þar sem sjókvíaeldið fer inn á netlög og þarf auk þess að vera 150 m frá netlögum skv. reglugerð um fiskeldi? Í fréttinni kemur skýrt fram: „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga.“ HMS verður að taka afstöðu til umsóknar um byggingarleyfi vegna sjókvíaeldis. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga að taka við og afgreiða slíkar umsóknir . Það er ljóst skv. mælingum á stórstraumsfjöru og hnitum Eflu fyrir sjókvíaeldisstöðvar Kaldvíkur, að stöðvarnar eru innan netlaga og á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Byggingarleyfi er ekki gefið út á lóðum annarra og umsókn Kaldvíkur er augljóslega ekki hæf til byggingarleyfis og engin ástæða til að bíða eftir viðbrögðum fyrirtækisins. Álit Umboðsmanns Alþingis Álit umboðsmanns um brot á meginreglu stjórnsýsluréttar vegna vanhæfis starfsmanns við samþykkt strandsvæðaskipulags liggur fyrir, og beindi umboðsmaður því til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins að meta áhrif vanhæfisins á strandsvæðaskipulagið. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fær stórt verkefni til meðferðar og ákvörðunartöku frá fyrri ríkisstjórn. Skipulagsmál eru í molum á Aust- og Vestfjörðum, því sami starfsmaður vann að gerð strandsvæðaskipulagsins hjá Skipulagsstofnun og kynningu þess í innviðaráðuneytinu fyrir bæði landsvæðin. Þ.e.a.s. á tveimur stjórnsýslustigum málsins. Hjá HMS eru byggingarleyfi utan netlaga í algjöru ólagi, því ekkert liggur fyrir hvernig á að fara með gömul rekstrar- og starfsleyfi án byggingarleyfa. Eina nýja sjókvíaeldisstöðin, sem hefur fengið byggingarleyfi, er við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Eldisstöðin er í hvítum ljósgeira Óshólavita og engar mælingar á stórstraumsfjöruborði hafa verið gerðar þar og netlög því óskilgreind. Landeigandi er með dómsmál í undirbúningi. Inga Sæland er lögfræðingur og svaraði vel á Alþingi á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum um álit Umboðsmanns alþingis: „Ef við höfum ekki gert hlutina nákvæmlega samkvæmt orðanna hljóðan og eftir öllum lagarömmum þá einfaldlega leiðréttum við hlutina í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin og Inga eru að gera margt vel og eru með nýja sýn á ýmis mál. Opið sjókvíaeldi er eitt af þeim málum, sem þarf nýja sýn og breytta stefnu. Það þarf að vernda náttúruna og vistkerfið allt. Rúm 65% þjóðarinnar eru á móti opnu sjókvíaeldi og kalla eftir breytingum. Sjókvíaeldi í núverandi mynd er tímaskekkja og ólögmætt. Stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun