Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar 20. maí 2025 07:00 Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Þátttaka í íþróttastarfi hefur verið talin draga úr áhættuhegðun, þar á meðal áfengisneyslu. Því vekur það athygli að í dag virðist vínandinn sífellt sterkari þáttur í andrúmslofti íþróttaviðburða. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að mörg íþróttafélög reiða sig nú á tekjur af áfengissölu. Stemningin á leikjum mótast sífellt meira af drykkju, óábyrgri hegðun og félagslegri neyslu. Í aðdraganda íþróttaþings ÍSÍ nýverið var rætt um „villta vestrið“ í kringum áfengissölu á kappleikjum, þar sem skortur á reglum hefur skapað óljósa stöðu. Tillaga var lögð fram um að ÍSÍ mótaði samræmda stefnu í þessum efnum – ekki til að draga úr neyslu heldur til að skipuleggja hana betur. Með öðrum orðum: Áframhaldandi sala, en undir formlegum formerkjum – og jafnvel með von um auknar tekjur. Það eitt og sér mun ekki breyta neyslu eða hegðun þeirra sem áfengið munu nota. Forsvarsmenn sumra félaga hafa jafnvel lýst því yfir að áfengisneysla auki upplifun á leikdögum. Þar með er í raun sagt að keppnin ein og sér sé ekki nógu spennandi nema áfengi komi við sögu. Slíkt sjónarhorn er í hæsta máta áhyggjuefni – slík viðhorf eru skoðanamyndandi og til þess fallin að senda skilaboð um að við höfum frekar trú á bjórnum en boltanum? Þegar áfengi er samþætt við íþróttaviðburði smitast þessi viðhorf til næstu kynslóða barna sem áhorfendur – og framtíðarneytendur þessara veiga. Börn og unglingar sjá áhorfendur neyta áfengis í umhverfi sem á að einkennast af heilbrigði og virðingu. Þar með verða íþróttaviðburðir hluti af félagslegri samþykkt neysluhegðunar sem við annars reynum að forðast – meðal annars með íþróttum. Það er mótsagnakennt að á sama tíma og við bendum á forvarnagildi íþrótta, leyfum við að stúkan breytist í vínstúku. Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning? Frekar en horfa á sölugróðann mætti forystufólk íþróttahreyfingarinnar horfa í baksýnisspegilinn og hugsa til þeirra mörgu íþróttamanna og forustufólks hreyfinga sem hafa verið úthrópaðir fyrir framferði sem án nokkurs vafa má rekja til dómgreindarskorts undir áhrifum áfengis. Sú neysla hefur reynst mörgum þeirra dýrkeypt og vegur þyngra en að fá rautt spjald eða vera vísað úr keppni. Gott orðspor og ásýnd íþróttahreyfingarinnar hefur tekið langan tíma að byggja, en slíkt traust getur horfið á einni nóttu verði ekki rétt staðið að málum. Fólkið í landinu treystir á forvarnagildi íþróttastarfsins þannig að ábyrgðin er mikil. Jafnframt mætti gera kröfu til hins opinbera – ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja – og ábendingu til almennings um að endurmeta þá fjármuni sem renna til íþróttafélaga ef þau velja að víkja frá fyrra forvarnargildi. Hvers virði eru ímynd og heilbrigði framtíðarkynslóða í augum þeirra sem fjármagna slíkt starf? Nú þegar nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, hefur tekið við ætti hann að nýta það traust sem hann fékk sem heilbrigðisráðherra – þar sem hann var einn harðasti talsmaður gegn auknu aðgengi að áfengi – og endurspegla sömu gildi í starfi sínu fyrir íþróttahreyfinguna. Margt bendir til þess að neysla ungmenna sé að aukast og er dvínandi áhugi á forvörnum kennt um og eftirgjöf. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi atvika sem gefa til kynna að staða ungmenna fari versnandi og atburðir þeim tengdum slegið þjóðina með miklum harmi. Víða eru rauð flögg uppi og mikilvægt að íþróttahreyfingin sýni svo ekki sé neinn vafi á að hún standi með forvörnum á öllum sviðum. Við þurfum að spyrja okkur: Hver er andinn sem við viljum að svífi yfir vötnum og völlum landsins? Er það samheldni, heilbrigði og fyrirmynd, eða er það léttvín og léttúð? Íþróttir eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar – ekki aðeins til skemmtunar heldur sem verkfæri til að móta gildismat. Veljum þann anda sem byggir upp – ekki þann sem grefur undan. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Þátttaka í íþróttastarfi hefur verið talin draga úr áhættuhegðun, þar á meðal áfengisneyslu. Því vekur það athygli að í dag virðist vínandinn sífellt sterkari þáttur í andrúmslofti íþróttaviðburða. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að mörg íþróttafélög reiða sig nú á tekjur af áfengissölu. Stemningin á leikjum mótast sífellt meira af drykkju, óábyrgri hegðun og félagslegri neyslu. Í aðdraganda íþróttaþings ÍSÍ nýverið var rætt um „villta vestrið“ í kringum áfengissölu á kappleikjum, þar sem skortur á reglum hefur skapað óljósa stöðu. Tillaga var lögð fram um að ÍSÍ mótaði samræmda stefnu í þessum efnum – ekki til að draga úr neyslu heldur til að skipuleggja hana betur. Með öðrum orðum: Áframhaldandi sala, en undir formlegum formerkjum – og jafnvel með von um auknar tekjur. Það eitt og sér mun ekki breyta neyslu eða hegðun þeirra sem áfengið munu nota. Forsvarsmenn sumra félaga hafa jafnvel lýst því yfir að áfengisneysla auki upplifun á leikdögum. Þar með er í raun sagt að keppnin ein og sér sé ekki nógu spennandi nema áfengi komi við sögu. Slíkt sjónarhorn er í hæsta máta áhyggjuefni – slík viðhorf eru skoðanamyndandi og til þess fallin að senda skilaboð um að við höfum frekar trú á bjórnum en boltanum? Þegar áfengi er samþætt við íþróttaviðburði smitast þessi viðhorf til næstu kynslóða barna sem áhorfendur – og framtíðarneytendur þessara veiga. Börn og unglingar sjá áhorfendur neyta áfengis í umhverfi sem á að einkennast af heilbrigði og virðingu. Þar með verða íþróttaviðburðir hluti af félagslegri samþykkt neysluhegðunar sem við annars reynum að forðast – meðal annars með íþróttum. Það er mótsagnakennt að á sama tíma og við bendum á forvarnagildi íþrótta, leyfum við að stúkan breytist í vínstúku. Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning? Frekar en horfa á sölugróðann mætti forystufólk íþróttahreyfingarinnar horfa í baksýnisspegilinn og hugsa til þeirra mörgu íþróttamanna og forustufólks hreyfinga sem hafa verið úthrópaðir fyrir framferði sem án nokkurs vafa má rekja til dómgreindarskorts undir áhrifum áfengis. Sú neysla hefur reynst mörgum þeirra dýrkeypt og vegur þyngra en að fá rautt spjald eða vera vísað úr keppni. Gott orðspor og ásýnd íþróttahreyfingarinnar hefur tekið langan tíma að byggja, en slíkt traust getur horfið á einni nóttu verði ekki rétt staðið að málum. Fólkið í landinu treystir á forvarnagildi íþróttastarfsins þannig að ábyrgðin er mikil. Jafnframt mætti gera kröfu til hins opinbera – ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja – og ábendingu til almennings um að endurmeta þá fjármuni sem renna til íþróttafélaga ef þau velja að víkja frá fyrra forvarnargildi. Hvers virði eru ímynd og heilbrigði framtíðarkynslóða í augum þeirra sem fjármagna slíkt starf? Nú þegar nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, hefur tekið við ætti hann að nýta það traust sem hann fékk sem heilbrigðisráðherra – þar sem hann var einn harðasti talsmaður gegn auknu aðgengi að áfengi – og endurspegla sömu gildi í starfi sínu fyrir íþróttahreyfinguna. Margt bendir til þess að neysla ungmenna sé að aukast og er dvínandi áhugi á forvörnum kennt um og eftirgjöf. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi atvika sem gefa til kynna að staða ungmenna fari versnandi og atburðir þeim tengdum slegið þjóðina með miklum harmi. Víða eru rauð flögg uppi og mikilvægt að íþróttahreyfingin sýni svo ekki sé neinn vafi á að hún standi með forvörnum á öllum sviðum. Við þurfum að spyrja okkur: Hver er andinn sem við viljum að svífi yfir vötnum og völlum landsins? Er það samheldni, heilbrigði og fyrirmynd, eða er það léttvín og léttúð? Íþróttir eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar – ekki aðeins til skemmtunar heldur sem verkfæri til að móta gildismat. Veljum þann anda sem byggir upp – ekki þann sem grefur undan. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun