Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar 28. maí 2025 16:02 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun sértækrar skattlagningar á sjávarútveg byggir á þeirri meginforsendu, að verið sé að leiðrétta veiðigjöld til samræmis við markaðsverð á fiski. Það á að gera með því að miða verð á botnfiski við verð á innlendum fiskmörkuðum en miða svo verð á uppsjávarfiski við verð til norskra skipa, sem selja afla í Noregi. Þær viðmiðanir eiga að liggja til grundvallar veiðigjalda samkvæmt framlögðu frumvarpi. Því hefur verið haldið fram að fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu verðleggi fisk sjálfar með „innanhúsverði“. En hvert er rétt markaðsverð á fiski? Til að taka af allan vafa er hér átt við fisk sem hráefni til vinnslu, þ.e. fisk upp úr sjó, slægðan eða óslægðan. Hvað er markaður fyrir fisk sem og aðrar vörur? Markaður er einfaldlega sá vettvangur þar sem framboð og eftirspurn mætast og mynda verð vöru. Jafnt á það við um fisk eins og annað sem verslað er með. Markaður getur verið áþreifanlegur (t.d. bílasala), þar sem vara er skoðuð og tilboð eru gerð. Markaður getur líka verið óáþreifanlegur, t.d. þar sem vara er seld á netinu. Einnig getur markaður verið óstýrður eða stýrður, t.d. af lögum og kjarasamningum. Markaður fyrir fisk getur bæði verið áþreifanlegur og óáþreifanlegur. Nær alltaf er hann þó stýrður af ýmsum reglum, s.s. af reglum uppboðsmarkaða en einnig af lögum og kjarasamningum. Verðmyndun á afla íslenskra skipa Verðmyndun á fiski á Íslandi má flokka í fjóra meginflokka. Segja má að öll fiskviðskipti falli í einhvern þeirra. 1. Bein viðskipti útgerðar og vinnslu í sömu eigu. Stærsti hluti aflans fer til eigin vinnslu þeirra útgerða sem veiða fiskinn, í beinum viðskiptum. Verðlagning í þeim tilfellum fer eftir kjarasamningum sjómanna og útgerða, um verð í beinum viðskiptum. Verð eru ákveðin mánaðarlega af fulltrúum sjómanna og útgerða. Markmið verðlagingar eru að verð séu í hlutfalli við söluverð uppboðsmarkaða, t.d. að jafnaði 80% af meðalverði þorsks og ýsu, á innlendum fiskmörkuðum. Þannig er farinn millivegur í verðlagningu mikils magns afla í beinum viðskiptum og lítils magns sem fari á uppboðsmarkaði. Fyrirtækjum er gert kleift að ráðstafa afla skipa sinna til vinnslu og hafa þannig stjórn og fyrirsjáanleika í hráefnisöflun. Það er lykilatriði í starfsemi fiskvinnslu. 2. Afli er seldur á fiskmörkuðum innanlands, uppboð fara fram rafrænt og allir skráðir kaupendur geta boðið í aflann. Skilvirkt kerfi, auðvelt er að selja mikið sem lítið magn af fiski. Auðvelt er að verða kaupandi. Magn sem selt er á mörkuðum er takmarkað, rétt um 20% eða minna, í helstu tegundum. Erlendir aðilar eiga greiðan aðgang að íslenskum fiskmörkuðum og eru nú þegar stærstu kaupendurnir í helstu tegundum. 3. Afli seldur á erlendum markaði Sala getur verið í formi uppboðs eða útboðs. Í báðum tilfellum ræður framboð og eftirspurn, á hverjum tíma, verðinu. Munurinn liggur aðeins í formi sölunnar, þ.e. hvort fiskurinn sé seldur á áþreifanlegum markaði (t.d. uppboðgólfi) eða óáþreifanlegum (fiskurinn boðinn til kaups, jafnvel óveiddur). 4. Önnur bein viðskipti Útgerðir og fiskkaupendur geta gert saminga sín á milli um kaup og sölu afla, hvort sem útgerð er kaupandi eða annar aðili. Kaupandi getur verið innlendur eða erlendur. Kaupandi getur verið tengdur eða ótengdur útgerðinni. Fyrirkomulag og verðlagning slíkra samninga eru bundin kjarasamningum og lögum. Útgerð skal samkvæmt kjarasamningum tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir aflann hverju sinni. Útgerð skal funda með áhöfnum um fiskverð, í upphafi og lok vertíðar og skipa skal trúnaðarmann áhafnar um fiskverð. Gerður skal fiskverðssamningur við áhöfn. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur eftirlit með því að verð sé ekki undir gangverði og hægt er að vísa málum til úrskurðarnefndar sjómanna og útgerða. Þetta fyrirkomulag er það algengasta í verðlagningu á uppsjávarfiski. Verðlagning á afla vinnsluskipa fellur líka undir þennan flokk, útgerð selur afurðir sem skip landar og myndar salan verðmæti til hlutar áhafnar. Framangreindar aðferðir við verðlagningu á fiski gilda um flest öll viðskipti með fisk á Íslandi. Þetta eru ólíkar en jafngildar aðferðir við verðlagningu á fiski. Saman mynda þær það sem kalla má markaðsverð á fiski á Íslandi. Markaðsverð á fiski er einfaldlega verðið sem fyrir fiskinn fæst, með mismunandi sölufyrirkomulagi. Rangar fullyrðingar ráðherra um verðlagningu Að halda því fram að útgerðarfyriræki geti verðlagt fisk eftir eigin geðþótta og notað eitthvert „innanhússverð“, eins og fjármálaráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa haldið fram, er algjörlega fráleitt. Í raun eru það ósannar og ósvífnar dylgjur um að verið sé að virða samninga og lög að vettugi. „Leiðrétting“ byggð á röngum forsendum Viðmið innlendra fiskmarkaða um markaðsverð á botnfiski eru ekki í neinu samræmi við raunveruleg markaðsverð, samkvæmt framansögðu. Verð á botnfiski á innlendum uppboðsmörkuðum endurspegla verðmyndum á aðeins litlum hluta þess sem landað er á Íslandi. Þau endurspegla fyrst og fremst verð sem erlend fyrirtæki geta greitt fyrir hráefni til vinnslu erlendis. Stór og vaxandi hluti þess fisks sem seldur er á innlendum fiskmörkuðum er keyptur af innlendum eða erlendum aðilum, gagngert til að flytja hann út óunninn og endurselja til vinnslu erlendis. Slíka kaupendur má kalla hráefnisheildsala, þar sem þeir kaupa mikið magn af fiski, aðeins til að endurselja hann. Til áréttingar skal tekið fram að slíkir aðilar eru ótengdir íslenskum útgerðar- og fiskvinnslufyrirækjum. Þær erlendu fiskvinnslur, sem eru kaupendur að stórum hluta fisks af íslenskum uppboðsmörkuðum, greiða mun lægri laun en íslenskar fiskvinnslur og njóta styrkja frá viðkomandi ríkjum og frá Evrópusambandinu í ríkum mæli. Þær eru því í allt annarri stöðu en íslenskar vinnslur þegar kemur að því að kaupa hráefni. Fiskmarkaðsverð á íslenskum uppboðmörkuðum er því jaðarverð sem skapast á öðrum forsendum en fiskvinnslur á Íslandi búa við. Enn síður eru verð á uppsjávarfiski í Noregi rétt viðmið um markaðsverð á uppsjávarfiski. Þær viðmiðanir eru ekki aðeins úr lausu lofti gripnar heldur er þar einnig rangt farið með gögn. Ekki er gerður greinarmunur á mismunandi gæðum, t.d. á makríl frá norskum skipum og frá íslenskum. Fyrir liggur að íslensk skip hafa fengið mun lægra verð en norsk skip, fyrir makríl sem landað var í Noregi og seldur í gegnum sölukerfi Norges Sildesalgslag. En ekki aðeins er viðmiðunin röng og rangt farið með gögn. Aðferðafræðin er galin, að leita að því viðmiði sem gefur hæsta skattinn án samhengis við tekjurnar sem á að skattleggja. Leið til ofurskattlagningar landsbyggðarinnar Það er einfaldlega verið að finna hæstu mögulegu viðmið til að auka skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki og um leið á atvinnulíf landsbyggðarinnar, þar sem stærsti hluti skattlagningarinnar lendir. Það er rangt sem fjármálaráðherra hefur sagt, að útgerðir haldi eftir 2/3 hlutum hagnaðar, eftir að veiðigjöld hafa verið greidd. Gjöldin fara langt umfram 1/3 hagnaðar þegar þau eru miðuð við stærðir sem eru yfir rauntekjum útgerðar, eins og nú stendur til að gera. Að auki eru veiðigjöldin ákveðin fyrirfram með hliðsjón af afkomu fyrri ára, í greininni í heild. Þannig getur ólík staða fyrirtækja og sveiflur á milli ára orðið til þess að fyrirtæki greiða há gjöld, þrátt fyrir laka afkomu. Veiðgjöldin bætast svo að auki við aðra skattlagningu og getur því heildarskatthlutfall verið 75 – 80% af hagnaði og jafnvel enn hærra. Þar má vísa til nýrrar greiningar Deloitte á áhrifum skattlagningar í sjávarútvegi. Ljóst er að fyrirtækin hafa ekki getu til fjárfestinga og þróunar í slíku skattaumhverfi. Með þessari breytingu sem nú er boðuð er verið að miða veiðigjöld við stærðir sem hafa ekkert með raunverulega afkomu útgerða eða fiskvinnslu á Íslandi að gera. Niðurstaðan verður aldrei annað en kollsteypa í sjávarútvegi með alvarlegum afleiðingum fyrir íslenskan efnahag. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun sértækrar skattlagningar á sjávarútveg byggir á þeirri meginforsendu, að verið sé að leiðrétta veiðigjöld til samræmis við markaðsverð á fiski. Það á að gera með því að miða verð á botnfiski við verð á innlendum fiskmörkuðum en miða svo verð á uppsjávarfiski við verð til norskra skipa, sem selja afla í Noregi. Þær viðmiðanir eiga að liggja til grundvallar veiðigjalda samkvæmt framlögðu frumvarpi. Því hefur verið haldið fram að fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu verðleggi fisk sjálfar með „innanhúsverði“. En hvert er rétt markaðsverð á fiski? Til að taka af allan vafa er hér átt við fisk sem hráefni til vinnslu, þ.e. fisk upp úr sjó, slægðan eða óslægðan. Hvað er markaður fyrir fisk sem og aðrar vörur? Markaður er einfaldlega sá vettvangur þar sem framboð og eftirspurn mætast og mynda verð vöru. Jafnt á það við um fisk eins og annað sem verslað er með. Markaður getur verið áþreifanlegur (t.d. bílasala), þar sem vara er skoðuð og tilboð eru gerð. Markaður getur líka verið óáþreifanlegur, t.d. þar sem vara er seld á netinu. Einnig getur markaður verið óstýrður eða stýrður, t.d. af lögum og kjarasamningum. Markaður fyrir fisk getur bæði verið áþreifanlegur og óáþreifanlegur. Nær alltaf er hann þó stýrður af ýmsum reglum, s.s. af reglum uppboðsmarkaða en einnig af lögum og kjarasamningum. Verðmyndun á afla íslenskra skipa Verðmyndun á fiski á Íslandi má flokka í fjóra meginflokka. Segja má að öll fiskviðskipti falli í einhvern þeirra. 1. Bein viðskipti útgerðar og vinnslu í sömu eigu. Stærsti hluti aflans fer til eigin vinnslu þeirra útgerða sem veiða fiskinn, í beinum viðskiptum. Verðlagning í þeim tilfellum fer eftir kjarasamningum sjómanna og útgerða, um verð í beinum viðskiptum. Verð eru ákveðin mánaðarlega af fulltrúum sjómanna og útgerða. Markmið verðlagingar eru að verð séu í hlutfalli við söluverð uppboðsmarkaða, t.d. að jafnaði 80% af meðalverði þorsks og ýsu, á innlendum fiskmörkuðum. Þannig er farinn millivegur í verðlagningu mikils magns afla í beinum viðskiptum og lítils magns sem fari á uppboðsmarkaði. Fyrirtækjum er gert kleift að ráðstafa afla skipa sinna til vinnslu og hafa þannig stjórn og fyrirsjáanleika í hráefnisöflun. Það er lykilatriði í starfsemi fiskvinnslu. 2. Afli er seldur á fiskmörkuðum innanlands, uppboð fara fram rafrænt og allir skráðir kaupendur geta boðið í aflann. Skilvirkt kerfi, auðvelt er að selja mikið sem lítið magn af fiski. Auðvelt er að verða kaupandi. Magn sem selt er á mörkuðum er takmarkað, rétt um 20% eða minna, í helstu tegundum. Erlendir aðilar eiga greiðan aðgang að íslenskum fiskmörkuðum og eru nú þegar stærstu kaupendurnir í helstu tegundum. 3. Afli seldur á erlendum markaði Sala getur verið í formi uppboðs eða útboðs. Í báðum tilfellum ræður framboð og eftirspurn, á hverjum tíma, verðinu. Munurinn liggur aðeins í formi sölunnar, þ.e. hvort fiskurinn sé seldur á áþreifanlegum markaði (t.d. uppboðgólfi) eða óáþreifanlegum (fiskurinn boðinn til kaups, jafnvel óveiddur). 4. Önnur bein viðskipti Útgerðir og fiskkaupendur geta gert saminga sín á milli um kaup og sölu afla, hvort sem útgerð er kaupandi eða annar aðili. Kaupandi getur verið innlendur eða erlendur. Kaupandi getur verið tengdur eða ótengdur útgerðinni. Fyrirkomulag og verðlagning slíkra samninga eru bundin kjarasamningum og lögum. Útgerð skal samkvæmt kjarasamningum tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir aflann hverju sinni. Útgerð skal funda með áhöfnum um fiskverð, í upphafi og lok vertíðar og skipa skal trúnaðarmann áhafnar um fiskverð. Gerður skal fiskverðssamningur við áhöfn. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur eftirlit með því að verð sé ekki undir gangverði og hægt er að vísa málum til úrskurðarnefndar sjómanna og útgerða. Þetta fyrirkomulag er það algengasta í verðlagningu á uppsjávarfiski. Verðlagning á afla vinnsluskipa fellur líka undir þennan flokk, útgerð selur afurðir sem skip landar og myndar salan verðmæti til hlutar áhafnar. Framangreindar aðferðir við verðlagningu á fiski gilda um flest öll viðskipti með fisk á Íslandi. Þetta eru ólíkar en jafngildar aðferðir við verðlagningu á fiski. Saman mynda þær það sem kalla má markaðsverð á fiski á Íslandi. Markaðsverð á fiski er einfaldlega verðið sem fyrir fiskinn fæst, með mismunandi sölufyrirkomulagi. Rangar fullyrðingar ráðherra um verðlagningu Að halda því fram að útgerðarfyriræki geti verðlagt fisk eftir eigin geðþótta og notað eitthvert „innanhússverð“, eins og fjármálaráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa haldið fram, er algjörlega fráleitt. Í raun eru það ósannar og ósvífnar dylgjur um að verið sé að virða samninga og lög að vettugi. „Leiðrétting“ byggð á röngum forsendum Viðmið innlendra fiskmarkaða um markaðsverð á botnfiski eru ekki í neinu samræmi við raunveruleg markaðsverð, samkvæmt framansögðu. Verð á botnfiski á innlendum uppboðsmörkuðum endurspegla verðmyndum á aðeins litlum hluta þess sem landað er á Íslandi. Þau endurspegla fyrst og fremst verð sem erlend fyrirtæki geta greitt fyrir hráefni til vinnslu erlendis. Stór og vaxandi hluti þess fisks sem seldur er á innlendum fiskmörkuðum er keyptur af innlendum eða erlendum aðilum, gagngert til að flytja hann út óunninn og endurselja til vinnslu erlendis. Slíka kaupendur má kalla hráefnisheildsala, þar sem þeir kaupa mikið magn af fiski, aðeins til að endurselja hann. Til áréttingar skal tekið fram að slíkir aðilar eru ótengdir íslenskum útgerðar- og fiskvinnslufyrirækjum. Þær erlendu fiskvinnslur, sem eru kaupendur að stórum hluta fisks af íslenskum uppboðsmörkuðum, greiða mun lægri laun en íslenskar fiskvinnslur og njóta styrkja frá viðkomandi ríkjum og frá Evrópusambandinu í ríkum mæli. Þær eru því í allt annarri stöðu en íslenskar vinnslur þegar kemur að því að kaupa hráefni. Fiskmarkaðsverð á íslenskum uppboðmörkuðum er því jaðarverð sem skapast á öðrum forsendum en fiskvinnslur á Íslandi búa við. Enn síður eru verð á uppsjávarfiski í Noregi rétt viðmið um markaðsverð á uppsjávarfiski. Þær viðmiðanir eru ekki aðeins úr lausu lofti gripnar heldur er þar einnig rangt farið með gögn. Ekki er gerður greinarmunur á mismunandi gæðum, t.d. á makríl frá norskum skipum og frá íslenskum. Fyrir liggur að íslensk skip hafa fengið mun lægra verð en norsk skip, fyrir makríl sem landað var í Noregi og seldur í gegnum sölukerfi Norges Sildesalgslag. En ekki aðeins er viðmiðunin röng og rangt farið með gögn. Aðferðafræðin er galin, að leita að því viðmiði sem gefur hæsta skattinn án samhengis við tekjurnar sem á að skattleggja. Leið til ofurskattlagningar landsbyggðarinnar Það er einfaldlega verið að finna hæstu mögulegu viðmið til að auka skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki og um leið á atvinnulíf landsbyggðarinnar, þar sem stærsti hluti skattlagningarinnar lendir. Það er rangt sem fjármálaráðherra hefur sagt, að útgerðir haldi eftir 2/3 hlutum hagnaðar, eftir að veiðigjöld hafa verið greidd. Gjöldin fara langt umfram 1/3 hagnaðar þegar þau eru miðuð við stærðir sem eru yfir rauntekjum útgerðar, eins og nú stendur til að gera. Að auki eru veiðigjöldin ákveðin fyrirfram með hliðsjón af afkomu fyrri ára, í greininni í heild. Þannig getur ólík staða fyrirtækja og sveiflur á milli ára orðið til þess að fyrirtæki greiða há gjöld, þrátt fyrir laka afkomu. Veiðgjöldin bætast svo að auki við aðra skattlagningu og getur því heildarskatthlutfall verið 75 – 80% af hagnaði og jafnvel enn hærra. Þar má vísa til nýrrar greiningar Deloitte á áhrifum skattlagningar í sjávarútvegi. Ljóst er að fyrirtækin hafa ekki getu til fjárfestinga og þróunar í slíku skattaumhverfi. Með þessari breytingu sem nú er boðuð er verið að miða veiðigjöld við stærðir sem hafa ekkert með raunverulega afkomu útgerða eða fiskvinnslu á Íslandi að gera. Niðurstaðan verður aldrei annað en kollsteypa í sjávarútvegi með alvarlegum afleiðingum fyrir íslenskan efnahag. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun