Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 07:15 Yuval Raphael söng langið New day will rise í Eurovision og lenti í öðru sæti. Vísir/EPA Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag. Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag.
Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59
Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna