Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar 28. maí 2025 10:31 Við erum flest ef ekki öll sammála um að staðan er ekki ásættanleg hvað meðferðarheimili fyrir börn varðar, þó það standi til bóta. Biðin er erfið, óásættanleg – fyrir börn og foreldra sem þurfa á úrræðunum að halda. Ástandið er einnig mjög erfitt fyrir starfsfólk í barnaverndinni og aðra sem eru með þessi börn í fanginu. Ég get sjálf ekki beðið eftir að taka á móti krökkunum á ný í nýju húsnæði Lækjarbakka og veit að ég er ekki ein um þá skoðun. Fyrir rétt rúmu ári vorum við tilneydd til að fara úr húsnæði meðferðarheimilisins Lækjarbakka. Ég hefði aldrei trúað því að rúmu ári seinna væri heimilið enn lokað. Þegar húsnæði var komið í höfn þurftum við frá að hverfa. Við tók ný leit að húsnæði hjá okkur innan BOFS og hjá ráðuneytinu. Persónulega lagði ég mikið á mig við leit að húsnæði, það er í raun hálf súrrealískt að hugsa til baka. Ég leitaði um allt bókstaflega! Á netinu, auglýsti, vakti athygli á málinu, keyrði um allar þorpagrundir, skoðaði húsnæði og var stundum alveg við það að fara að banka uppá hjá fólki. Ákvað þó frekar að senda tölvupóst eða hringja. Ekkert gekk upp. Þetta var ekki svo einfalt. Hvorki að finna húsnæði til bráðabirgða né varanlegt. Allskonar hindranir. Á endanum tókst það, Gunnarsholt var í höfn. En samt ekki. Það er mikil vinna fólgin í því að opna á ný. Breytingar, viðhald, aðlaga að starfseminni, fylgja lögum og reglum. Útboð. Vinna gögnin fyrir útboðið. Teikna upp. Húsið þarf að standast allar öryggiskröfur og vera vistlegt fyrir börn að dvelja. Það er unnið hörðum höndum að því að opna. Það er mikil vinna í gangi. Það er mikil pressa og allir að gera sitt allra besta. Vinna þetta sem hraðast - án þess að flýta sér um of. Við græðum heldur ekki á því, það þarf að vanda til verka. En af hverju opnum við ekki bara meðferðarúrræði annars staðar á landinu? Persónulega hef ég ekkert á móti því. En það þarf að huga vel að því á alla vegu. Miðað við mína reynslu undanfarið ár þá tel ég að bráðabirgðaúrræði annars staðar á landinu þar til Lækjarbakki opnar sé óraunhæft og tímafrekara en við myndum vilja (ég skal gjarnan hafa rangt fyrir mér). Það er alls ekkert víst að húsnæðið uppfylli skilyrði enda búið að herða mjög á hvað hollustuhætti og öryggi varðar. Kannski þarf að fara í vinnu og breyta einhverju? Við getum ekki heldur bara sætt okkur við eitthvað. En svo er það starfsfólkið. Það þarf að ráða nýtt starfsfólk og þjálfa. Starfsfólkið er mikilvægasti parturinn í þessu öllu saman og ástæðan fyrir því að ég gaf mig alla í að finna húsnæði í nágrenni við gamla húsnæðið. Verandi með starfsfólk með menntun, reynslu og þjálfun. Starfið gekk vel. Ég veit að ég mun fá einhvern hluta af mínu góða starfsfólki til baka þegar við opnum Lækjarbakka á ný. Ég hlakka til að fá þau til baka og taka á móti krökkunum okkar. Sem allra fyrst. Dögg Þrastardóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Lækjarbakka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Meðferðarheimili Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við erum flest ef ekki öll sammála um að staðan er ekki ásættanleg hvað meðferðarheimili fyrir börn varðar, þó það standi til bóta. Biðin er erfið, óásættanleg – fyrir börn og foreldra sem þurfa á úrræðunum að halda. Ástandið er einnig mjög erfitt fyrir starfsfólk í barnaverndinni og aðra sem eru með þessi börn í fanginu. Ég get sjálf ekki beðið eftir að taka á móti krökkunum á ný í nýju húsnæði Lækjarbakka og veit að ég er ekki ein um þá skoðun. Fyrir rétt rúmu ári vorum við tilneydd til að fara úr húsnæði meðferðarheimilisins Lækjarbakka. Ég hefði aldrei trúað því að rúmu ári seinna væri heimilið enn lokað. Þegar húsnæði var komið í höfn þurftum við frá að hverfa. Við tók ný leit að húsnæði hjá okkur innan BOFS og hjá ráðuneytinu. Persónulega lagði ég mikið á mig við leit að húsnæði, það er í raun hálf súrrealískt að hugsa til baka. Ég leitaði um allt bókstaflega! Á netinu, auglýsti, vakti athygli á málinu, keyrði um allar þorpagrundir, skoðaði húsnæði og var stundum alveg við það að fara að banka uppá hjá fólki. Ákvað þó frekar að senda tölvupóst eða hringja. Ekkert gekk upp. Þetta var ekki svo einfalt. Hvorki að finna húsnæði til bráðabirgða né varanlegt. Allskonar hindranir. Á endanum tókst það, Gunnarsholt var í höfn. En samt ekki. Það er mikil vinna fólgin í því að opna á ný. Breytingar, viðhald, aðlaga að starfseminni, fylgja lögum og reglum. Útboð. Vinna gögnin fyrir útboðið. Teikna upp. Húsið þarf að standast allar öryggiskröfur og vera vistlegt fyrir börn að dvelja. Það er unnið hörðum höndum að því að opna. Það er mikil vinna í gangi. Það er mikil pressa og allir að gera sitt allra besta. Vinna þetta sem hraðast - án þess að flýta sér um of. Við græðum heldur ekki á því, það þarf að vanda til verka. En af hverju opnum við ekki bara meðferðarúrræði annars staðar á landinu? Persónulega hef ég ekkert á móti því. En það þarf að huga vel að því á alla vegu. Miðað við mína reynslu undanfarið ár þá tel ég að bráðabirgðaúrræði annars staðar á landinu þar til Lækjarbakki opnar sé óraunhæft og tímafrekara en við myndum vilja (ég skal gjarnan hafa rangt fyrir mér). Það er alls ekkert víst að húsnæðið uppfylli skilyrði enda búið að herða mjög á hvað hollustuhætti og öryggi varðar. Kannski þarf að fara í vinnu og breyta einhverju? Við getum ekki heldur bara sætt okkur við eitthvað. En svo er það starfsfólkið. Það þarf að ráða nýtt starfsfólk og þjálfa. Starfsfólkið er mikilvægasti parturinn í þessu öllu saman og ástæðan fyrir því að ég gaf mig alla í að finna húsnæði í nágrenni við gamla húsnæðið. Verandi með starfsfólk með menntun, reynslu og þjálfun. Starfið gekk vel. Ég veit að ég mun fá einhvern hluta af mínu góða starfsfólki til baka þegar við opnum Lækjarbakka á ný. Ég hlakka til að fá þau til baka og taka á móti krökkunum okkar. Sem allra fyrst. Dögg Þrastardóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Lækjarbakka.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar