Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar 28. maí 2025 15:00 Fyrir mörgum árum skrifaði Jón Magnússon frábæra grein um málefni Ísrael. Þar kom fram, að þegar Ísraelsríki var stofnað var ekki gætt að hagsmunum þeirra sem áttu heimili sín í Palestínu. Í grein Jóns segir frá að áður en Ísraelsríki var stofnað höfðu hryðjuverkasveitir Begins, sem síðar varð forsætisráðherra gyðinga, myrt breska hermenn sofandi í rúmum sínum. Þeir sprengdu líka Hluta hótelsins King David í Jerúsalem og drápu 91 manneskju. Áfram segir: “Gyðingar réðust á palestínska þorpið Deir Yassin sem er nálægt Jerúsalem þar sem 250 karlar, konur og börn voru drepin og líkum þeirra misþyrmt. Í framhaldi af hermdarverkum gyðinga í Deir Yassin flýðu 750.000 Palestínumenn heimili sitt og land. (flestir til Gaza) Palestínumenn eru nú í risastóru fangelsi í Ísrael hvort heldur þeir búa á Vesturbakkanum eða Gaza svæðinu. Þeir geta ekki komið, farið eða selt framleiðslu sína nema með leyfi herrastjórnarinnar í Ísrael sem byggir og stjórnar á grundvelli trúarlegrar apartheid stefnu.” Ísland ber ábyrgð Síðar í grein Jóns Magnússonar segir orðrétt: “Þessi saga er sorgleg. Sameinuðu þjóðirnar og þar á meðal við Íslendingar sem greiddum atkvæði með stofnun Ísraelsríkis. Við erum samábyrg því sem þarna hefur gerst og er að gerast. Við getum ekki liðið það að fólk sé svipt mannréttindum og búi við hörmungar áratugum saman og sé ekki virt sem manneskjur. Við berum ábyrgð á örlögum Palestínumanna og okkur ber skylda til að beita okkur fyrir því að Ísraelsmenn fari að alþjóðalögum og virði mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Okkur ber að viðurkenna að allir menn eiga sama rétt og eru jafnmikilvægir og merkilegir. Vandamál Palestínumanna verða ekki leyst nema þar sem þeir eiga heima. Okkur ber skylda til að leggja stóraukna fjármuni til mannúðarstarfs á þessu svæði.” Jón Magnússon er meðal þeirra sem vara við óhaminni fjölgun fólks, sem hefur öndverð viðhorf til samfélaga eins og okkar Íslendinga. Þeir benda á að múslímar virða ekki Íslensk lög um jafnrétti kynja - múslímar bannfæra samkynhneigð og transfólk sem dauðasök - múslímar boða ærumorð innan eigin fjölskyldu - múslímar banna málfrelsi um trú sína - múslímar og gyðingar kenna það sem réttlæti, að lýður sameinist til að refsa fólki og murka úr því lífið með grjótkasti. Ekkert í trúarboðskap múslíma réttlætir þó glæpaverk stjórnar gyðinga gegn Palestínubúum eða svik Sameinuðu þjóðanna gegn þeim. Íslendingum og þeim þjóðum, sem samþykktu að ræna þá landi sínu og og hrekja þá frá heimilum sínum ber skylda til að láta stöva landtökugyðingana, sem brjóta alþjóðalög og stela nú bújörðum og heimilum Palestínubúa með leyfi ríkisstjórnar Ísrael. Ísland á að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórn þeirra hefur kastað frá sér allri mennsku og lagt ofurkapp á að fækka mæðrum og börnum þeirra, sem gætu lifað til að hefna. Við vitum vel, að það stöðvar ekki hryllinginn að rjúfa stjórnmálasamband en við gætum þá horft framan í heiminn með sjálfsvirðingu og sagt: Við Íslendingar þorðum meðan aðrir hikuðu. Vera kann að sú ákvörðun verði þá fyrirmynd annarra þjóða eins og þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháen og aðrar þjóðir runnu svo í þá slóð. Það gjörbreytti Evrópu. Kannski gerist það í framtíðinni eins og í Litháen, að Palestínubúar meitli í stein við þinghús sitt: “Takk Ísland sem þorði þegar aðrir þögðu” Höf. Birgir Dýrförð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum skrifaði Jón Magnússon frábæra grein um málefni Ísrael. Þar kom fram, að þegar Ísraelsríki var stofnað var ekki gætt að hagsmunum þeirra sem áttu heimili sín í Palestínu. Í grein Jóns segir frá að áður en Ísraelsríki var stofnað höfðu hryðjuverkasveitir Begins, sem síðar varð forsætisráðherra gyðinga, myrt breska hermenn sofandi í rúmum sínum. Þeir sprengdu líka Hluta hótelsins King David í Jerúsalem og drápu 91 manneskju. Áfram segir: “Gyðingar réðust á palestínska þorpið Deir Yassin sem er nálægt Jerúsalem þar sem 250 karlar, konur og börn voru drepin og líkum þeirra misþyrmt. Í framhaldi af hermdarverkum gyðinga í Deir Yassin flýðu 750.000 Palestínumenn heimili sitt og land. (flestir til Gaza) Palestínumenn eru nú í risastóru fangelsi í Ísrael hvort heldur þeir búa á Vesturbakkanum eða Gaza svæðinu. Þeir geta ekki komið, farið eða selt framleiðslu sína nema með leyfi herrastjórnarinnar í Ísrael sem byggir og stjórnar á grundvelli trúarlegrar apartheid stefnu.” Ísland ber ábyrgð Síðar í grein Jóns Magnússonar segir orðrétt: “Þessi saga er sorgleg. Sameinuðu þjóðirnar og þar á meðal við Íslendingar sem greiddum atkvæði með stofnun Ísraelsríkis. Við erum samábyrg því sem þarna hefur gerst og er að gerast. Við getum ekki liðið það að fólk sé svipt mannréttindum og búi við hörmungar áratugum saman og sé ekki virt sem manneskjur. Við berum ábyrgð á örlögum Palestínumanna og okkur ber skylda til að beita okkur fyrir því að Ísraelsmenn fari að alþjóðalögum og virði mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Okkur ber að viðurkenna að allir menn eiga sama rétt og eru jafnmikilvægir og merkilegir. Vandamál Palestínumanna verða ekki leyst nema þar sem þeir eiga heima. Okkur ber skylda til að leggja stóraukna fjármuni til mannúðarstarfs á þessu svæði.” Jón Magnússon er meðal þeirra sem vara við óhaminni fjölgun fólks, sem hefur öndverð viðhorf til samfélaga eins og okkar Íslendinga. Þeir benda á að múslímar virða ekki Íslensk lög um jafnrétti kynja - múslímar bannfæra samkynhneigð og transfólk sem dauðasök - múslímar boða ærumorð innan eigin fjölskyldu - múslímar banna málfrelsi um trú sína - múslímar og gyðingar kenna það sem réttlæti, að lýður sameinist til að refsa fólki og murka úr því lífið með grjótkasti. Ekkert í trúarboðskap múslíma réttlætir þó glæpaverk stjórnar gyðinga gegn Palestínubúum eða svik Sameinuðu þjóðanna gegn þeim. Íslendingum og þeim þjóðum, sem samþykktu að ræna þá landi sínu og og hrekja þá frá heimilum sínum ber skylda til að láta stöva landtökugyðingana, sem brjóta alþjóðalög og stela nú bújörðum og heimilum Palestínubúa með leyfi ríkisstjórnar Ísrael. Ísland á að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórn þeirra hefur kastað frá sér allri mennsku og lagt ofurkapp á að fækka mæðrum og börnum þeirra, sem gætu lifað til að hefna. Við vitum vel, að það stöðvar ekki hryllinginn að rjúfa stjórnmálasamband en við gætum þá horft framan í heiminn með sjálfsvirðingu og sagt: Við Íslendingar þorðum meðan aðrir hikuðu. Vera kann að sú ákvörðun verði þá fyrirmynd annarra þjóða eins og þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháen og aðrar þjóðir runnu svo í þá slóð. Það gjörbreytti Evrópu. Kannski gerist það í framtíðinni eins og í Litháen, að Palestínubúar meitli í stein við þinghús sitt: “Takk Ísland sem þorði þegar aðrir þögðu” Höf. Birgir Dýrförð
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun