Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar 20. maí 2025 07:00 Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Þátttaka í íþróttastarfi hefur verið talin draga úr áhættuhegðun, þar á meðal áfengisneyslu. Því vekur það athygli að í dag virðist vínandinn sífellt sterkari þáttur í andrúmslofti íþróttaviðburða. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að mörg íþróttafélög reiða sig nú á tekjur af áfengissölu. Stemningin á leikjum mótast sífellt meira af drykkju, óábyrgri hegðun og félagslegri neyslu. Í aðdraganda íþróttaþings ÍSÍ nýverið var rætt um „villta vestrið“ í kringum áfengissölu á kappleikjum, þar sem skortur á reglum hefur skapað óljósa stöðu. Tillaga var lögð fram um að ÍSÍ mótaði samræmda stefnu í þessum efnum – ekki til að draga úr neyslu heldur til að skipuleggja hana betur. Með öðrum orðum: Áframhaldandi sala, en undir formlegum formerkjum – og jafnvel með von um auknar tekjur. Það eitt og sér mun ekki breyta neyslu eða hegðun þeirra sem áfengið munu nota. Forsvarsmenn sumra félaga hafa jafnvel lýst því yfir að áfengisneysla auki upplifun á leikdögum. Þar með er í raun sagt að keppnin ein og sér sé ekki nógu spennandi nema áfengi komi við sögu. Slíkt sjónarhorn er í hæsta máta áhyggjuefni – slík viðhorf eru skoðanamyndandi og til þess fallin að senda skilaboð um að við höfum frekar trú á bjórnum en boltanum? Þegar áfengi er samþætt við íþróttaviðburði smitast þessi viðhorf til næstu kynslóða barna sem áhorfendur – og framtíðarneytendur þessara veiga. Börn og unglingar sjá áhorfendur neyta áfengis í umhverfi sem á að einkennast af heilbrigði og virðingu. Þar með verða íþróttaviðburðir hluti af félagslegri samþykkt neysluhegðunar sem við annars reynum að forðast – meðal annars með íþróttum. Það er mótsagnakennt að á sama tíma og við bendum á forvarnagildi íþrótta, leyfum við að stúkan breytist í vínstúku. Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning? Frekar en horfa á sölugróðann mætti forystufólk íþróttahreyfingarinnar horfa í baksýnisspegilinn og hugsa til þeirra mörgu íþróttamanna og forustufólks hreyfinga sem hafa verið úthrópaðir fyrir framferði sem án nokkurs vafa má rekja til dómgreindarskorts undir áhrifum áfengis. Sú neysla hefur reynst mörgum þeirra dýrkeypt og vegur þyngra en að fá rautt spjald eða vera vísað úr keppni. Gott orðspor og ásýnd íþróttahreyfingarinnar hefur tekið langan tíma að byggja, en slíkt traust getur horfið á einni nóttu verði ekki rétt staðið að málum. Fólkið í landinu treystir á forvarnagildi íþróttastarfsins þannig að ábyrgðin er mikil. Jafnframt mætti gera kröfu til hins opinbera – ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja – og ábendingu til almennings um að endurmeta þá fjármuni sem renna til íþróttafélaga ef þau velja að víkja frá fyrra forvarnargildi. Hvers virði eru ímynd og heilbrigði framtíðarkynslóða í augum þeirra sem fjármagna slíkt starf? Nú þegar nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, hefur tekið við ætti hann að nýta það traust sem hann fékk sem heilbrigðisráðherra – þar sem hann var einn harðasti talsmaður gegn auknu aðgengi að áfengi – og endurspegla sömu gildi í starfi sínu fyrir íþróttahreyfinguna. Margt bendir til þess að neysla ungmenna sé að aukast og er dvínandi áhugi á forvörnum kennt um og eftirgjöf. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi atvika sem gefa til kynna að staða ungmenna fari versnandi og atburðir þeim tengdum slegið þjóðina með miklum harmi. Víða eru rauð flögg uppi og mikilvægt að íþróttahreyfingin sýni svo ekki sé neinn vafi á að hún standi með forvörnum á öllum sviðum. Við þurfum að spyrja okkur: Hver er andinn sem við viljum að svífi yfir vötnum og völlum landsins? Er það samheldni, heilbrigði og fyrirmynd, eða er það léttvín og léttúð? Íþróttir eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar – ekki aðeins til skemmtunar heldur sem verkfæri til að móta gildismat. Veljum þann anda sem byggir upp – ekki þann sem grefur undan. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Þátttaka í íþróttastarfi hefur verið talin draga úr áhættuhegðun, þar á meðal áfengisneyslu. Því vekur það athygli að í dag virðist vínandinn sífellt sterkari þáttur í andrúmslofti íþróttaviðburða. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að mörg íþróttafélög reiða sig nú á tekjur af áfengissölu. Stemningin á leikjum mótast sífellt meira af drykkju, óábyrgri hegðun og félagslegri neyslu. Í aðdraganda íþróttaþings ÍSÍ nýverið var rætt um „villta vestrið“ í kringum áfengissölu á kappleikjum, þar sem skortur á reglum hefur skapað óljósa stöðu. Tillaga var lögð fram um að ÍSÍ mótaði samræmda stefnu í þessum efnum – ekki til að draga úr neyslu heldur til að skipuleggja hana betur. Með öðrum orðum: Áframhaldandi sala, en undir formlegum formerkjum – og jafnvel með von um auknar tekjur. Það eitt og sér mun ekki breyta neyslu eða hegðun þeirra sem áfengið munu nota. Forsvarsmenn sumra félaga hafa jafnvel lýst því yfir að áfengisneysla auki upplifun á leikdögum. Þar með er í raun sagt að keppnin ein og sér sé ekki nógu spennandi nema áfengi komi við sögu. Slíkt sjónarhorn er í hæsta máta áhyggjuefni – slík viðhorf eru skoðanamyndandi og til þess fallin að senda skilaboð um að við höfum frekar trú á bjórnum en boltanum? Þegar áfengi er samþætt við íþróttaviðburði smitast þessi viðhorf til næstu kynslóða barna sem áhorfendur – og framtíðarneytendur þessara veiga. Börn og unglingar sjá áhorfendur neyta áfengis í umhverfi sem á að einkennast af heilbrigði og virðingu. Þar með verða íþróttaviðburðir hluti af félagslegri samþykkt neysluhegðunar sem við annars reynum að forðast – meðal annars með íþróttum. Það er mótsagnakennt að á sama tíma og við bendum á forvarnagildi íþrótta, leyfum við að stúkan breytist í vínstúku. Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning? Frekar en horfa á sölugróðann mætti forystufólk íþróttahreyfingarinnar horfa í baksýnisspegilinn og hugsa til þeirra mörgu íþróttamanna og forustufólks hreyfinga sem hafa verið úthrópaðir fyrir framferði sem án nokkurs vafa má rekja til dómgreindarskorts undir áhrifum áfengis. Sú neysla hefur reynst mörgum þeirra dýrkeypt og vegur þyngra en að fá rautt spjald eða vera vísað úr keppni. Gott orðspor og ásýnd íþróttahreyfingarinnar hefur tekið langan tíma að byggja, en slíkt traust getur horfið á einni nóttu verði ekki rétt staðið að málum. Fólkið í landinu treystir á forvarnagildi íþróttastarfsins þannig að ábyrgðin er mikil. Jafnframt mætti gera kröfu til hins opinbera – ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja – og ábendingu til almennings um að endurmeta þá fjármuni sem renna til íþróttafélaga ef þau velja að víkja frá fyrra forvarnargildi. Hvers virði eru ímynd og heilbrigði framtíðarkynslóða í augum þeirra sem fjármagna slíkt starf? Nú þegar nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, hefur tekið við ætti hann að nýta það traust sem hann fékk sem heilbrigðisráðherra – þar sem hann var einn harðasti talsmaður gegn auknu aðgengi að áfengi – og endurspegla sömu gildi í starfi sínu fyrir íþróttahreyfinguna. Margt bendir til þess að neysla ungmenna sé að aukast og er dvínandi áhugi á forvörnum kennt um og eftirgjöf. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi atvika sem gefa til kynna að staða ungmenna fari versnandi og atburðir þeim tengdum slegið þjóðina með miklum harmi. Víða eru rauð flögg uppi og mikilvægt að íþróttahreyfingin sýni svo ekki sé neinn vafi á að hún standi með forvörnum á öllum sviðum. Við þurfum að spyrja okkur: Hver er andinn sem við viljum að svífi yfir vötnum og völlum landsins? Er það samheldni, heilbrigði og fyrirmynd, eða er það léttvín og léttúð? Íþróttir eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar – ekki aðeins til skemmtunar heldur sem verkfæri til að móta gildismat. Veljum þann anda sem byggir upp – ekki þann sem grefur undan. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun