Af og frá að slakað sé á aðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2025 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið. Vísir/Anton Brink Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum. Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55