Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:33 Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð. Óháð stefnu í innflytjendamálum þarf að stuðla að því að þeir sem flytjast til nýs lands geti orðið virkir borgarar sem eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu. Við höfum í mörg ár unnið við íslenskukennslu innflytjenda í framhaldsskóla og erum sannfærðar um að góð tök á málinu sé frumforsenda þess að fólk samlagist og því líði vel í samfélaginu; tungumálið opnar dyr og veitir fólki fleiri tækifæri. Ísland er því miður enn skammt á veg komið í þessum málum og því rétt að skoða það sem hefur gengið bæði vel og illa hjá öðrum þjóðum sem hafa tekist lengur á við verkefni af þessum toga. Á vormánuðum fórum við til Antwerpen í Belgíu til að kynna okkur móttöku innflytjenda og kennslu í sérstökum móttökuskólum. Belgar hafa áratugalanga reynslu á þessu sviði og töldum við því heppilegt að læra af þeim. Áður en við lögðum af stað höfðum við óljósarskoðanir á móttökuskólum þar sem við þekkjum þá ekki í þeirri mynd sem tíðkast erlendis. Eftir heimsóknina erum við sannfærðar um að einhvers konar móttaka og þarfagreining þurfi alltaf að fara fram áður en nemendur eru sendir í íslenska skóla. Í Antwerpen er móttökumiðstöð sem tekur á móti öllum innflytjendum sem koma til borgarinnar frá svæðum utan Evrópu. Þar fer fram mikilvæg þarfagreining þar sem m.a. er skráð hvort fólk hafi gengið í skóla, sé læst á eigið letur og/eða latneskt letur. Í tilfelli barna er skólaganga foreldra einnig skoðuð. Síðan er reynt að finna lausnir við hæfi fyrir hvern og einn. Móttökumiðstöðin sér einnig um mikilvæga menningarfræðslu. Innflytjendur læra að auki um hefðir belgísks samfélags, skólakerfið og atvinnumarkaðinn. Móttökuskólar eru víðs vegar um borgina. Í skólanum sem við heimsóttum eru 135 nemendur á aldrinum 12 til 18 ára. Þar læra nemendur fyrst og fremst hollensku í eitt til þrjú ár eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin að baki móttökuskólunum er að nemendur læri tungumálið í landinu sem allra best til þess að aðlagast samfélaginu og eiga fleiri atvinnu- og námsmöguleika í Belgíu. Það sem okkur fannst eftirtektarvert var aginn sem ríkti og virðing nemenda fyrir skólastarfinu. Belgar leyfa engin höfuðföt innan veggja skólans og gildir það jafnt um hettur, húfur og slæður. Ekki virtist það valda árekstrum og þegar við inntum kennara eftir þessu þá töldu þeir að nemendur sem bæru slæður utan skóla upplifðu ákveðið frelsi í því að vera ekki með slæður í skólanum. Símar eru sömuleiðis ekki leyfðir og hanga efnisstrangar með vösum á vegg við kennaraborðið sem nemendur setja síma sína í í upphafi kennslustunda. Allir hlustuðu því af athygli þegar kennari eða bekkjarfélagar töluðu og bekkjarbragurinn var mjög jákvæður. Heimsókn okkar til Belgíu og reynsla okkar í íslenskukennslu erlendra nemenda í framhaldsskóla hefur opnað augu okkar fyrir því hversu stutt á veg við erum komin hér á landi í þessum málum. Aðstæður í framhaldsskólum hérlendis, hvað þetta varðar, hafa ekki verið til fyrirmyndar og kennarar hafa jafnvel þurft að taka á móti illa læsum eða ólæsum nemendum sem margir hafa litla sem enga skólagöngu að baki. Það gefur auga leið að framhaldsskóli hentar ekki sem fyrsti viðkomustaður þessara nemenda. Við vitum að það er verið að vinna að breytingum, en það er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur. Fjöldi kennara er að gera frábæra hluti víða um land en við þurfum fastmótaða stefnu og skilning yfirvalda. Er það nokkuð svo galin hugmynd að vera með móttökuskóla? Horfum til þess sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum og lærum af mistökum þeirra. Opnum öfluga móttökumiðstöð og greinum þarfir og stöðu nemenda áður en þeir eru sendir inn í skólastofuna. Kennum innflytjendum íslensku! Höfundar eru framhaldsskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð. Óháð stefnu í innflytjendamálum þarf að stuðla að því að þeir sem flytjast til nýs lands geti orðið virkir borgarar sem eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu. Við höfum í mörg ár unnið við íslenskukennslu innflytjenda í framhaldsskóla og erum sannfærðar um að góð tök á málinu sé frumforsenda þess að fólk samlagist og því líði vel í samfélaginu; tungumálið opnar dyr og veitir fólki fleiri tækifæri. Ísland er því miður enn skammt á veg komið í þessum málum og því rétt að skoða það sem hefur gengið bæði vel og illa hjá öðrum þjóðum sem hafa tekist lengur á við verkefni af þessum toga. Á vormánuðum fórum við til Antwerpen í Belgíu til að kynna okkur móttöku innflytjenda og kennslu í sérstökum móttökuskólum. Belgar hafa áratugalanga reynslu á þessu sviði og töldum við því heppilegt að læra af þeim. Áður en við lögðum af stað höfðum við óljósarskoðanir á móttökuskólum þar sem við þekkjum þá ekki í þeirri mynd sem tíðkast erlendis. Eftir heimsóknina erum við sannfærðar um að einhvers konar móttaka og þarfagreining þurfi alltaf að fara fram áður en nemendur eru sendir í íslenska skóla. Í Antwerpen er móttökumiðstöð sem tekur á móti öllum innflytjendum sem koma til borgarinnar frá svæðum utan Evrópu. Þar fer fram mikilvæg þarfagreining þar sem m.a. er skráð hvort fólk hafi gengið í skóla, sé læst á eigið letur og/eða latneskt letur. Í tilfelli barna er skólaganga foreldra einnig skoðuð. Síðan er reynt að finna lausnir við hæfi fyrir hvern og einn. Móttökumiðstöðin sér einnig um mikilvæga menningarfræðslu. Innflytjendur læra að auki um hefðir belgísks samfélags, skólakerfið og atvinnumarkaðinn. Móttökuskólar eru víðs vegar um borgina. Í skólanum sem við heimsóttum eru 135 nemendur á aldrinum 12 til 18 ára. Þar læra nemendur fyrst og fremst hollensku í eitt til þrjú ár eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin að baki móttökuskólunum er að nemendur læri tungumálið í landinu sem allra best til þess að aðlagast samfélaginu og eiga fleiri atvinnu- og námsmöguleika í Belgíu. Það sem okkur fannst eftirtektarvert var aginn sem ríkti og virðing nemenda fyrir skólastarfinu. Belgar leyfa engin höfuðföt innan veggja skólans og gildir það jafnt um hettur, húfur og slæður. Ekki virtist það valda árekstrum og þegar við inntum kennara eftir þessu þá töldu þeir að nemendur sem bæru slæður utan skóla upplifðu ákveðið frelsi í því að vera ekki með slæður í skólanum. Símar eru sömuleiðis ekki leyfðir og hanga efnisstrangar með vösum á vegg við kennaraborðið sem nemendur setja síma sína í í upphafi kennslustunda. Allir hlustuðu því af athygli þegar kennari eða bekkjarfélagar töluðu og bekkjarbragurinn var mjög jákvæður. Heimsókn okkar til Belgíu og reynsla okkar í íslenskukennslu erlendra nemenda í framhaldsskóla hefur opnað augu okkar fyrir því hversu stutt á veg við erum komin hér á landi í þessum málum. Aðstæður í framhaldsskólum hérlendis, hvað þetta varðar, hafa ekki verið til fyrirmyndar og kennarar hafa jafnvel þurft að taka á móti illa læsum eða ólæsum nemendum sem margir hafa litla sem enga skólagöngu að baki. Það gefur auga leið að framhaldsskóli hentar ekki sem fyrsti viðkomustaður þessara nemenda. Við vitum að það er verið að vinna að breytingum, en það er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur. Fjöldi kennara er að gera frábæra hluti víða um land en við þurfum fastmótaða stefnu og skilning yfirvalda. Er það nokkuð svo galin hugmynd að vera með móttökuskóla? Horfum til þess sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum og lærum af mistökum þeirra. Opnum öfluga móttökumiðstöð og greinum þarfir og stöðu nemenda áður en þeir eru sendir inn í skólastofuna. Kennum innflytjendum íslensku! Höfundar eru framhaldsskólakennarar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun