Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir og Sigríður Ella Jónsdóttir skrifa 22. maí 2025 09:40 Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Þessi þróun kallar á aukna meðvitund og skilning um sérstakar aðstæður og þarfir kvenna í afplánun. Konur þessar búa oft við margþættan félags- og heilsufarslegan vanda, eins og geðrænar áskoranir og áfengis- og/eða vímuefnanotkun og eiga að baki langa og flókna áfallasögu. Það sem einkennir sömuleiðis þennan hóp er að margar kvennanna eru mæður sem hafa tímabundið, eða jafnvel varanlega, misst forræði yfir börnum sínum. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líðan þeirra og fylgir því oft mikil skömm, sorg og einangrun. Konur dvelja almennt lengur í lokuðum úrræðum heldur en karlmenn því þeim býðst einungis að afplána dóma sína á Hólmsheiði eða á Sogni. Hólmsheiði er lokað úrræði og var hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þykir ekki viðeigandi sem langtímaúrræði. Hins vegar er Sogn opið úrræði en þar geta aðeins þrjár konur dvalið samtímis en átján karlmenn. Bæði Hólmsheiði og Sogn eru úrræði fyrir öll kyn. Það hefur margoft verið gagnrýnt þar sem þarfir eru ólíkar. Mikilvægt er að taka mið af kynbundnum aðstæðum og tryggja öryggi og jafnræði einstaklinga í afplánun. Mikilvægi stuðnings í og eftir afplánun Biðlistar til að afplána dóm hafa verið að lengjast en samt eru sértæk úrræði og stuðningur fyrir þennan hóp mjög takmörkuð. Aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu er brotakennt og skortur er á fjölbreyttari úrræðum. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er stuðningskerfi innan fangelsa takmarkað og þegar opinber kerfi glíma við fjárskort verða aðrir aðilar oft lykilþáttur í því að brúa bilið. Rauði krossinn á Íslandi hefur um skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum og stutt við einstaklinga sem eru í eða að ljúka afplánun. Verkefnið er að norskri fyrirmynd og byggir á þeirri trú að öll eigi rétt á tækifæri til betra lífs, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Líkt og hjá norska Rauða krossinum hefur verkefnið sýnt fram á jákvæð áhrif, t.d. betri líðan og aukin tengsl og sjálfstæði. Með stuðning sem þessum er vonin ávallt lægri endurkomutíðni en með því er hægt að koma í veg fyrir fleiri brotaþola. Frá því í lok árs 2024 hafa sjálfboðaliðar í verkefninu Aðstoð eftir afplánun veitt konum sem eru í fangelsinu á Hólmsheiði stuðning. Er verkefnið unnið í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Sjálfboðaliðarnir fara í fangelsið alla þriðjudaga á svokölluð konukvöld, þar sem áhersla er lögð á sjálfsrækt, samveru og félagsleg tengsl. Fyrir konur í afplánun getur þessi aðstoð skipt sköpum. Hún getur verið fyrsta trausta tengingin sem þær upplifa í langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningurinn byggi ekki á valdaójafnvægi eða refsingum, heldur virðingu og samhygð. Að upplifa og meðtaka slíkt getur gert endurkomu í samfélagið raunhæfa en ekki óyfirstíganlega. Sjálfboðaliðar sem líflína Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli opinberra kerfa og raunverulegra þarfa einstaklinga. Þeir veita samfellu, hlustun og nærveru þar sem kerfin ná oft ekki til, sérstaklega þegar skortur er á fjármagni og úrræðum. Fyrir konur í viðkvæmri stöðu – og þá ekki síst þær sem glíma við fjölþættan vanda, getur þessi stuðningur verið líflína. Það sem skiptir mestu máli er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, með fjölbreyttar þarfir og bakgrunn. Það er ekki aukaatriði – það er forsenda árangurs. Stuðningur eftir afplánun er sérstaklega mikilvægur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem einstaklingar standa frammi fyrir við endurkomu út í samfélagið. En þar má helst nefna þátttöku í atvinnulífi, tengsl við fjölskyldu, húsnæðismál og sjálfsvinnu. Þegar opinber kerfi ná ekki utan um þarfir einstaklinga, verða mannréttindasjónarmið og samfélagsleg samstaða enn mikilvægari. Verkefni Rauða krossins og annarra félagasamtaka er því ekki viðbót, heldur nauðsyn. Félög eins og Bjargráð sem styður fjölskyldur einstaklinga á öllum stigum afplánunar; fyrir, á meðan og eftir. Bati sem rekur tvö húsnæði - batahús þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða í lok afplánunar og Afstaða félag fanga eru meðal þeirra sem styðja við einstaklinga í afplánun og byggja þannig undir farsæla endurkomu út í samfélagið. Afstaða fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag, 22.maí. Félagið hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverki í að gæta hagsmuna dómþola og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að stuðla að því að rödd fanga fái aukið vægi í stefnumótun og á opinberum vettvangi. Oft eru þessi félög og úrræði ekki bara stoð – heldur vonarljós fyrir raunverulegar breytingar. Höfundar eru Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Þessi þróun kallar á aukna meðvitund og skilning um sérstakar aðstæður og þarfir kvenna í afplánun. Konur þessar búa oft við margþættan félags- og heilsufarslegan vanda, eins og geðrænar áskoranir og áfengis- og/eða vímuefnanotkun og eiga að baki langa og flókna áfallasögu. Það sem einkennir sömuleiðis þennan hóp er að margar kvennanna eru mæður sem hafa tímabundið, eða jafnvel varanlega, misst forræði yfir börnum sínum. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líðan þeirra og fylgir því oft mikil skömm, sorg og einangrun. Konur dvelja almennt lengur í lokuðum úrræðum heldur en karlmenn því þeim býðst einungis að afplána dóma sína á Hólmsheiði eða á Sogni. Hólmsheiði er lokað úrræði og var hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þykir ekki viðeigandi sem langtímaúrræði. Hins vegar er Sogn opið úrræði en þar geta aðeins þrjár konur dvalið samtímis en átján karlmenn. Bæði Hólmsheiði og Sogn eru úrræði fyrir öll kyn. Það hefur margoft verið gagnrýnt þar sem þarfir eru ólíkar. Mikilvægt er að taka mið af kynbundnum aðstæðum og tryggja öryggi og jafnræði einstaklinga í afplánun. Mikilvægi stuðnings í og eftir afplánun Biðlistar til að afplána dóm hafa verið að lengjast en samt eru sértæk úrræði og stuðningur fyrir þennan hóp mjög takmörkuð. Aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu er brotakennt og skortur er á fjölbreyttari úrræðum. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er stuðningskerfi innan fangelsa takmarkað og þegar opinber kerfi glíma við fjárskort verða aðrir aðilar oft lykilþáttur í því að brúa bilið. Rauði krossinn á Íslandi hefur um skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum og stutt við einstaklinga sem eru í eða að ljúka afplánun. Verkefnið er að norskri fyrirmynd og byggir á þeirri trú að öll eigi rétt á tækifæri til betra lífs, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Líkt og hjá norska Rauða krossinum hefur verkefnið sýnt fram á jákvæð áhrif, t.d. betri líðan og aukin tengsl og sjálfstæði. Með stuðning sem þessum er vonin ávallt lægri endurkomutíðni en með því er hægt að koma í veg fyrir fleiri brotaþola. Frá því í lok árs 2024 hafa sjálfboðaliðar í verkefninu Aðstoð eftir afplánun veitt konum sem eru í fangelsinu á Hólmsheiði stuðning. Er verkefnið unnið í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Sjálfboðaliðarnir fara í fangelsið alla þriðjudaga á svokölluð konukvöld, þar sem áhersla er lögð á sjálfsrækt, samveru og félagsleg tengsl. Fyrir konur í afplánun getur þessi aðstoð skipt sköpum. Hún getur verið fyrsta trausta tengingin sem þær upplifa í langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningurinn byggi ekki á valdaójafnvægi eða refsingum, heldur virðingu og samhygð. Að upplifa og meðtaka slíkt getur gert endurkomu í samfélagið raunhæfa en ekki óyfirstíganlega. Sjálfboðaliðar sem líflína Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli opinberra kerfa og raunverulegra þarfa einstaklinga. Þeir veita samfellu, hlustun og nærveru þar sem kerfin ná oft ekki til, sérstaklega þegar skortur er á fjármagni og úrræðum. Fyrir konur í viðkvæmri stöðu – og þá ekki síst þær sem glíma við fjölþættan vanda, getur þessi stuðningur verið líflína. Það sem skiptir mestu máli er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, með fjölbreyttar þarfir og bakgrunn. Það er ekki aukaatriði – það er forsenda árangurs. Stuðningur eftir afplánun er sérstaklega mikilvægur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem einstaklingar standa frammi fyrir við endurkomu út í samfélagið. En þar má helst nefna þátttöku í atvinnulífi, tengsl við fjölskyldu, húsnæðismál og sjálfsvinnu. Þegar opinber kerfi ná ekki utan um þarfir einstaklinga, verða mannréttindasjónarmið og samfélagsleg samstaða enn mikilvægari. Verkefni Rauða krossins og annarra félagasamtaka er því ekki viðbót, heldur nauðsyn. Félög eins og Bjargráð sem styður fjölskyldur einstaklinga á öllum stigum afplánunar; fyrir, á meðan og eftir. Bati sem rekur tvö húsnæði - batahús þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða í lok afplánunar og Afstaða félag fanga eru meðal þeirra sem styðja við einstaklinga í afplánun og byggja þannig undir farsæla endurkomu út í samfélagið. Afstaða fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag, 22.maí. Félagið hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverki í að gæta hagsmuna dómþola og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að stuðla að því að rödd fanga fái aukið vægi í stefnumótun og á opinberum vettvangi. Oft eru þessi félög og úrræði ekki bara stoð – heldur vonarljós fyrir raunverulegar breytingar. Höfundar eru Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun