Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar 26. maí 2025 11:31 Samkvæmt nýjustu greiningu UN Women hafa meira en 28.000 konur og stúlkur verið drepnar á Gasa síðan átökin hófust í október 2023*. Þetta jafngildir að meðaltali einni konu og einni stúlku sem drepnar eru á hverri klukkustund í árásum ísraelska hersins. Meðal eru þúsundir mæðra sem láta eftir sig börn og fjölskyldur. Heilu samfélögin standa eftir í sárum. Yfirvofandi hungursneyð Síðan vopnahléið á Gasa var rofið í mars síðastliðnum hefur ástandið versnað enn frekar. Engri mannúðaraðstoð hefur verið hleypt inn á svæðið í rúmar tíu vikur. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Skortur er á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Hver einasta kona og stúlka á Gasa (fleiri en ein milljón) stendur því frammi fyrir hungursneyð. Konur og stúlkur eru á flótta í eigin heimalandi. Þær eiga hvergi skjól, hafa ekki aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og verða sífellt berskjaldaðri fyrir ofbeldi. Tíðni mæðradauða fer hækkandi, einkum vegna skorts á öruggri fæðingarþjónustu, lyfjum og nauðsynlegri umönnun. Staðan er grafalvarleg. Konur í lykilhlutverki á tímum gríðarlegrar neyðar Þrátt fyrir ólýsanlegar aðstæður halda UN Women störfum sínum áfram á Gasa. Þar fer fram mikilvægt samstarf við staðbundin kvennasamtök, sem gegna lykilhlutverki í dreifa hjálpargögnum, miðla fræðslu og veita sálfélagslegan stuðning. Þar að auki byggja þær upp viðnámsþrótt í samfélögum sem nú berjast fyrir tilveru sinni. Starfið felst ekki eingöngu í að bregðast við afleiðingum átaka, heldur einnig í því að leggja grunninn að enduruppbyggingu. Mikilvægt er að tryggja aðkomu kvenna og að tekið sé mið af þörfum þeirra, bæði á meðan neyðarástand ríkir og við enduruppbygginguna. Skýr krafa um aðgerðir Umfang þjáningarinnar og skortsins á Gasa er langt umfram þau úrræði og það fjármagn sem kvennasamtök og hjálparstofnanir hafa yfir að ráða að svo stöddu. Skertur stuðningur ógnar lífsnauðsynlegri þjónustu, líkt og ný skýrsla UN Women bendir á. Án verulegrar aukningar á aðgengi að mannúðaraðstoð, fjármögnun og stuðningi er ljóst að óteljandi mannslíf eru í húfi. UN Women taka undir kröfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um skilyrðislaust vopnahlé, óhindraðan aðgang að mannúðaraðstoð, og skilyrðislausa lausn allra gísla og þeirra sem hafa verið handtekin af handahófi, án dóms og laga. *Í febrúar 2025 greindi tímaritið The Lancet frá því að líklegt sé að dauðsföll í Gasa hafi verið vanmetin um allt að 41 prósent. Niðurstöðurnar byggja bæði á skráðum dauðsföllum og svonefndum umfram dauðsföllum – þ.e. dauðsföllum sem hafa hugsanlega ekki verið skráð vegna hruns í heilbrigðisþjónustu og skráningarkerfum á svæðinu. UN Women byggði á þessari aðferðafræði við gerð áætlunar sinnar. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu greiningu UN Women hafa meira en 28.000 konur og stúlkur verið drepnar á Gasa síðan átökin hófust í október 2023*. Þetta jafngildir að meðaltali einni konu og einni stúlku sem drepnar eru á hverri klukkustund í árásum ísraelska hersins. Meðal eru þúsundir mæðra sem láta eftir sig börn og fjölskyldur. Heilu samfélögin standa eftir í sárum. Yfirvofandi hungursneyð Síðan vopnahléið á Gasa var rofið í mars síðastliðnum hefur ástandið versnað enn frekar. Engri mannúðaraðstoð hefur verið hleypt inn á svæðið í rúmar tíu vikur. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Skortur er á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Hver einasta kona og stúlka á Gasa (fleiri en ein milljón) stendur því frammi fyrir hungursneyð. Konur og stúlkur eru á flótta í eigin heimalandi. Þær eiga hvergi skjól, hafa ekki aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og verða sífellt berskjaldaðri fyrir ofbeldi. Tíðni mæðradauða fer hækkandi, einkum vegna skorts á öruggri fæðingarþjónustu, lyfjum og nauðsynlegri umönnun. Staðan er grafalvarleg. Konur í lykilhlutverki á tímum gríðarlegrar neyðar Þrátt fyrir ólýsanlegar aðstæður halda UN Women störfum sínum áfram á Gasa. Þar fer fram mikilvægt samstarf við staðbundin kvennasamtök, sem gegna lykilhlutverki í dreifa hjálpargögnum, miðla fræðslu og veita sálfélagslegan stuðning. Þar að auki byggja þær upp viðnámsþrótt í samfélögum sem nú berjast fyrir tilveru sinni. Starfið felst ekki eingöngu í að bregðast við afleiðingum átaka, heldur einnig í því að leggja grunninn að enduruppbyggingu. Mikilvægt er að tryggja aðkomu kvenna og að tekið sé mið af þörfum þeirra, bæði á meðan neyðarástand ríkir og við enduruppbygginguna. Skýr krafa um aðgerðir Umfang þjáningarinnar og skortsins á Gasa er langt umfram þau úrræði og það fjármagn sem kvennasamtök og hjálparstofnanir hafa yfir að ráða að svo stöddu. Skertur stuðningur ógnar lífsnauðsynlegri þjónustu, líkt og ný skýrsla UN Women bendir á. Án verulegrar aukningar á aðgengi að mannúðaraðstoð, fjármögnun og stuðningi er ljóst að óteljandi mannslíf eru í húfi. UN Women taka undir kröfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um skilyrðislaust vopnahlé, óhindraðan aðgang að mannúðaraðstoð, og skilyrðislausa lausn allra gísla og þeirra sem hafa verið handtekin af handahófi, án dóms og laga. *Í febrúar 2025 greindi tímaritið The Lancet frá því að líklegt sé að dauðsföll í Gasa hafi verið vanmetin um allt að 41 prósent. Niðurstöðurnar byggja bæði á skráðum dauðsföllum og svonefndum umfram dauðsföllum – þ.e. dauðsföllum sem hafa hugsanlega ekki verið skráð vegna hruns í heilbrigðisþjónustu og skráningarkerfum á svæðinu. UN Women byggði á þessari aðferðafræði við gerð áætlunar sinnar. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar