Á hvaða vegferð er Þjóðminjasafn Íslands? Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skrifar 26. maí 2025 07:32 Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um óvæntar uppsagnir fjögurra starfsmanna á Þjóðminjasafni Íslands. Það sem mesta athygli hefur vakið er uppsögn þriggja fornleifafræðinga sem hver um sig gegndi mikilvægu hlutverki hjá safninu. Fyrir uppsögnunum liggja ýmsar ástæður samkvæmt þjóðminjaverði og ráðherra málaflokksins, þó ekki séu þeir alveg samstíga í skýringunum. Í viðtali við þjóðminjavörð í Heimildinni 14.maí sl. segir hún uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum og það þurfi að fækka starfsfólki. Breytingarnar séu til komnar vegnar breyttrar verkefnastöðu hjá Þjóðminjasafninu og nýs stofnanasamnings samhliða kröfum stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri. Í viðtali ráðherra málaflokksins við Morgunblaðið 20. maí sl. segir hann að uppsagnirnar séu ekki komnar til vegna hagræðingarkrafna frá menningarmálaráðuneytinu heldur sé þjóðminjavörður að breyta aðeins áherslum í rekstri safnsins og ætli að ráða inn þjóðfræðing og listfræðing. Draga má þá ályktun af orðum ráðherrans að uppsagnir fornleifafræðinganna hafi verið nauðsynlegar til þess að hægt sé að ráða inn starfskraft með aðra menntun. Við lesturinn á viðtali við ráðherra stakk það mig að þar má finna þó nokkrar staðreyndarvillur og rangar upplýsingar. Eftir að hafa verið sérfræðingur ráðuneytisins í menningararfi og söfnum á árunum 1995 til 2019 rennur mér blóðið til skyldunnar að upplýsa ráðherra og aðra um nokkrar staðreyndir. Um hlutverk og skyldur Þjóðminjasafns Íslands gilda þrenn lög: Lög um Þjóðminjasafn Íslands nr. 139/2011, Safnalög nr. 140/2011 og Lög um menningarminjar nr. 88/2012. Í þessum lagabálkum er skýrt kveðið á um hlutverk og skyldur Þjóðminjasafnsins. Safnið er höfuðsafn á sviði menningarminja og háskólastofnun og ber að stuðla sem best að varðveislu íslenskra menningarminja og miðla sögu þjóðarinnar. Það gerir safnið m.a. með því að safna, skrá og varðveita menningar- og þjóðminjar, taka við og varðveita fornmuni, sýni og önnur rannsóknargögn úr fornleifarannsóknum og annast minjavörslu í nánu samstarfi við Minjastofnun Íslands. Að auki skal safnið rannsakaog annast kynningu á menningarminjum með sýningum, útgáfu á fræðilegum ritum og annarri fræðslustarfsemi. Það er einnig hlutverk Þjóðminjasafnsins að eiga í samstarfi við önnur höfuðsöfn, sem eru Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands, móta stefnu á sviði menningarminja og stuðla að samvinnu menningarminjasafna og veita þeim ráðgjöf. Af þessum mikilvægu verkefnum er einkum þrennt sem er vert að staldra við í tengslum við uppsagnirnar: skyldan að taka við og varðveita fornmuni, sýni og önnur rannsóknargögn úr fornleifarannsóknum, skyldan til að rannsaka menningarminjar og krafan um náið samstarf við Minjastofnun Íslands við minjavörslu. Skv. upplýsingum frá Minjastofnun Íslands skila fornleifafræðingar á hverju ári við lok fornleifarannsóknar á vettvangi eyðublaði um lok vettvangs-rannsóknarinnar þar sem fram koma helstu niðurstöður og tölfræði. Þetta er gert svo Minjastofnun hafi einhverja hugmynd um mögulegt magn gripa og annarra gagna sem skila á til Þjóðminjasafnsins. Þegar fornleifafræðingar skila til Þjóðminjasafnsins fær Minjastofnun svokallaðar afhendingarkvittanir. Þær innihalda ekki magntölur heldur eingöngu upplýsingar um að viðkomandi rannsókn hafi verið skilað og hvaða gögn (gripir, ljósmyndir, sýni, frumgögn o.s.frv.) fylgi henni. Fornleifafræðingar á safninu eiga svo eftir að fara yfir gögnin og ganga úr skugga um að allt sé til staðar. Þær rannsóknir sem gögnum er skilað úr geta verið litlar að umfangi eða viðamiklar og gripir úr hverri rannsókn geta verið allt frá 1-2 á hverja rannsókn eða skipt þúsundum, sérstaklega ef um rannsóknir er að ræða sem staðið hafa yfir í mörg ár. Á síðusut fimm árum hefur Þjóðminjasafnið tekið við gögnum sem þessu nemur: Árið 2024 gögn úr 28 rannsóknum, árið 2023 úr 64 rannsóknum, árið 2022 úr 30 rannsóknum, árið 2021 úr 23 rannsóknum og árið 2020 úr 30 rannsóknum. Athygli vekur hversu margar rannsóknir skiluðu gögnum árið 2023 en það ár lagði fornleifasjóður sérstaka áherslu á að veita styrki til úrvinnslu rannsókna frekar en til nýrra fornleifarannsókna. Fjórir fornleifafræðingar á Þjóðminjasafninu hafa sinnt því að taka við og forverja gripi en með uppsögnunum hefur þetta teymi verið helmingað. Það er því stór spurning hvernig í ósköpunum safnið ætlar að standa undir þessari skyldu. Hafa verður í huga að það koma hundruðir forngripa á hverju ári til safnsins og þessu verkefni verður að sinna jafnóðum. Búið er að koma upp mjög góðri aðstöðu til móttöku og forvörslu forngripa á Rannsóknar- og varðveislusetri safnsins að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og með tilvist hennar hefur loksins byggst upp traust milli sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga, Þjóðminjasafnsins og Minjastofnunar sem talsvert skorti á hér áður fyrr. Rannsóknir á Þjóðminjasafni Íslands virðast í dag vera í skötulíki miðað við það sem áður var og hefur svo verið um nokkurt skeið. Það virðist ekki vera neinn metnaður hjá yfirmönnum safnsins að starfsfólk stundi rannsóknir á sérsviði sínu eða að þeim sé gert kleift að gera það. Undantekning er þó hin glæsilega sýning Þjóðminjasafnsins um íslenskan refilssaum sem opnuð var á 160 ára afmæli safnsins í nóvember 2023 og útgáfa á riti Elsu E. Guðjónsson, Með verkum handanna: Íslenskur refilsaumur fyrri alda, sem var afrakstur áratuga rannsókna Elsu og þrotlausrar vinnu fyrrverandi starfsmanns safnsins, Lilju Árnadóttur, við að ljúka verkinu og ganga frá ritinu til útgáfu. Það er kannski einkenni á ástandinu að á síðustu áratugum 20. aldar unnu á safninu öflugir fræðimenn á sviði textíla, kirkjulistar, silfursmíði og þjóðhátta svo eitthvað sé nefnt en nú ber ekki á neinum slíkum. Og við safnið skal skv. lögum vera sérstök rannsóknarstaða kennd við dr. Kristján Eldjárn en hún hefur ekki verið mönnuð síðan 2022. Í gildi er samstarfssamningur milli Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands, sem myndi stórefla stöðu safnsins sem háskólastofnun – það er ef unnið væri í samræmi við ákvæði hans og honum fylgt eftir. Meðal þess sem Þjóðminjasafnið og HÍ ætla að gera er að móta sameiginlegar áherslur sem snúa að rannsóknum sem taka m.a. til öflunar sameiginlegra rannsóknastyrkja og samvinnu um rannsóknir, ráðstefnuhald og málþing. Einum af fornleifafræðingunum þremur sem rekinn var á dögunum var einmitt ætlað að vinna í þessum málum. Hann er doktor í fornleifafræði en til þess að stofnanir geti sótt um í erlenda rannsóknarsjóði og tekið þátt í öflugum rannsóknarverkefnum er það oftast skilyrði að sá sem sér um umsóknina f. h. stofnunarinnar sé með doktorspróf. Það er því vandséð hvernig Þjóðminjasafnið getur ráðið við ”háskólastofnunarhlutverk” sitt. Þjóðminjaverði tókst með einu pennastriki að rýra stöðu safnsins sem háskólastofnun með því að reka annan af tveim doktorum og annan af tveim doktorsnemum sem störfuðu við safnið. Eitt sem ekki hefur farið hátt í allri umræðunni er aðferðafræðin sem notuð var við uppsagnirnar. Starfsmennirnir voru kallaðir fyrirvaralaust á fund þjóðminjavarðar þar sem m.a. fulltrúi stéttarfélags starfsmanna var viðstaddur, þeim sagt upp og gert að yfirgefa vinnustaðinn samdægurs. Það er eins og starfsmennirnir hefðu brotið stórkostlega af sér í starfi eða að hætta væri á að þeir myndu stela einhverjum viðkvæmum trúnaðarupplýsingum sem gætu komið safninu illa. Að koma svona fram við starfsmenn sem ekkert hafa gert annað en að sinna vinnunni af trúmennsku og vandvirkni er ótrúleg mannvonska og lítilsvirðing gagnvart viðkomandi. Það er ekki bara áfallið við að missa vinnunna fyrirvaralaust og án viðvörunar heldur gafst starfsmönnunum enginn kostur á að ganga frá lausum endum eða ljúka á mannsæmandi hátt verkefnum sem þeir voru í miðju kafi við að sinna. Ekki öfunda ég þá tvo fornleifafræðinga sem eftir eru og eiga að vinna þau verkefni sem áður var sinnt af fjórum og ekki held ég að traust fornleifafræðinga á Þjóðminjasafninu aukist við þennan gjörning. Síðast en ekki síst getur það varla talist til góðrar fjármálastjórnar í miðri hagræðingu og aðhaldsaðgerðum að láta fjóra starfsmenn fara án þess að þeir vinni uppsagnarfrestinn, sem þarf þó að borgar þeim fyrir. Og kemur þá að viðtalinu við ráðherrann og þeim misskiliningi sem þar gætir á málefnum menningarminja. Það var einkum þessi klausa sem fór fyrir brjóstið á sérfræðingnum fyrrverandi: „Logi segist skilja hluta af þeirri gagnrýni sem að uppsagnirnar hafi hlotið, hann telur þó ekki hægt að bera saman þann fjölda fornleifafræðinga sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands og þjóðminjasöfn erlendis. Það er verið að bera saman Ísland og nágrannalönd okkar en hafa þarf í huga að árið 2011 skiljum við að Minjastofnun og Þjóðminjasafnið. Fornleifarannsóknir á vettvangi eru því ekki innan Þjóðminjasafnsins eins og tíðkast sums staðar á nágrannalöndum okkar,“ segir Logi aðspurður hvort honum finnist gagnrýnin sanngjörn.“ Aðskilnaður Þjóðminjasafnsins og Minjatofnunar Íslands – áður Fornleifaverndar ríkisins – gerðist árið 2001 í kjölfarið á stjórnsýslukæru til Samkeppnisstofnunar þar sem kærð var sú tilhögun að Þjóðminjasafnið væri sá aðili sem bæði veitti leyfi til fornleifarannsókna og hefði eftirlit með þeim en stundaði jafnframt fornleifarannsóknir í samkeppni við einkaðila í geiranum. Í framhaldi voru sett ný þjóðminjalög og lög um húsafriðun þar sem settar voru á laggirnar tvær nýjar stjórnsýslustofnanir, Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd. Það sem gerðist árið 2012 með setningu laga um menningarminjar var að þessar tvær stofnanir voru sameinaðar í eina öfluga stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands, og hefur sá gjörningur ekkert með Þjóðminjasafn Íslands að gera. Sú staðhæfing að fornleifarannsóknir á vettvangi séu ekki innan Þjóðminjasafnsins er ósönn. Þvert á móti ber safninu að stunda rannsóknir á menningarminjum, þar með talið fornminjum. Þjóðminjasafnið getur því stundað vettvangsrannsóknir á fornminjum svo fremi sem Minjastofnun Íslands veiti þeim leyfi til þess. Safnið hefur enda nýlega stundað forleifarannsókn á Keldum á Rangárvöllum en sá staður er í eigu safnsins, bæði torfbærinn og landið í kring. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað hjá Þjóðminjasafninu síðustu misserin tel ég ljóst að safnið sé á rangri vegferð. Ég vil því að lokum hvetja þjóðminjavörð eindregið til að draga uppsagnirnar til baka og finna aðrar leiðir til sparnaðar innan safnsins. Eins ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn í að styðja og styrkja starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar og gera henni kleift að sinna sínu lögbundna hlutverki við verndun menningararfsins áður en það er um seinan. Höfundur er fyrrv. sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um óvæntar uppsagnir fjögurra starfsmanna á Þjóðminjasafni Íslands. Það sem mesta athygli hefur vakið er uppsögn þriggja fornleifafræðinga sem hver um sig gegndi mikilvægu hlutverki hjá safninu. Fyrir uppsögnunum liggja ýmsar ástæður samkvæmt þjóðminjaverði og ráðherra málaflokksins, þó ekki séu þeir alveg samstíga í skýringunum. Í viðtali við þjóðminjavörð í Heimildinni 14.maí sl. segir hún uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum og það þurfi að fækka starfsfólki. Breytingarnar séu til komnar vegnar breyttrar verkefnastöðu hjá Þjóðminjasafninu og nýs stofnanasamnings samhliða kröfum stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri. Í viðtali ráðherra málaflokksins við Morgunblaðið 20. maí sl. segir hann að uppsagnirnar séu ekki komnar til vegna hagræðingarkrafna frá menningarmálaráðuneytinu heldur sé þjóðminjavörður að breyta aðeins áherslum í rekstri safnsins og ætli að ráða inn þjóðfræðing og listfræðing. Draga má þá ályktun af orðum ráðherrans að uppsagnir fornleifafræðinganna hafi verið nauðsynlegar til þess að hægt sé að ráða inn starfskraft með aðra menntun. Við lesturinn á viðtali við ráðherra stakk það mig að þar má finna þó nokkrar staðreyndarvillur og rangar upplýsingar. Eftir að hafa verið sérfræðingur ráðuneytisins í menningararfi og söfnum á árunum 1995 til 2019 rennur mér blóðið til skyldunnar að upplýsa ráðherra og aðra um nokkrar staðreyndir. Um hlutverk og skyldur Þjóðminjasafns Íslands gilda þrenn lög: Lög um Þjóðminjasafn Íslands nr. 139/2011, Safnalög nr. 140/2011 og Lög um menningarminjar nr. 88/2012. Í þessum lagabálkum er skýrt kveðið á um hlutverk og skyldur Þjóðminjasafnsins. Safnið er höfuðsafn á sviði menningarminja og háskólastofnun og ber að stuðla sem best að varðveislu íslenskra menningarminja og miðla sögu þjóðarinnar. Það gerir safnið m.a. með því að safna, skrá og varðveita menningar- og þjóðminjar, taka við og varðveita fornmuni, sýni og önnur rannsóknargögn úr fornleifarannsóknum og annast minjavörslu í nánu samstarfi við Minjastofnun Íslands. Að auki skal safnið rannsakaog annast kynningu á menningarminjum með sýningum, útgáfu á fræðilegum ritum og annarri fræðslustarfsemi. Það er einnig hlutverk Þjóðminjasafnsins að eiga í samstarfi við önnur höfuðsöfn, sem eru Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands, móta stefnu á sviði menningarminja og stuðla að samvinnu menningarminjasafna og veita þeim ráðgjöf. Af þessum mikilvægu verkefnum er einkum þrennt sem er vert að staldra við í tengslum við uppsagnirnar: skyldan að taka við og varðveita fornmuni, sýni og önnur rannsóknargögn úr fornleifarannsóknum, skyldan til að rannsaka menningarminjar og krafan um náið samstarf við Minjastofnun Íslands við minjavörslu. Skv. upplýsingum frá Minjastofnun Íslands skila fornleifafræðingar á hverju ári við lok fornleifarannsóknar á vettvangi eyðublaði um lok vettvangs-rannsóknarinnar þar sem fram koma helstu niðurstöður og tölfræði. Þetta er gert svo Minjastofnun hafi einhverja hugmynd um mögulegt magn gripa og annarra gagna sem skila á til Þjóðminjasafnsins. Þegar fornleifafræðingar skila til Þjóðminjasafnsins fær Minjastofnun svokallaðar afhendingarkvittanir. Þær innihalda ekki magntölur heldur eingöngu upplýsingar um að viðkomandi rannsókn hafi verið skilað og hvaða gögn (gripir, ljósmyndir, sýni, frumgögn o.s.frv.) fylgi henni. Fornleifafræðingar á safninu eiga svo eftir að fara yfir gögnin og ganga úr skugga um að allt sé til staðar. Þær rannsóknir sem gögnum er skilað úr geta verið litlar að umfangi eða viðamiklar og gripir úr hverri rannsókn geta verið allt frá 1-2 á hverja rannsókn eða skipt þúsundum, sérstaklega ef um rannsóknir er að ræða sem staðið hafa yfir í mörg ár. Á síðusut fimm árum hefur Þjóðminjasafnið tekið við gögnum sem þessu nemur: Árið 2024 gögn úr 28 rannsóknum, árið 2023 úr 64 rannsóknum, árið 2022 úr 30 rannsóknum, árið 2021 úr 23 rannsóknum og árið 2020 úr 30 rannsóknum. Athygli vekur hversu margar rannsóknir skiluðu gögnum árið 2023 en það ár lagði fornleifasjóður sérstaka áherslu á að veita styrki til úrvinnslu rannsókna frekar en til nýrra fornleifarannsókna. Fjórir fornleifafræðingar á Þjóðminjasafninu hafa sinnt því að taka við og forverja gripi en með uppsögnunum hefur þetta teymi verið helmingað. Það er því stór spurning hvernig í ósköpunum safnið ætlar að standa undir þessari skyldu. Hafa verður í huga að það koma hundruðir forngripa á hverju ári til safnsins og þessu verkefni verður að sinna jafnóðum. Búið er að koma upp mjög góðri aðstöðu til móttöku og forvörslu forngripa á Rannsóknar- og varðveislusetri safnsins að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og með tilvist hennar hefur loksins byggst upp traust milli sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga, Þjóðminjasafnsins og Minjastofnunar sem talsvert skorti á hér áður fyrr. Rannsóknir á Þjóðminjasafni Íslands virðast í dag vera í skötulíki miðað við það sem áður var og hefur svo verið um nokkurt skeið. Það virðist ekki vera neinn metnaður hjá yfirmönnum safnsins að starfsfólk stundi rannsóknir á sérsviði sínu eða að þeim sé gert kleift að gera það. Undantekning er þó hin glæsilega sýning Þjóðminjasafnsins um íslenskan refilssaum sem opnuð var á 160 ára afmæli safnsins í nóvember 2023 og útgáfa á riti Elsu E. Guðjónsson, Með verkum handanna: Íslenskur refilsaumur fyrri alda, sem var afrakstur áratuga rannsókna Elsu og þrotlausrar vinnu fyrrverandi starfsmanns safnsins, Lilju Árnadóttur, við að ljúka verkinu og ganga frá ritinu til útgáfu. Það er kannski einkenni á ástandinu að á síðustu áratugum 20. aldar unnu á safninu öflugir fræðimenn á sviði textíla, kirkjulistar, silfursmíði og þjóðhátta svo eitthvað sé nefnt en nú ber ekki á neinum slíkum. Og við safnið skal skv. lögum vera sérstök rannsóknarstaða kennd við dr. Kristján Eldjárn en hún hefur ekki verið mönnuð síðan 2022. Í gildi er samstarfssamningur milli Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands, sem myndi stórefla stöðu safnsins sem háskólastofnun – það er ef unnið væri í samræmi við ákvæði hans og honum fylgt eftir. Meðal þess sem Þjóðminjasafnið og HÍ ætla að gera er að móta sameiginlegar áherslur sem snúa að rannsóknum sem taka m.a. til öflunar sameiginlegra rannsóknastyrkja og samvinnu um rannsóknir, ráðstefnuhald og málþing. Einum af fornleifafræðingunum þremur sem rekinn var á dögunum var einmitt ætlað að vinna í þessum málum. Hann er doktor í fornleifafræði en til þess að stofnanir geti sótt um í erlenda rannsóknarsjóði og tekið þátt í öflugum rannsóknarverkefnum er það oftast skilyrði að sá sem sér um umsóknina f. h. stofnunarinnar sé með doktorspróf. Það er því vandséð hvernig Þjóðminjasafnið getur ráðið við ”háskólastofnunarhlutverk” sitt. Þjóðminjaverði tókst með einu pennastriki að rýra stöðu safnsins sem háskólastofnun með því að reka annan af tveim doktorum og annan af tveim doktorsnemum sem störfuðu við safnið. Eitt sem ekki hefur farið hátt í allri umræðunni er aðferðafræðin sem notuð var við uppsagnirnar. Starfsmennirnir voru kallaðir fyrirvaralaust á fund þjóðminjavarðar þar sem m.a. fulltrúi stéttarfélags starfsmanna var viðstaddur, þeim sagt upp og gert að yfirgefa vinnustaðinn samdægurs. Það er eins og starfsmennirnir hefðu brotið stórkostlega af sér í starfi eða að hætta væri á að þeir myndu stela einhverjum viðkvæmum trúnaðarupplýsingum sem gætu komið safninu illa. Að koma svona fram við starfsmenn sem ekkert hafa gert annað en að sinna vinnunni af trúmennsku og vandvirkni er ótrúleg mannvonska og lítilsvirðing gagnvart viðkomandi. Það er ekki bara áfallið við að missa vinnunna fyrirvaralaust og án viðvörunar heldur gafst starfsmönnunum enginn kostur á að ganga frá lausum endum eða ljúka á mannsæmandi hátt verkefnum sem þeir voru í miðju kafi við að sinna. Ekki öfunda ég þá tvo fornleifafræðinga sem eftir eru og eiga að vinna þau verkefni sem áður var sinnt af fjórum og ekki held ég að traust fornleifafræðinga á Þjóðminjasafninu aukist við þennan gjörning. Síðast en ekki síst getur það varla talist til góðrar fjármálastjórnar í miðri hagræðingu og aðhaldsaðgerðum að láta fjóra starfsmenn fara án þess að þeir vinni uppsagnarfrestinn, sem þarf þó að borgar þeim fyrir. Og kemur þá að viðtalinu við ráðherrann og þeim misskiliningi sem þar gætir á málefnum menningarminja. Það var einkum þessi klausa sem fór fyrir brjóstið á sérfræðingnum fyrrverandi: „Logi segist skilja hluta af þeirri gagnrýni sem að uppsagnirnar hafi hlotið, hann telur þó ekki hægt að bera saman þann fjölda fornleifafræðinga sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands og þjóðminjasöfn erlendis. Það er verið að bera saman Ísland og nágrannalönd okkar en hafa þarf í huga að árið 2011 skiljum við að Minjastofnun og Þjóðminjasafnið. Fornleifarannsóknir á vettvangi eru því ekki innan Þjóðminjasafnsins eins og tíðkast sums staðar á nágrannalöndum okkar,“ segir Logi aðspurður hvort honum finnist gagnrýnin sanngjörn.“ Aðskilnaður Þjóðminjasafnsins og Minjatofnunar Íslands – áður Fornleifaverndar ríkisins – gerðist árið 2001 í kjölfarið á stjórnsýslukæru til Samkeppnisstofnunar þar sem kærð var sú tilhögun að Þjóðminjasafnið væri sá aðili sem bæði veitti leyfi til fornleifarannsókna og hefði eftirlit með þeim en stundaði jafnframt fornleifarannsóknir í samkeppni við einkaðila í geiranum. Í framhaldi voru sett ný þjóðminjalög og lög um húsafriðun þar sem settar voru á laggirnar tvær nýjar stjórnsýslustofnanir, Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd. Það sem gerðist árið 2012 með setningu laga um menningarminjar var að þessar tvær stofnanir voru sameinaðar í eina öfluga stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands, og hefur sá gjörningur ekkert með Þjóðminjasafn Íslands að gera. Sú staðhæfing að fornleifarannsóknir á vettvangi séu ekki innan Þjóðminjasafnsins er ósönn. Þvert á móti ber safninu að stunda rannsóknir á menningarminjum, þar með talið fornminjum. Þjóðminjasafnið getur því stundað vettvangsrannsóknir á fornminjum svo fremi sem Minjastofnun Íslands veiti þeim leyfi til þess. Safnið hefur enda nýlega stundað forleifarannsókn á Keldum á Rangárvöllum en sá staður er í eigu safnsins, bæði torfbærinn og landið í kring. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað hjá Þjóðminjasafninu síðustu misserin tel ég ljóst að safnið sé á rangri vegferð. Ég vil því að lokum hvetja þjóðminjavörð eindregið til að draga uppsagnirnar til baka og finna aðrar leiðir til sparnaðar innan safnsins. Eins ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn í að styðja og styrkja starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar og gera henni kleift að sinna sínu lögbundna hlutverki við verndun menningararfsins áður en það er um seinan. Höfundur er fyrrv. sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar