Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 07:15 Yuval Raphael söng langið New day will rise í Eurovision og lenti í öðru sæti. Vísir/EPA Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag. Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag.
Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59
Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12