Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2025 15:00 Frá verksmiðju Rheinmetall í Þýskalandi. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Skortur er á verkfræðingum, sérfræðingum í gervigreind og gagnagreiningu, rafsuðumönnum og vélvirkjum, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamenn Reuters ræddu við einn af forsvarsmönnum tékkneska fyrirtækisins PBS Group sem framleiðir hreyfla fyrir eldflaugar og dróna. Þar vinna um átta hundruð manns en hann segir að ef hann fyndi fólk gæti hann auðveldlega tvöfaldað fjölda starfsmanna. „Viðskiptin eru til staðar,“ sagði Pavel Cechal. Hann segir laun starfsmanna hafa verið hækkuð um átta prósent í fyrra og nú standi til að hækka þau aftur um tíu prósent, til að fá fleira fólk til vinnu. Svipaða sögu er að segja frá fjölda annarra hergagnaframleiðenda í Evrópu. Forsvarsmenn Rheinmetall, stærsta hergagnafyrirtækis Evrópu, stefna að því að fjölga starfsmönnum um tæpan þriðjung fyrir árið 2028. Þá yrðu starfsmennirnir um níu þúsund talsins. Billjónir til uppbyggingar Ráðherrar ESB samþykktu í morgun stofnun 150 milljarða evra (21,7 billjón krónur) varnarsjóð sem nota á til að lána aðildarríkjum fjármuni til fjárfestinga í hergagnaframleiðslu og vörnum. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir í yfirlýsingu að fordæmalausir tímar krefjist fordæmalausra aðgerða. Evrópa þurfi að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi. Sjóðurinn muni nýtast til að auka getu Evrópu á öllum sviðum. „Þetta snýst um viðbúnað, þetta snýst um þrautseigju og þetta snýst um að þróa raunverulegan evrópskan markað á sviði varnarmála.“ Þessi sjóður er til viðbótar við átta hundruð milljarða evra aukningu til varnarmála á komandi árum, sem samþykkt var af leiðtogum ESB í mars. Útlit er því fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu og víðar á næstu árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa um 78 prósent af fjárveitingum til vopnakaupa ESB farið til ríkja utan sambandsins og þar af 63 prósent til Bandaríkjanna. Eitt auka prósent og 760 þúsund störf Talið er að á leiðtogafundi NATO verði tekin sú ákvörðun að hækka viðmið um fjárútlát aðildarríkja til varnarmála úr tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu, í þrjú og hálft prósent á næstu sjö árum. Þar til viðbótar eigi að bætast við 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Samkvæmt Reuters áætla sérfræðingar greiningafyrirtækisins Kearney að hækkun upp í þrjú prósent myndi þarfnast um 760 þúsund nýrra starfa í Evrópu. Evrópusambandið Hernaður Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Skortur er á verkfræðingum, sérfræðingum í gervigreind og gagnagreiningu, rafsuðumönnum og vélvirkjum, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamenn Reuters ræddu við einn af forsvarsmönnum tékkneska fyrirtækisins PBS Group sem framleiðir hreyfla fyrir eldflaugar og dróna. Þar vinna um átta hundruð manns en hann segir að ef hann fyndi fólk gæti hann auðveldlega tvöfaldað fjölda starfsmanna. „Viðskiptin eru til staðar,“ sagði Pavel Cechal. Hann segir laun starfsmanna hafa verið hækkuð um átta prósent í fyrra og nú standi til að hækka þau aftur um tíu prósent, til að fá fleira fólk til vinnu. Svipaða sögu er að segja frá fjölda annarra hergagnaframleiðenda í Evrópu. Forsvarsmenn Rheinmetall, stærsta hergagnafyrirtækis Evrópu, stefna að því að fjölga starfsmönnum um tæpan þriðjung fyrir árið 2028. Þá yrðu starfsmennirnir um níu þúsund talsins. Billjónir til uppbyggingar Ráðherrar ESB samþykktu í morgun stofnun 150 milljarða evra (21,7 billjón krónur) varnarsjóð sem nota á til að lána aðildarríkjum fjármuni til fjárfestinga í hergagnaframleiðslu og vörnum. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir í yfirlýsingu að fordæmalausir tímar krefjist fordæmalausra aðgerða. Evrópa þurfi að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi. Sjóðurinn muni nýtast til að auka getu Evrópu á öllum sviðum. „Þetta snýst um viðbúnað, þetta snýst um þrautseigju og þetta snýst um að þróa raunverulegan evrópskan markað á sviði varnarmála.“ Þessi sjóður er til viðbótar við átta hundruð milljarða evra aukningu til varnarmála á komandi árum, sem samþykkt var af leiðtogum ESB í mars. Útlit er því fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu og víðar á næstu árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa um 78 prósent af fjárveitingum til vopnakaupa ESB farið til ríkja utan sambandsins og þar af 63 prósent til Bandaríkjanna. Eitt auka prósent og 760 þúsund störf Talið er að á leiðtogafundi NATO verði tekin sú ákvörðun að hækka viðmið um fjárútlát aðildarríkja til varnarmála úr tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu, í þrjú og hálft prósent á næstu sjö árum. Þar til viðbótar eigi að bætast við 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Samkvæmt Reuters áætla sérfræðingar greiningafyrirtækisins Kearney að hækkun upp í þrjú prósent myndi þarfnast um 760 þúsund nýrra starfa í Evrópu.
Evrópusambandið Hernaður Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira