„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar 25. maí 2025 08:03 Þetta er samantekt Ingridar Kuhlman, formanns Lífsvirðingar, á grein eftir Ian Chubb , fyrrum Chief Scientist Ástralíu, rektor Australian National University og mann ársins í Australian Capital Territory árið 2011. Án efa eru margir Íslendingar í sömu sporum. “Þetta er djúpstæð og tilfinningaþrungin saga fyrir mig. Hún er persónuleg og byggir á minni eigin reynslu. Hún snýst ekki um tilskipanir eða þvinganir, heldur um valfrelsi. Hún snýst um rétt einstaklinga til að velja hvernig þeir vilja ljúka lífi sínu ef þeir verða fyrir sjúkdómi sem dregur úr reisn þeirra og lífsgæðum. Hún snýst um að viðurkenna rétt einstaklinga til að lýsa vilja sínum á meðan þeir enn hafa hugræna getu til þess, og ákveða þann farveg sem þeir kjósa. Saga mín er ekki einstök, hún er saga margra. En þó að hún sé ekki einstök, dregur það ekki úr þunga áfallsins að hafa þurft að horfa á eiginkonu sína til 52ja ára verða ófær um að sinna einföldustu athöfnum – bæði hugrænum og líkamlegum. Hún þekkti ekki lengur fjölskyldu sína, hafði enga getu til að nærast eða sjá um sig sjálf, sýndi ekkert bros og var algjörlega ósjálfbjarga. Hún hafði áður upplifað það sama með ömmu sína, sem þjáðist af heilabilun. Þegar hún enn hafði getu til að taka ákvarðanir, hefði hún þá viljað láta heilabilunina hafa sinn gang þegar engin lækning var í sjónmáli, engin áhrifarík meðferð, ekkert ljós í enda ganganna? Aðeins óhjákvæmilegur endir, án reisnar, án lífsgæða, þar sem líkaminn héldi áfram að starfa þangað til hjartað hætti að slá og lungum hættu að virka? Þetta er spurning um mannlega reisn og sjálfsákvörðunarrétt – um það að fá að ráða eigin örlögum þegar ekki er lengur von um bata eða lífsgæði. Konan mín var málvísindamaður; hún talaði þrjú tungumál reiprennandi og tvö önnur sæmilega. Hún var virk í listum, andlega lifandi og reisnarmikil manneskja. Hún var sterk en þó varkár, hóflega sjálfstæð og varfærin, jafnvel dálítið prúð. Hún var félagi minn, stuðningur minn og vinur minn. Hún var móðir. Hún yfirgaf fjölskyldu sína og vini í Belgíu til að búa í Ástralíu, allt vegna mín. Fyrir hana var reisn ómissandi hluti af lífi hennar. Lífsgæði skiptu hana einnig miklu máli. Hún hefði sagt að hugmyndin um ‘helgi lífsins’ – eins og sumir predíka - væri góð fyrir þá sem kysu hana, en ekki fyrir sig. Þrátt fyrir það missti hún hvert einasta gramm af reisn, hvert einasta korn af lífsgæðum á síðustu árum sínum. Örlög hennar voru ákveðin af fólki sem hún þekkti ekki – stjórnmálamönnum, trúarleiðtogum – sem sumir boðuðu samkennd en aðrir ekki. Fyrir um sjö árum síðan, þegar hún var 70 ára, greindist hún með heilabilun. Í fyrstu þróaðist sjúkdómurinn hægt og við fjölskyldan aðlöguðumst honum, en með tímanum varð það sífellt erfiðara. Um það bil tveimur árum áður en hún lést, notaði hún aðeins fjögur orð – „oui“, „non“, „yes“ og „no“. Hún hafði misst stjórn á öllum líkamlegum ferlum. Hún hreyfði sig varla síðasta árið. Hún þurfti hjálp við að komast í og úr rúminu, í og úr stól, næra sig og þrífa sig. Hún talaði ekki lengur og sýndi engin viðbrögð; ég sá hana blikka augun, og það var allt og sumt. Síðustu dagar hennar voru átakanlegir. Hún lá í rúminu, augun lokuð, og kveinaði. Umönnunaraðilar hennar sinntu verkjum hennar af alúð, samúð og virðingu. Ég veit að hún hefði aldrei viljað enda svona. Hún hefði ekki sleppt tækifærinu, þegar hún enn gat tekið ákvarðanir, til að skipuleggja lífslok sín með reisn, jafnvel þótt hún hefði greinst með heilabilun. En hún hafði ekki þann möguleika. Enginn hér í Ástralíu hefur þann möguleika. Ég skil að aðrir hafa aðrar skoðanir. Ég virði rétt þeirra til að hafa þær – en ég er einfaldlega ekki sammála. Sumir byggja skoðanir sínar á trúarbrögðum, ég geri það ekki. Sumir eru heimspekingar, ég er það ekki. Sumir eru heilbrigðisstarfsmenn, en það er ekki mitt svið. Sumir gætu verið að hugsa um atkvæði, ég er ekki að því. Sumir eru tilbúnir til að lengja líf sitt eins lengi og hægt er, jafnvel þótt þeir þjáist af ólæknandi sjúkdómi sem rænir þá allri reisn. Ég er það ekki. Ég er ekki sáttur við að óumdeilanlegur réttur annarra til að lifa eins og þeir vilja þýði að mér sé neitað um réttinn til að gera það sem ég vil fyrir sjálfan mig. Ég skil mikilvægi lýðheilsu og samfélagsöryggis. Ég viðurkenni að ef hegðun mín hefði áhrif á aðra í samfélaginu, hvort sem það væri beint eða óbeint, þá ættu að vera lög eða reglur til að lágmarka þessi áhrif. En eins og núverandi varaforseti Bandaríkjanna sagði í sambandi við annað mál sem lýtur að persónulegu vali: „Aðrir þurfa ekki að vera sammála okkur eða gera það sama og við myndum gera, en við þá segi ég: ‘Hugsið um ykkar eigin fjandans mál’.“ Ég get óhikað tekið undir það. Þú velur, ég vel, og við getum valið á mismunandi hátt; en það ætti að virða okkar val. Já, ég hef heyrt sögurnar um erfingja og græðgi. Og já, ég hef einnig heyrt um aðrar áhyggjur. Ég veit að það þurfa að vera öryggisventlar. En það ætti ekki að vera ofviða vitsmunum okkar að þróa ferli sem tryggir þessa öryggisventla, ferli sem veitir einstaklingum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, réttinn til að velja. Ekki til að segja öðrum hvað þeir eigi að gera, heldur til ákveða fyrir sjálfa sig hvernig líf þeirra ætti að enda, þegar skynsamlegum og réttmætum skilyrðum er mætt.” Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þetta er samantekt Ingridar Kuhlman, formanns Lífsvirðingar, á grein eftir Ian Chubb , fyrrum Chief Scientist Ástralíu, rektor Australian National University og mann ársins í Australian Capital Territory árið 2011. Án efa eru margir Íslendingar í sömu sporum. “Þetta er djúpstæð og tilfinningaþrungin saga fyrir mig. Hún er persónuleg og byggir á minni eigin reynslu. Hún snýst ekki um tilskipanir eða þvinganir, heldur um valfrelsi. Hún snýst um rétt einstaklinga til að velja hvernig þeir vilja ljúka lífi sínu ef þeir verða fyrir sjúkdómi sem dregur úr reisn þeirra og lífsgæðum. Hún snýst um að viðurkenna rétt einstaklinga til að lýsa vilja sínum á meðan þeir enn hafa hugræna getu til þess, og ákveða þann farveg sem þeir kjósa. Saga mín er ekki einstök, hún er saga margra. En þó að hún sé ekki einstök, dregur það ekki úr þunga áfallsins að hafa þurft að horfa á eiginkonu sína til 52ja ára verða ófær um að sinna einföldustu athöfnum – bæði hugrænum og líkamlegum. Hún þekkti ekki lengur fjölskyldu sína, hafði enga getu til að nærast eða sjá um sig sjálf, sýndi ekkert bros og var algjörlega ósjálfbjarga. Hún hafði áður upplifað það sama með ömmu sína, sem þjáðist af heilabilun. Þegar hún enn hafði getu til að taka ákvarðanir, hefði hún þá viljað láta heilabilunina hafa sinn gang þegar engin lækning var í sjónmáli, engin áhrifarík meðferð, ekkert ljós í enda ganganna? Aðeins óhjákvæmilegur endir, án reisnar, án lífsgæða, þar sem líkaminn héldi áfram að starfa þangað til hjartað hætti að slá og lungum hættu að virka? Þetta er spurning um mannlega reisn og sjálfsákvörðunarrétt – um það að fá að ráða eigin örlögum þegar ekki er lengur von um bata eða lífsgæði. Konan mín var málvísindamaður; hún talaði þrjú tungumál reiprennandi og tvö önnur sæmilega. Hún var virk í listum, andlega lifandi og reisnarmikil manneskja. Hún var sterk en þó varkár, hóflega sjálfstæð og varfærin, jafnvel dálítið prúð. Hún var félagi minn, stuðningur minn og vinur minn. Hún var móðir. Hún yfirgaf fjölskyldu sína og vini í Belgíu til að búa í Ástralíu, allt vegna mín. Fyrir hana var reisn ómissandi hluti af lífi hennar. Lífsgæði skiptu hana einnig miklu máli. Hún hefði sagt að hugmyndin um ‘helgi lífsins’ – eins og sumir predíka - væri góð fyrir þá sem kysu hana, en ekki fyrir sig. Þrátt fyrir það missti hún hvert einasta gramm af reisn, hvert einasta korn af lífsgæðum á síðustu árum sínum. Örlög hennar voru ákveðin af fólki sem hún þekkti ekki – stjórnmálamönnum, trúarleiðtogum – sem sumir boðuðu samkennd en aðrir ekki. Fyrir um sjö árum síðan, þegar hún var 70 ára, greindist hún með heilabilun. Í fyrstu þróaðist sjúkdómurinn hægt og við fjölskyldan aðlöguðumst honum, en með tímanum varð það sífellt erfiðara. Um það bil tveimur árum áður en hún lést, notaði hún aðeins fjögur orð – „oui“, „non“, „yes“ og „no“. Hún hafði misst stjórn á öllum líkamlegum ferlum. Hún hreyfði sig varla síðasta árið. Hún þurfti hjálp við að komast í og úr rúminu, í og úr stól, næra sig og þrífa sig. Hún talaði ekki lengur og sýndi engin viðbrögð; ég sá hana blikka augun, og það var allt og sumt. Síðustu dagar hennar voru átakanlegir. Hún lá í rúminu, augun lokuð, og kveinaði. Umönnunaraðilar hennar sinntu verkjum hennar af alúð, samúð og virðingu. Ég veit að hún hefði aldrei viljað enda svona. Hún hefði ekki sleppt tækifærinu, þegar hún enn gat tekið ákvarðanir, til að skipuleggja lífslok sín með reisn, jafnvel þótt hún hefði greinst með heilabilun. En hún hafði ekki þann möguleika. Enginn hér í Ástralíu hefur þann möguleika. Ég skil að aðrir hafa aðrar skoðanir. Ég virði rétt þeirra til að hafa þær – en ég er einfaldlega ekki sammála. Sumir byggja skoðanir sínar á trúarbrögðum, ég geri það ekki. Sumir eru heimspekingar, ég er það ekki. Sumir eru heilbrigðisstarfsmenn, en það er ekki mitt svið. Sumir gætu verið að hugsa um atkvæði, ég er ekki að því. Sumir eru tilbúnir til að lengja líf sitt eins lengi og hægt er, jafnvel þótt þeir þjáist af ólæknandi sjúkdómi sem rænir þá allri reisn. Ég er það ekki. Ég er ekki sáttur við að óumdeilanlegur réttur annarra til að lifa eins og þeir vilja þýði að mér sé neitað um réttinn til að gera það sem ég vil fyrir sjálfan mig. Ég skil mikilvægi lýðheilsu og samfélagsöryggis. Ég viðurkenni að ef hegðun mín hefði áhrif á aðra í samfélaginu, hvort sem það væri beint eða óbeint, þá ættu að vera lög eða reglur til að lágmarka þessi áhrif. En eins og núverandi varaforseti Bandaríkjanna sagði í sambandi við annað mál sem lýtur að persónulegu vali: „Aðrir þurfa ekki að vera sammála okkur eða gera það sama og við myndum gera, en við þá segi ég: ‘Hugsið um ykkar eigin fjandans mál’.“ Ég get óhikað tekið undir það. Þú velur, ég vel, og við getum valið á mismunandi hátt; en það ætti að virða okkar val. Já, ég hef heyrt sögurnar um erfingja og græðgi. Og já, ég hef einnig heyrt um aðrar áhyggjur. Ég veit að það þurfa að vera öryggisventlar. En það ætti ekki að vera ofviða vitsmunum okkar að þróa ferli sem tryggir þessa öryggisventla, ferli sem veitir einstaklingum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, réttinn til að velja. Ekki til að segja öðrum hvað þeir eigi að gera, heldur til ákveða fyrir sjálfa sig hvernig líf þeirra ætti að enda, þegar skynsamlegum og réttmætum skilyrðum er mætt.” Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun